Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar 31. janúar 2025 08:31 Þegar þessi pistill er ritaður eru örfáir tímar síðan ríkissáttasemjari setti fram innanhústillögu sína til að reyna að höggva á hnútinn í deilu kennara og Sambands íslenskar sveitafélaga. Viðbrögð mín við þessum fréttum sem kennari eru blendin. Vissulega ákveðin óvissa þar sem ég veit ekkert meira um málið en hefur komið fram í fréttum. Samt smá léttir yfir því að mögulega sé komin fram einhverskonar lausn á þessari deilu. Lausn, sem kannski er hægt er að byggja á til framtíðar. Það eru búin að vera þung skref að fara í verkfall sem var svo frestað eftir viku og horfa núna fram á að vera aftur á leið í verkfall eftir helgi. En það er líka mikil hræðsla um að þetta sé mögulega lokanaglinn í kistuna, ef þannig má að orði komast, í þeirra vegferð að bæta stöðuna í mönnun skólanna sem er mikilvægt til að hægt sé að byggja upp öflugra menntakerfi. Hljómar mjög dramatískt hjá mér en það er nú einu sinni þannig að það er erfitt að treysta þegar reynslan sýnir að íslenskt samfélag forgangsraðar ekki börnum þegar kemur að gæðum á þjónustu. Reynslan segir mér að þetta snýst meira um að spara sem mest ef það er mögulega hægt að komast upp með það. Myglaðar skólabyggingar eru gott dæmi. Skortur á viðhaldi á skólahúsnæði hefur verið algjör og hefur skilað okkur mygluðum skólum sem hafa kostað kerfið mikið. Það virðist eins og það séu gerðar lægri kröfur til húsnæðis og aðbúnaði á „vinnustað“ barna. Annað gott dæmi er mikill skortur á útgáfu á námsefni af hálfu ríkisins fyrir íslenskt skólakerfi. Álagið á skólakerfið vegna skorts á góðu námsefni er mikið. Það litla sem gefið er út er margt af lélegum gæðum, uppfullt af villum sem eru ekki einu sinni leiðréttar fyrir endurprentun. Til að snúa við stöðunni í námsgagnframleiðslu þarf að koma til risa innspýting og metnaðarfyllri stefna MMS og þessu þarf að fylgja fé og nóg af því. Börn eiga betra skilið. Skýrasta dæmið er samt launastefnan sem er í gangi gangvart fólki sem sinnir börnum. Eftir því sem ég skoða fleiri launatölur þá verð ég altaf meira svekkt yfir því samfélagi sem við búum í. Ég vissi að mikill launamunur væri í mörgum tilfellum á milli almenna og opinbera geirans en ég vissi ekki að hið opinbera væri með jafn klára mismunun í sínu eigin kerfi, þ.e.a.s. að háskólamenntaðir sérfræðingar (kennarar) sem vinna með börnum væru lægra launaðir eftir 30 ára farsælt starf en starfsmaður með enga háskólamenntun, engin mannaforráð og litla ábyrgð á skrifstofu Sambands íslenskra sveitafélaga, nýbyrjaður í starfi. Þetta dæmi sýnir mögulega forgangsröðunin hjá sveitarfélögunum. Hvernig er hægt að treysta á virðismat sem samfélag með þessa forgangsröðun framkvæmir. Þegar ég horfir upp á forgangsröðun þeirra sem stýra launastefnu sveitarfélaganna vitandi það að mannekla í leikskólum veldur því að sveitarfélögin brjóta lög á börnum á hverjum degi þar sem það vantar 2500 menntaða starfsmenn til starfa í leikskólum landsins til að uppfylla lög um rekstur leikskóla. Á sama tíma vantar líka 4000 grunnskólakennara til starfa í grunnskólunum sem setur verulega í hættu að hægt sé að fylgja stefnu um jafnrétti til náms. Þegar staðan er þessi þá missi ég vonina um að sama samfélag eigi eftir að komast að þeirri niðurstöðu í virðismati að það eina í stöðunni sé að meta þetta starf að verðleikum og leiðrétta launin þannig að þau endurspegli mikilvægi þess og þá ábyrgð sem það felur í sér. Þannig, og aðeins þannig getum við byrjað að endurheimta menntað fólk aftur inn í stéttirnar og tryggt að þegar ungt fólk íhugar námsleiðir í háskóla að kennaranám sé möguleiki fyrir það. Kannski er eina lausnin að treysta og vona að samfélagið hafi séð ljósið. Þetta virðismat er ekki eitthvað sem er aðeins fundið upp hér á landi heldur er þetta alþjóðlega viðurkennt kerfi þannig mögulega er þetta eitthvað sem hægt er að byggja á. Það þarf eitthvað að gerast svo mikið er víst. Ástandið eins og það er núna og er búið að vera lengi gengur a.m.k. ekki. Að halda inn á nýja braut er alltaf ógnvekjandi en það getur líka verið sóknarfæri og það má enginn vera hræddur. Hvort mín forysta ákveður að segja já við þessu útspili ríkissáttasemjara eftir að hafa skoðað það betur verður að koma í ljós. Ég treysti þeim til að taka rétta ákvörðun. Segi hún já við þessari innanhústillögu þá á tillagan eftir að fara fyrir félagsmenn allra félaganna sjö og erfitt er að átta sig á því hvernig það fer. Vandamálið er traust eða kannski frekar skortur á því. Það er erfitt að treysta á kerfi sem hefur unnið skipulega að því að tala niður stéttina svo mánuðum skiptir og alltaf reglulega síðustu árin. Framámenn í atvinnulífinu hafa líka verið duglegir að tala stéttina niður. Fólkið með ofurlaunin hefur ekki hikað að tjá sig, oft óumbeðið, í umræðum um að kennarar vinni lítið, hvað frammistaða þeirra sé ömurleg, hvað þeir hafi það nú gott að þeir eigi að hætta að væla o.s.frv. Það er erfitt að treysta samfélagi sem talar svona um heila stétt. En hvað sem verður þá þýðir lítið annað en að bíða fram á laugardag og vona að sú ákvörðun sem verður tekin verði til gæfu fyrir íslenskt skólastarf. Höfundur er grunnskólakennari í Garðaskóla í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Stephensen Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar þessi pistill er ritaður eru örfáir tímar síðan ríkissáttasemjari setti fram innanhústillögu sína til að reyna að höggva á hnútinn í deilu kennara og Sambands íslenskar sveitafélaga. Viðbrögð mín við þessum fréttum sem kennari eru blendin. Vissulega ákveðin óvissa þar sem ég veit ekkert meira um málið en hefur komið fram í fréttum. Samt smá léttir yfir því að mögulega sé komin fram einhverskonar lausn á þessari deilu. Lausn, sem kannski er hægt er að byggja á til framtíðar. Það eru búin að vera þung skref að fara í verkfall sem var svo frestað eftir viku og horfa núna fram á að vera aftur á leið í verkfall eftir helgi. En það er líka mikil hræðsla um að þetta sé mögulega lokanaglinn í kistuna, ef þannig má að orði komast, í þeirra vegferð að bæta stöðuna í mönnun skólanna sem er mikilvægt til að hægt sé að byggja upp öflugra menntakerfi. Hljómar mjög dramatískt hjá mér en það er nú einu sinni þannig að það er erfitt að treysta þegar reynslan sýnir að íslenskt samfélag forgangsraðar ekki börnum þegar kemur að gæðum á þjónustu. Reynslan segir mér að þetta snýst meira um að spara sem mest ef það er mögulega hægt að komast upp með það. Myglaðar skólabyggingar eru gott dæmi. Skortur á viðhaldi á skólahúsnæði hefur verið algjör og hefur skilað okkur mygluðum skólum sem hafa kostað kerfið mikið. Það virðist eins og það séu gerðar lægri kröfur til húsnæðis og aðbúnaði á „vinnustað“ barna. Annað gott dæmi er mikill skortur á útgáfu á námsefni af hálfu ríkisins fyrir íslenskt skólakerfi. Álagið á skólakerfið vegna skorts á góðu námsefni er mikið. Það litla sem gefið er út er margt af lélegum gæðum, uppfullt af villum sem eru ekki einu sinni leiðréttar fyrir endurprentun. Til að snúa við stöðunni í námsgagnframleiðslu þarf að koma til risa innspýting og metnaðarfyllri stefna MMS og þessu þarf að fylgja fé og nóg af því. Börn eiga betra skilið. Skýrasta dæmið er samt launastefnan sem er í gangi gangvart fólki sem sinnir börnum. Eftir því sem ég skoða fleiri launatölur þá verð ég altaf meira svekkt yfir því samfélagi sem við búum í. Ég vissi að mikill launamunur væri í mörgum tilfellum á milli almenna og opinbera geirans en ég vissi ekki að hið opinbera væri með jafn klára mismunun í sínu eigin kerfi, þ.e.a.s. að háskólamenntaðir sérfræðingar (kennarar) sem vinna með börnum væru lægra launaðir eftir 30 ára farsælt starf en starfsmaður með enga háskólamenntun, engin mannaforráð og litla ábyrgð á skrifstofu Sambands íslenskra sveitafélaga, nýbyrjaður í starfi. Þetta dæmi sýnir mögulega forgangsröðunin hjá sveitarfélögunum. Hvernig er hægt að treysta á virðismat sem samfélag með þessa forgangsröðun framkvæmir. Þegar ég horfir upp á forgangsröðun þeirra sem stýra launastefnu sveitarfélaganna vitandi það að mannekla í leikskólum veldur því að sveitarfélögin brjóta lög á börnum á hverjum degi þar sem það vantar 2500 menntaða starfsmenn til starfa í leikskólum landsins til að uppfylla lög um rekstur leikskóla. Á sama tíma vantar líka 4000 grunnskólakennara til starfa í grunnskólunum sem setur verulega í hættu að hægt sé að fylgja stefnu um jafnrétti til náms. Þegar staðan er þessi þá missi ég vonina um að sama samfélag eigi eftir að komast að þeirri niðurstöðu í virðismati að það eina í stöðunni sé að meta þetta starf að verðleikum og leiðrétta launin þannig að þau endurspegli mikilvægi þess og þá ábyrgð sem það felur í sér. Þannig, og aðeins þannig getum við byrjað að endurheimta menntað fólk aftur inn í stéttirnar og tryggt að þegar ungt fólk íhugar námsleiðir í háskóla að kennaranám sé möguleiki fyrir það. Kannski er eina lausnin að treysta og vona að samfélagið hafi séð ljósið. Þetta virðismat er ekki eitthvað sem er aðeins fundið upp hér á landi heldur er þetta alþjóðlega viðurkennt kerfi þannig mögulega er þetta eitthvað sem hægt er að byggja á. Það þarf eitthvað að gerast svo mikið er víst. Ástandið eins og það er núna og er búið að vera lengi gengur a.m.k. ekki. Að halda inn á nýja braut er alltaf ógnvekjandi en það getur líka verið sóknarfæri og það má enginn vera hræddur. Hvort mín forysta ákveður að segja já við þessu útspili ríkissáttasemjara eftir að hafa skoðað það betur verður að koma í ljós. Ég treysti þeim til að taka rétta ákvörðun. Segi hún já við þessari innanhústillögu þá á tillagan eftir að fara fyrir félagsmenn allra félaganna sjö og erfitt er að átta sig á því hvernig það fer. Vandamálið er traust eða kannski frekar skortur á því. Það er erfitt að treysta á kerfi sem hefur unnið skipulega að því að tala niður stéttina svo mánuðum skiptir og alltaf reglulega síðustu árin. Framámenn í atvinnulífinu hafa líka verið duglegir að tala stéttina niður. Fólkið með ofurlaunin hefur ekki hikað að tjá sig, oft óumbeðið, í umræðum um að kennarar vinni lítið, hvað frammistaða þeirra sé ömurleg, hvað þeir hafi það nú gott að þeir eigi að hætta að væla o.s.frv. Það er erfitt að treysta samfélagi sem talar svona um heila stétt. En hvað sem verður þá þýðir lítið annað en að bíða fram á laugardag og vona að sú ákvörðun sem verður tekin verði til gæfu fyrir íslenskt skólastarf. Höfundur er grunnskólakennari í Garðaskóla í Garðabæ.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun