Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Kjartan Kjartansson skrifar 31. janúar 2025 10:40 Frá undirritun þjónustusamnings Hafnarfjarðarbæjar við Framtíðar fólk ehf. um rekstur leikskólans Áshamars 23. janúar. Valdimar Víðisson, bæjarstjóri (fremst til vinstri) og Guðrún Jóna Thorarensen (fremst til hægri) með pennana á lofti. Hafnarfjarðarbær Fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar gagnrýna að meirihlutinn hafi ákveðið að nýr leikskóli í bænum yrði einkarekinn án umræðu í bæjarstjórn í trássi við sveitarstjórnarlög. Samingur um reksturinn var samþykktur á miðvikudag. Hafnarfjarðarbær auglýsti eftir aðilum sem væru áhugasamir um að reka Áshamar, nýjan leikskóla fyrir 120 börn í jaðri Hamraneshverfis 3. október. Skrifað var undir þjónustusamning við fyrirtækið Framtíðarfólk ehf. í síðustu viku. Framkvæmdastjóri Framtíðar fólks er Guðrún Jóna Thorarensen sem hefur meðal annars starfað sem leikskólastjóri hjá Reykjavíkurborg og fyrir Hjallastefnuna. Fyrirtækið var stofnað í lok desember og skráð í byrjun árs. Þegar samningurinn var lagður fyrir til samþykkis í bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar á miðvikudag fóru fulltrúar Samfylkingarinnar fram á að afgreiðslu hans yrði frestað og óskað yrði eftir greinargerð um aðdraganda hans og rök fyrir því að samið var við einkafyrirtæki um reksturinn. Frestuninni var hafnað og var samningurinn samþykktu með sjö atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Viðreisnar. Fulltrúar Samfylkingarinnar bókuðu hörð gagnrýni við vinnubrögð meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í málinu. Ákvörðunin um að nýi leikskólinn yrði einkarekinn hefði aldrei komið til umræðu í bæjarstjórn þrátt fyrir að kveðið væri á um í lögum um leikskóla að það væri hlutverk bæjarstjórna að taka ákvarðanir um útvistun reksturs leikskóla. Þá lægi engin ákvörðun fyrir innan stjórnsýslunnar um að fara út í einkarekstur leikskólans. „En meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks leitar hins vegar allra leiða til þess að halda málinu frá bæjarstjórn og er núna búinn að skrifa undir skuldbindandi samning við einkaaðila um rekstur leikskólans án þess að bæjarstjórn hafi fengið tækifæri til þess að ræða málið,“ segir í bókuninni. Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, var á meðal þeirra sem kvöddu sér hljóðs um leikskólann á bæjarstjórnarfundi á miðvikudag.Vísir/Stöð 2 Ellefu virkir dagar til að skila inn umsókn Þá segja samfylkingarfulltrúarnir að áhugasamir aðilar hafi aðeins fengið ellefu virka daga til þess að leggja inn umsóknir um reksturinn til bæjarins. Aðeins ein umsókn hafi borist og meirihlutinn hafi skrifað undir þjónustusamning við Framtíðar fólk án fyrirvara um endanlegt samþykki bæjarstjórnar. „Með vísan til ólýðræðislegra og óvandraðra vinnubragða meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks þar sem farið er á svig við sveitarstjórnarlög, auk þess að engar upplýsingar um fjárhagslega og faglega getu tilvonandi rekstraraðila liggja fyrir, sitja fulltrúar Samfylkingarinnar hjá við afgreiðslu þessa máls,“ segir í bókun Samfylkingarinnar. Kristín Thoroddsen, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bókaði á móti að fræðsluráð bæjarins hefði samþykkt þjónustusamninginn með öllum greiddum atkvæðum bæði meiri- og minnihluta. Samfylkingin á tvo fulltrúa í fræðsluráðinu. „Með tilkomu leikskólans verður fjölskylduvænt samfélag í hverfinu styrkt enn frekar, og tryggð verður öflug og framsýn leikskólastarfsemi sem mætir þörfum ungra barna og fjölskyldna í ört vaxandi bæjarhluta,“ segir í bókun Kristínar. Hafnarfjörður Leikskólar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Hafnarfjarðarbær auglýsti eftir aðilum sem væru áhugasamir um að reka Áshamar, nýjan leikskóla fyrir 120 börn í jaðri Hamraneshverfis 3. október. Skrifað var undir þjónustusamning við fyrirtækið Framtíðarfólk ehf. í síðustu viku. Framkvæmdastjóri Framtíðar fólks er Guðrún Jóna Thorarensen sem hefur meðal annars starfað sem leikskólastjóri hjá Reykjavíkurborg og fyrir Hjallastefnuna. Fyrirtækið var stofnað í lok desember og skráð í byrjun árs. Þegar samningurinn var lagður fyrir til samþykkis í bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar á miðvikudag fóru fulltrúar Samfylkingarinnar fram á að afgreiðslu hans yrði frestað og óskað yrði eftir greinargerð um aðdraganda hans og rök fyrir því að samið var við einkafyrirtæki um reksturinn. Frestuninni var hafnað og var samningurinn samþykktu með sjö atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Viðreisnar. Fulltrúar Samfylkingarinnar bókuðu hörð gagnrýni við vinnubrögð meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í málinu. Ákvörðunin um að nýi leikskólinn yrði einkarekinn hefði aldrei komið til umræðu í bæjarstjórn þrátt fyrir að kveðið væri á um í lögum um leikskóla að það væri hlutverk bæjarstjórna að taka ákvarðanir um útvistun reksturs leikskóla. Þá lægi engin ákvörðun fyrir innan stjórnsýslunnar um að fara út í einkarekstur leikskólans. „En meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks leitar hins vegar allra leiða til þess að halda málinu frá bæjarstjórn og er núna búinn að skrifa undir skuldbindandi samning við einkaaðila um rekstur leikskólans án þess að bæjarstjórn hafi fengið tækifæri til þess að ræða málið,“ segir í bókuninni. Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, var á meðal þeirra sem kvöddu sér hljóðs um leikskólann á bæjarstjórnarfundi á miðvikudag.Vísir/Stöð 2 Ellefu virkir dagar til að skila inn umsókn Þá segja samfylkingarfulltrúarnir að áhugasamir aðilar hafi aðeins fengið ellefu virka daga til þess að leggja inn umsóknir um reksturinn til bæjarins. Aðeins ein umsókn hafi borist og meirihlutinn hafi skrifað undir þjónustusamning við Framtíðar fólk án fyrirvara um endanlegt samþykki bæjarstjórnar. „Með vísan til ólýðræðislegra og óvandraðra vinnubragða meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks þar sem farið er á svig við sveitarstjórnarlög, auk þess að engar upplýsingar um fjárhagslega og faglega getu tilvonandi rekstraraðila liggja fyrir, sitja fulltrúar Samfylkingarinnar hjá við afgreiðslu þessa máls,“ segir í bókun Samfylkingarinnar. Kristín Thoroddsen, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bókaði á móti að fræðsluráð bæjarins hefði samþykkt þjónustusamninginn með öllum greiddum atkvæðum bæði meiri- og minnihluta. Samfylkingin á tvo fulltrúa í fræðsluráðinu. „Með tilkomu leikskólans verður fjölskylduvænt samfélag í hverfinu styrkt enn frekar, og tryggð verður öflug og framsýn leikskólastarfsemi sem mætir þörfum ungra barna og fjölskyldna í ört vaxandi bæjarhluta,“ segir í bókun Kristínar.
Hafnarfjörður Leikskólar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira