Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. janúar 2025 10:57 Páll Óskar tekur meiðslunum af æðruleysi. Vísir/Vilhelm Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari kjálkabrotnaði illa eftir að hann féll í yfirlið á heimili sínu á sunnudaginn. Hann segir ástæðuna fyrir yfirliðinu mega rekja til hjartagalla en hann hefur verið á hjartalyfjum síðustu þrjú ár. Páll Óskar gefur í dag út nýtt lag, tekur meiðslunum af æðruleysi og ætlar að vera kominn aftur á svið eftir örfáa mánuði. Þetta kom fram á Bylgjunni þar sem Páll Óskar ræddi við Ívar Guðmunds í beinni útsendingu. Hann segir það kaldhæðni örlaganna að hann gefi í dag út nýtt lag, sem ber nafnið Allt í lagi. Í hjartaþræðingu fyrir þremur árum „Ég ætla að vona að þú heyrir til mín, ég er hérna heima hjá mér í góðu yfirlæti. Málið er að ég er kjálkabrotinn. Sem betur fer þá beit ég ekki í tunguna á mér, það er erfiðara að gera við tunguna heldur en tennurnar í manni,“ segir Páll Óskar sem fór yfir atburðarásina. „Ég þarf að lifa með því að fyrir þremur árum síðan þá leið yfir mig í sturtu og mér brá mjög mikið, ég fór strax morguninn eftir til heimilislæknis sem sendi mig bara í allar rannsóknir sem hægt er að fara í,“ útskýrir Palli. Hann hafi farið í hjartaþræðingu þar sem hafi fundist æðagúlpur. Var tekin sú ákvörðun að setja hann á hjartalyf, sem hann hefur tekið síðustu þrjú ár og þarf að gera það sem eftir er ævinnar. „En ég þarf að búa við það að útaf þessum hjartagalla að þá getur liðið yfir mig. Ef ég er undir kannski ákveðnum kringumstæðum eða ef ég hreinlega hleð of miklu álagi á sjálfan mig. Það gerist bara á sunnudaginn. Ég er búinn að vinna yfir mig. Þetta er engum öðrum að kenna nema mér.“ Ætlaði bara á klósettið „Ég ætlaði bara að fara á klósettið hérna klukkan tvö eftir hádegi á sunnudaginn. Sem betur var Antonio heima og einn sameiginlegur vinur okkar. Ég var orðinn hvítur í framan og ætlaði að fara að labba af stað, en ég missi fótana, missi máttinn og það líður yfir mig og ég lendi á andlitinu og kjálkinn tók höggið.“ Hann er því þríbrotinn í kjálkanum. Páll Óskar segir að allar fyllingar hafi farið úr tönnunum og sjö jaxlar brotnað. Skurðlæknir hafi svo tekið tvo til viðbótar í aðgerð á Landspítalanum. Þá segir Ívar Guðmunds að það sé ótrúlegt að Palli geti yfirhöfuð talað? „Ég er með víra og teygjur til að halda kjálkanum saman og koma honum aftur á hjarirnar. Nú tekur við bataferli. Ég verð með þessa víra örugglega í sex vikur í viðbót. Ég er að fara að hitta lækninn á eftir, hann er að fara að kíkja á þetta og sjá hvernig honum lýst á.“ Ætlar að mæta fljótt aftur upp á svið „Svo taka við tannlækningar en vegna þess að ég get tjáð mig svona núna get ég lofað þér því að á milli 1. apríl og 1. maí, ég verð mættur aftur og byrjaður að syngja. Það þýðir ekkert annað. Þetta er allt spurning um og ég skil núna mætavel íþróttafólk og fótboltamenn sem upplifa meiðsl, veistu, viðhorfið, attitjúdið skiptir öllu máli. Öllu máli. Ekki reyna að benda á einhvern, ekki kenna öðrum um, það er eyðsla á orku.“ Hann segist ætla að passa sig að líta ekki í baksýnisspegilinn. Það sé ástæða fyrir því að framrúðan sé stærri. „Nú tekur við hvíld, ég jafna mig, svo tekur við sjúkraþjálfun, ég fæ kannski kærkomna hvíld í leiðinni. Ég er mjög bjartsýnn á það að eftir svona tvo mánuði verði ég kominn í gang.“ Antonio meira brugðið Þetta er áfall? „Þetta er áfall. Ég get lofað þér því að Antonio maðurinn minn fékk eiginlega meira áfall en ég. Ég sjálfur auðvitað datt út og ranka við mér þegar þeir eru að ná í mig hérna heima í sjúkrabílnum.“ Páll Óskar hrósar starfsfólki Landspítalans í Fossvogi í hástert. Nú taki við bataferli í hænuskrefum, hann ætlar að passa sig á því að hafa húmor fyrir öllu saman. „Af því það er líka ógeðslega fyndið í sjálfu sér að ég sé kjálkabrotinn heima hjá mér og að það sé að koma út lag í dag sem heitir Allt í lagi.“ Lag um áhyggjur Páll Óskar segir nýja lagið hafa verið frumflutt í gær í Hljómskálanum. Kiddi Hjálmur stundi það að koma saman listamönnum sem þekkjast ekki sérstaklega vel og þarna hafi hann komið Palla saman með Benna Hemm Hemm. Þeir höfðu aldrei hists en hlutirnir fóru svo sannarlega á flug. Þeir hafi samið fleiri en eitt lög við fyrsta hitting. „Við Benni horfðum á hvorn annan og spurðum: Hvað gerist ef við hittumst þrisvar sinnum, koma tólf lög? Og núna er eiginlega bara tilbúin hjá okkur alveg dásamleg tólf laga plata. Sem við erum að leggja lokahönd á, ég reyndar átti eftir að syngja svona fjögur, fimm lög. Annars voru allar upptökurnar komnar og klárar og við getum haldið áfram, þó ég sé svona í kjaftinum, getum við haldið áfram að vinna og mixa og við nýtum tímann.“ Hann segir það fyndna í þessu vera að lagið sé í raun lag um áhyggjur. Hann hafi sjálfur oftar en ekki fallið í þann forarpytt að hafa áhyggjur af hlutum sem gerast síðan aldrei. „Þegar ég fatta að þeir gerast ekki þá geri ég mér grein fyrir því að vá, djöfull eyddi ég mikilli óþarfa orku í að hafa áhyggjur af einhverju sem gerist ekki, þetta er bara svona tuð. Þannig að versin í laginu er bara ég að tuða en svo er svo auðveld leið út úr þessu, það er bara að draga djúpt andann, anda út og inn, þá nær maður aftur jarðtengingu og kemst aftur í gang og gerir sér grein fyrir því að bíddu hlutirnir eru kannski ekki jafn slæmir eins og maður málar þá og eins og við höldum.“ Tónlist Bylgjan Ástin og lífið Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Sjá meira
Þetta kom fram á Bylgjunni þar sem Páll Óskar ræddi við Ívar Guðmunds í beinni útsendingu. Hann segir það kaldhæðni örlaganna að hann gefi í dag út nýtt lag, sem ber nafnið Allt í lagi. Í hjartaþræðingu fyrir þremur árum „Ég ætla að vona að þú heyrir til mín, ég er hérna heima hjá mér í góðu yfirlæti. Málið er að ég er kjálkabrotinn. Sem betur fer þá beit ég ekki í tunguna á mér, það er erfiðara að gera við tunguna heldur en tennurnar í manni,“ segir Páll Óskar sem fór yfir atburðarásina. „Ég þarf að lifa með því að fyrir þremur árum síðan þá leið yfir mig í sturtu og mér brá mjög mikið, ég fór strax morguninn eftir til heimilislæknis sem sendi mig bara í allar rannsóknir sem hægt er að fara í,“ útskýrir Palli. Hann hafi farið í hjartaþræðingu þar sem hafi fundist æðagúlpur. Var tekin sú ákvörðun að setja hann á hjartalyf, sem hann hefur tekið síðustu þrjú ár og þarf að gera það sem eftir er ævinnar. „En ég þarf að búa við það að útaf þessum hjartagalla að þá getur liðið yfir mig. Ef ég er undir kannski ákveðnum kringumstæðum eða ef ég hreinlega hleð of miklu álagi á sjálfan mig. Það gerist bara á sunnudaginn. Ég er búinn að vinna yfir mig. Þetta er engum öðrum að kenna nema mér.“ Ætlaði bara á klósettið „Ég ætlaði bara að fara á klósettið hérna klukkan tvö eftir hádegi á sunnudaginn. Sem betur var Antonio heima og einn sameiginlegur vinur okkar. Ég var orðinn hvítur í framan og ætlaði að fara að labba af stað, en ég missi fótana, missi máttinn og það líður yfir mig og ég lendi á andlitinu og kjálkinn tók höggið.“ Hann er því þríbrotinn í kjálkanum. Páll Óskar segir að allar fyllingar hafi farið úr tönnunum og sjö jaxlar brotnað. Skurðlæknir hafi svo tekið tvo til viðbótar í aðgerð á Landspítalanum. Þá segir Ívar Guðmunds að það sé ótrúlegt að Palli geti yfirhöfuð talað? „Ég er með víra og teygjur til að halda kjálkanum saman og koma honum aftur á hjarirnar. Nú tekur við bataferli. Ég verð með þessa víra örugglega í sex vikur í viðbót. Ég er að fara að hitta lækninn á eftir, hann er að fara að kíkja á þetta og sjá hvernig honum lýst á.“ Ætlar að mæta fljótt aftur upp á svið „Svo taka við tannlækningar en vegna þess að ég get tjáð mig svona núna get ég lofað þér því að á milli 1. apríl og 1. maí, ég verð mættur aftur og byrjaður að syngja. Það þýðir ekkert annað. Þetta er allt spurning um og ég skil núna mætavel íþróttafólk og fótboltamenn sem upplifa meiðsl, veistu, viðhorfið, attitjúdið skiptir öllu máli. Öllu máli. Ekki reyna að benda á einhvern, ekki kenna öðrum um, það er eyðsla á orku.“ Hann segist ætla að passa sig að líta ekki í baksýnisspegilinn. Það sé ástæða fyrir því að framrúðan sé stærri. „Nú tekur við hvíld, ég jafna mig, svo tekur við sjúkraþjálfun, ég fæ kannski kærkomna hvíld í leiðinni. Ég er mjög bjartsýnn á það að eftir svona tvo mánuði verði ég kominn í gang.“ Antonio meira brugðið Þetta er áfall? „Þetta er áfall. Ég get lofað þér því að Antonio maðurinn minn fékk eiginlega meira áfall en ég. Ég sjálfur auðvitað datt út og ranka við mér þegar þeir eru að ná í mig hérna heima í sjúkrabílnum.“ Páll Óskar hrósar starfsfólki Landspítalans í Fossvogi í hástert. Nú taki við bataferli í hænuskrefum, hann ætlar að passa sig á því að hafa húmor fyrir öllu saman. „Af því það er líka ógeðslega fyndið í sjálfu sér að ég sé kjálkabrotinn heima hjá mér og að það sé að koma út lag í dag sem heitir Allt í lagi.“ Lag um áhyggjur Páll Óskar segir nýja lagið hafa verið frumflutt í gær í Hljómskálanum. Kiddi Hjálmur stundi það að koma saman listamönnum sem þekkjast ekki sérstaklega vel og þarna hafi hann komið Palla saman með Benna Hemm Hemm. Þeir höfðu aldrei hists en hlutirnir fóru svo sannarlega á flug. Þeir hafi samið fleiri en eitt lög við fyrsta hitting. „Við Benni horfðum á hvorn annan og spurðum: Hvað gerist ef við hittumst þrisvar sinnum, koma tólf lög? Og núna er eiginlega bara tilbúin hjá okkur alveg dásamleg tólf laga plata. Sem við erum að leggja lokahönd á, ég reyndar átti eftir að syngja svona fjögur, fimm lög. Annars voru allar upptökurnar komnar og klárar og við getum haldið áfram, þó ég sé svona í kjaftinum, getum við haldið áfram að vinna og mixa og við nýtum tímann.“ Hann segir það fyndna í þessu vera að lagið sé í raun lag um áhyggjur. Hann hafi sjálfur oftar en ekki fallið í þann forarpytt að hafa áhyggjur af hlutum sem gerast síðan aldrei. „Þegar ég fatta að þeir gerast ekki þá geri ég mér grein fyrir því að vá, djöfull eyddi ég mikilli óþarfa orku í að hafa áhyggjur af einhverju sem gerist ekki, þetta er bara svona tuð. Þannig að versin í laginu er bara ég að tuða en svo er svo auðveld leið út úr þessu, það er bara að draga djúpt andann, anda út og inn, þá nær maður aftur jarðtengingu og kemst aftur í gang og gerir sér grein fyrir því að bíddu hlutirnir eru kannski ekki jafn slæmir eins og maður málar þá og eins og við höldum.“
Tónlist Bylgjan Ástin og lífið Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Sjá meira