Lewandowski tryggði Barcelona sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2025 12:30 Robert Lewandowski fagnar sigurmarki sínu fyrir Barcelona í dag. Getty/David Ramos Barcelona nýtti sér tap Real Madrid í gær og minnkaði forskot erkifjendanna í fjögur stig með 1-0 heimasigri á Alaves í spænsku deildinni í dag. Pólski framherjinn Robert Lewandowski skoraði sitt átjánda deildarmark á 61. mínútu og það reyndist vera eina mark leiksins. Barcelona er með 45 stig, þremur minna en Atletico Madrid í öðru sæti og fjórum minna en topplið Real Madrid. Þessi leikur var þó enginn dans á rósum. Gavi fór meiddur af velli eftir fjórtán mínútna leik og Börungar biðu í meira en klukkutíma eftir sigurmarkinu. Deportivo Alaves skapaði sér samt afar lítið í leiknum og var aðeins með 0,09 í xG, áætluðum mörkum. Barcelona bauð svo sem ekki upp á neina stórsókn, liðið náði bara fjórum skotum á markið og var með 0,95 í xG. Sigurmarkið skoraði Lewandowski eftir enn eina stoðsendinguna frá Lamine Yamal. Yamal er kominn með tíu stoðsendingar í deildinni á tímabilinu og er langefstur í La Liga á þessari leiktíð. Spænski boltinn
Barcelona nýtti sér tap Real Madrid í gær og minnkaði forskot erkifjendanna í fjögur stig með 1-0 heimasigri á Alaves í spænsku deildinni í dag. Pólski framherjinn Robert Lewandowski skoraði sitt átjánda deildarmark á 61. mínútu og það reyndist vera eina mark leiksins. Barcelona er með 45 stig, þremur minna en Atletico Madrid í öðru sæti og fjórum minna en topplið Real Madrid. Þessi leikur var þó enginn dans á rósum. Gavi fór meiddur af velli eftir fjórtán mínútna leik og Börungar biðu í meira en klukkutíma eftir sigurmarkinu. Deportivo Alaves skapaði sér samt afar lítið í leiknum og var aðeins með 0,09 í xG, áætluðum mörkum. Barcelona bauð svo sem ekki upp á neina stórsókn, liðið náði bara fjórum skotum á markið og var með 0,95 í xG. Sigurmarkið skoraði Lewandowski eftir enn eina stoðsendinguna frá Lamine Yamal. Yamal er kominn með tíu stoðsendingar í deildinni á tímabilinu og er langefstur í La Liga á þessari leiktíð.