„ACT4 er með mörg járn í eldinum og lauk nýlega tökum á sinni fyrstu sjónvarpsþáttaröð, Reykjavik Fusion fyrir Símann og þess vegna skiptir miklu máli fyrir okkur að ráða fólk rétta fólkið til starfa. Milla er snilldar starfskraftur með fjölbreytta reynslu sem mun nýtast ACT4 á margan hátt og það eru forréttindi að fá svo öfluga manneskju í lið með okkur,“ er haft eftir Ólafi Darra Ólafssyni, leikari og einum eigenda ACT4, í fréttatilkynningu.
Í tilkynningu segir að Milla Ósk hafi áður verið aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, og mennta- og menningarmálaráðherra. Þar áður hafi hún starfað hjá Ríkisútvarpinu sem fréttamaður og aðstoðarframleiðandi frétta, auk þess að sinna dagskrárgerð í útvarpi og sjónvarpi. Milla Ósk sé með ML-próf í lögfræði frá Háskóla Reykjavíkur.
Milla Ósk er eiginkona Einars Þorsteinssonar borgarstjóra. Þau eiga saman eitt barn.