Félagaskipti Durán gengu formlega í gegn rétt áðan en hafa verið svo gott sem staðfest í nokkra daga. Aston Villa er talið fá rúmlega 64 milljónir punda fyrir Durán, sem var keypur á aðeins 15 milljónir fyrir tveimur árum síðan, samkvæmt Sky Sports.
Háværir orðrómar hafa einnig heyrst um að Ollie Watkins sé á förum frá félaginu, Arsenal hefur boðið í hann en því tilboði var hafnað.
„Já, hann vill glaður vera áfram,“ sagði Emery þegar hann var spurður hvort Watkins hefði sýnt áhuga á því að vera áfram hjá Aston Villa.

„Þið getið spurt hann, við spurjum hann á hverjum degi, hverju ári og alltaf hefur hann verið ánægður hjá Aston Villa. Ollie Watkins er tryggur félaginu. Hann kann að meta stuðninginn sem Aston Villa hefur veitt honum, hvernig við höfum unnið með honum og reynt að ná því besta úr honum,“ sagði Emery einnig á blaðamannafundinum í dag þegar hann var spurður út í framtíð Watkins.
Félagaskiptaglugginn lokar á mánudag, vendingar gætu því orðið í málinu. Það má þó gera ráð fyrir Ollie Watkins í byrjunarliðinu gegn Wolves á morgun.
Aston Villa er að leita að eftirmanni fyrir Durán og hafa Joao Felix og Marco Asensio helst verið nefnir í þeim efnum. TalkSport greindi svo frá því að Marcus Rashford lægi einnig undir smásjá félagsins.