Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2025 13:57 Ísak Bergmann Jóhannesson hefur verið sjóðandi heitur með liði Fortuna Düsseldorf í síðustu leikjum og skoraði frábært mark í dag. Getty/Lars Baron Ísak Bergmann Jóhannesson og félagar i Fortuna Düsseldorf unnu dýrmætan 3-2 sigur á Ulm í þýsku b-deildinni í fótbolta í dag. Ísak Bergmann skoraði fyrsta mark liðsins í leiknum. Þetta var sjöunda deildarmark Ísaks á tímabilinu þar af það fimmta sem hann skorar í síðustu sjö leikjum. Ísak Bergmann spilaði allan leikinn en Valgeir Lunddal Friðriksson var tekinn af velli í hálfleik. Düsseldorf skoraði tvö mörk á fyrstu fimmtán mínútum leiksins en Ulm náði tvisvar sinnum að jafna metin. Sigurmark Düsseldorf kom úr vítaspyrnu á 60. mínútu leiksins. Ísak Bergmann skoraði markið sitt á níundu mínútu með þrumuskoti af löngu færi. Þetta var svona mark að hætti pabba hans en Jóhannes Karl Guðjónsson var þekktur fyrir að skora af löngu færi á sínum ferli. Dawid Kownacki kom liðinu í 2-0 á 15. mínútu og skoraði einnig sigurmarkið úr vítaspyrnunni. Aaron Keller jafnaði metin í 1-1 á 13. mínútu og Oliver Batista Meier jafnaði metin í 2-2 á 52. mínútu. Düsseldorf vann þarna sinn annan deildarleik í röð og komst fyrir vikið upp í þriðja sæti deildarinnar. Liðið byrjaði tímabilið vel en gekk síðan illa að landa sigrum í jólamánuðinum. Liðið er einu stigi á eftir Hamburger SV sem er í öðru sæti og á líka leik inni. Köln er síðan í efst sætinu með 37 stig eða fjórum stigum meira en Düsseldorf. Jón Dagur Þorsteinsson sat allan tímann á bekknum þegar lið hans Hertha Berlin tapaði 2-0 á útivelli á móti Regensburg. Hertha Berlin er í tólfta sæti deildarinnar eftir sinn annan tapleik í röð. Þýski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Sjá meira
Ísak Bergmann skoraði fyrsta mark liðsins í leiknum. Þetta var sjöunda deildarmark Ísaks á tímabilinu þar af það fimmta sem hann skorar í síðustu sjö leikjum. Ísak Bergmann spilaði allan leikinn en Valgeir Lunddal Friðriksson var tekinn af velli í hálfleik. Düsseldorf skoraði tvö mörk á fyrstu fimmtán mínútum leiksins en Ulm náði tvisvar sinnum að jafna metin. Sigurmark Düsseldorf kom úr vítaspyrnu á 60. mínútu leiksins. Ísak Bergmann skoraði markið sitt á níundu mínútu með þrumuskoti af löngu færi. Þetta var svona mark að hætti pabba hans en Jóhannes Karl Guðjónsson var þekktur fyrir að skora af löngu færi á sínum ferli. Dawid Kownacki kom liðinu í 2-0 á 15. mínútu og skoraði einnig sigurmarkið úr vítaspyrnunni. Aaron Keller jafnaði metin í 1-1 á 13. mínútu og Oliver Batista Meier jafnaði metin í 2-2 á 52. mínútu. Düsseldorf vann þarna sinn annan deildarleik í röð og komst fyrir vikið upp í þriðja sæti deildarinnar. Liðið byrjaði tímabilið vel en gekk síðan illa að landa sigrum í jólamánuðinum. Liðið er einu stigi á eftir Hamburger SV sem er í öðru sæti og á líka leik inni. Köln er síðan í efst sætinu með 37 stig eða fjórum stigum meira en Düsseldorf. Jón Dagur Þorsteinsson sat allan tímann á bekknum þegar lið hans Hertha Berlin tapaði 2-0 á útivelli á móti Regensburg. Hertha Berlin er í tólfta sæti deildarinnar eftir sinn annan tapleik í röð.
Þýski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Sjá meira