Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2025 14:29 Chris Wood fagnar einu marka sinna með þeim Anthony Elanga, Morgan Gibbs-White og Elliot Anderson. Nottingham Forest fór á kostum í dag. Getty/Dan Istitene Nottingham Forest steinlá óvænt í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi en hrista það af sér strax og komst upp að hlið Arsenal með 7-0 stórsigri á Brighton & Hove Albion. Leikmenn Forest hafa komið mikið á óvart í vetur með því að vera í hópi efstu liða og einhverjar hafa jafnvel talið að stórtapið á móti Bournemouth á dögunum þýddi að blaðran væri sprungin. Forest liðið sýndi í dag að það tap var bara slys. Leikmenn liðsins fóru á kostum í stórsigri í dag á liðinu í níunda sæti. Það er ekki á hverjum degi sem lið skora sjö mörk í leik í ensku úrvalsdeildinni og það er óhætt að segja að stuðningsmenn Forest hafi notuð dagsins á City Ground. Enginn lék betur en Anthony Elanga sem gaf þrjár stoðsendingar en það var ekki eina þrennan í leiknum því Chris Wood skoraði þrjú mörk fyrir Forest. Wood skoraði þrjú síðustu mörk Forest en það þriðja kom úr víti. Hin tvö komu af stuttu færi eftir frábærar stoðsendingar frá Elanga. Elanga lagði einnig upp annað markið fyrir Morgan Gibbs-White sem skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Það hjálpaði mikið til að Brighton komu mótherjum sínum yfir því fyrsta mark leiksins var sjálfsmark Lewis Dunk strax á 12. mínútu. Þrettán mínútum síðar var Gibbs-White búinn að koma Forest í 2-0 og þriðja markið kom síðan eftir aðseins 32 mínútna leik. Fjögur mörk komu síðan í seinni hálfleiknum. Síðustu tvö mörkin skoruðu þeir Neco Williams og Jota Silva alveg í blálokin og breyttu kvöldi í algjöran hrylling fyrir gestina frá Brighton. Wood hefur nú skorað sautján deildarmörk á leiktíðinni og er aðeins tveimur mörkum á eftir Mo Salah sem er markahæstur með nítján mörk. Elanga er síðan kominn með átta stoðsendingar. Wood varð líka þarna fyrstur til að skora þrennu fyrir Forest í efstu deild síðan Nigel Clough gerði það í desember 1987. Enski boltinn Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Sjá meira
Leikmenn Forest hafa komið mikið á óvart í vetur með því að vera í hópi efstu liða og einhverjar hafa jafnvel talið að stórtapið á móti Bournemouth á dögunum þýddi að blaðran væri sprungin. Forest liðið sýndi í dag að það tap var bara slys. Leikmenn liðsins fóru á kostum í stórsigri í dag á liðinu í níunda sæti. Það er ekki á hverjum degi sem lið skora sjö mörk í leik í ensku úrvalsdeildinni og það er óhætt að segja að stuðningsmenn Forest hafi notuð dagsins á City Ground. Enginn lék betur en Anthony Elanga sem gaf þrjár stoðsendingar en það var ekki eina þrennan í leiknum því Chris Wood skoraði þrjú mörk fyrir Forest. Wood skoraði þrjú síðustu mörk Forest en það þriðja kom úr víti. Hin tvö komu af stuttu færi eftir frábærar stoðsendingar frá Elanga. Elanga lagði einnig upp annað markið fyrir Morgan Gibbs-White sem skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Það hjálpaði mikið til að Brighton komu mótherjum sínum yfir því fyrsta mark leiksins var sjálfsmark Lewis Dunk strax á 12. mínútu. Þrettán mínútum síðar var Gibbs-White búinn að koma Forest í 2-0 og þriðja markið kom síðan eftir aðseins 32 mínútna leik. Fjögur mörk komu síðan í seinni hálfleiknum. Síðustu tvö mörkin skoruðu þeir Neco Williams og Jota Silva alveg í blálokin og breyttu kvöldi í algjöran hrylling fyrir gestina frá Brighton. Wood hefur nú skorað sautján deildarmörk á leiktíðinni og er aðeins tveimur mörkum á eftir Mo Salah sem er markahæstur með nítján mörk. Elanga er síðan kominn með átta stoðsendingar. Wood varð líka þarna fyrstur til að skora þrennu fyrir Forest í efstu deild síðan Nigel Clough gerði það í desember 1987.
Enski boltinn Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Sjá meira