Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar 1. febrúar 2025 15:23 Grein Víðis Sigurðssonar í Morgunblaðinu um aðkomu Gunnars Magnússonar að leik Íslands og Króatíu á HM kom mér á óvart. Að mála Gunnar sem einhvers konar föðurlandssvikara er í besta falli ósanngjarnt og til skammar. Hann er einn af traustustu og reynslumestu aðilum íslensks handbolta. Hann hefur unnið ötullega fyrir HSÍ í áratugi og var meðal annars mér til aðstoðar í undirbúningi fyrir EM 2018 í Króatíu, án þess að þiggja krónu fyrir. Dagur Sigurðsson var ráðinn landsliðsþjálfari Króatíu í lok febrúar 2024 og fljótlega réð hann Gunnar Magnússon sér til aðstoðar við leikgreiningu. Það er fráleitt að ætlast til þess að Gunnar hefði átt að hafna starfinu af því að hann gæti einhvern tíma staðið frammi fyrir þeim möguleika að mæta Íslandi. Átti hann að afþakka starfið þegar Dagur bauð honum það af því það væri siðferðilega rangt því Króatía gæti mögulega mætt Íslandi í framtíðinni? Átti hann að hætta þegar ljóst var að þessi lönd gætu hugsanlega mæst á HM 2025 eftir að dregið var í riðla í maí 2024? Eða átti hann að neita að vinna sína vinnu fyrir Íslandsleikinn? Ef Gunnar sjálfur væri þjálfari Króatíu, hvað þá? Mega þá landsliðsþjálfarar Íslands ekki verða landsliðsþjálfarar annarra landa ef þeim byðist það - væri það siðferðilega rangt? Að auki eru fullyrðingar um að Gunnar hafi afhent mikilvægar „innanhússupplýsingar“ einnig út í hött. Hvaða leyndarmál gæti hann mögulega haft sem skipti sköpum sem ekki væri sjáanlegt í leik liðsins eða á myndbandsupptökum? Hann hefur ekki unnið með núverandi landsliðsþjálfurum Íslands og Ísland hafði þegar spilað fjóra leiki á HM áður en það mætti Króatíu. Það sem áhorfendur og sérfræðingar sjá í leik liðsins er aðgengilegt öllum með grunnþekkingu á leikgreiningu. Ennfremur er farið inn á meint siðferði Gunnars, að hann hafi ekki átt að greina leik Íslands af siðferðislegum ástæðum. En þá spyr ég, hvenær væri það þá siðferðislega rétt fyrir Gunnar að greina Íslenska landsliðið fyrir Króatíu? Á næsta móti eða þarnæsta? Eða aldrei? Þetta stenst auðvitað enga skoðun. Að setja Gunnar Magnússon undir þennan siðferðislega hatt, eingöngu vegna þess að hann hafi unnið við greiningar með síðasta landsliðsþjálfara Íslands, er í einu orði sagt fáránlegt. Við verðum að geta tekið ábyrgð á eigin mistökum í stað þess að leita að blórabögglum. Íslenska liðið var einfaldlega illa undirbúið fyrir leikinn gegn Króatíu, taktískt en einnig andlega, ýmist rangar eða engar ákvarðanir teknar í leiknum sjálfum og leikmenn ekki klárir í þá orrustu sem beið þeirra. Að kenna Gunnari um hrakfarir liðsins er einfaldlega hlægilegt og okkur til minnkunar. Mér þykir miður að Morgunblaðið hafi birt þessa grein og tel að Gunnar eigi skilið afsökunarbeiðni – maður sem hefur lagt íslenskum handbolta mikið til. Greinin hefði mikið frekar átt að snúast um þakklæti íslensks handbolta fyrir hans óeigingjarna starf - og óska honum til hamingju með frábæran árangur sem af er á HM 2025 Höfundur er fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Handbolti HM karla í handbolta 2025 HSÍ Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Grein Víðis Sigurðssonar í Morgunblaðinu um aðkomu Gunnars Magnússonar að leik Íslands og Króatíu á HM kom mér á óvart. Að mála Gunnar sem einhvers konar föðurlandssvikara er í besta falli ósanngjarnt og til skammar. Hann er einn af traustustu og reynslumestu aðilum íslensks handbolta. Hann hefur unnið ötullega fyrir HSÍ í áratugi og var meðal annars mér til aðstoðar í undirbúningi fyrir EM 2018 í Króatíu, án þess að þiggja krónu fyrir. Dagur Sigurðsson var ráðinn landsliðsþjálfari Króatíu í lok febrúar 2024 og fljótlega réð hann Gunnar Magnússon sér til aðstoðar við leikgreiningu. Það er fráleitt að ætlast til þess að Gunnar hefði átt að hafna starfinu af því að hann gæti einhvern tíma staðið frammi fyrir þeim möguleika að mæta Íslandi. Átti hann að afþakka starfið þegar Dagur bauð honum það af því það væri siðferðilega rangt því Króatía gæti mögulega mætt Íslandi í framtíðinni? Átti hann að hætta þegar ljóst var að þessi lönd gætu hugsanlega mæst á HM 2025 eftir að dregið var í riðla í maí 2024? Eða átti hann að neita að vinna sína vinnu fyrir Íslandsleikinn? Ef Gunnar sjálfur væri þjálfari Króatíu, hvað þá? Mega þá landsliðsþjálfarar Íslands ekki verða landsliðsþjálfarar annarra landa ef þeim byðist það - væri það siðferðilega rangt? Að auki eru fullyrðingar um að Gunnar hafi afhent mikilvægar „innanhússupplýsingar“ einnig út í hött. Hvaða leyndarmál gæti hann mögulega haft sem skipti sköpum sem ekki væri sjáanlegt í leik liðsins eða á myndbandsupptökum? Hann hefur ekki unnið með núverandi landsliðsþjálfurum Íslands og Ísland hafði þegar spilað fjóra leiki á HM áður en það mætti Króatíu. Það sem áhorfendur og sérfræðingar sjá í leik liðsins er aðgengilegt öllum með grunnþekkingu á leikgreiningu. Ennfremur er farið inn á meint siðferði Gunnars, að hann hafi ekki átt að greina leik Íslands af siðferðislegum ástæðum. En þá spyr ég, hvenær væri það þá siðferðislega rétt fyrir Gunnar að greina Íslenska landsliðið fyrir Króatíu? Á næsta móti eða þarnæsta? Eða aldrei? Þetta stenst auðvitað enga skoðun. Að setja Gunnar Magnússon undir þennan siðferðislega hatt, eingöngu vegna þess að hann hafi unnið við greiningar með síðasta landsliðsþjálfara Íslands, er í einu orði sagt fáránlegt. Við verðum að geta tekið ábyrgð á eigin mistökum í stað þess að leita að blórabögglum. Íslenska liðið var einfaldlega illa undirbúið fyrir leikinn gegn Króatíu, taktískt en einnig andlega, ýmist rangar eða engar ákvarðanir teknar í leiknum sjálfum og leikmenn ekki klárir í þá orrustu sem beið þeirra. Að kenna Gunnari um hrakfarir liðsins er einfaldlega hlægilegt og okkur til minnkunar. Mér þykir miður að Morgunblaðið hafi birt þessa grein og tel að Gunnar eigi skilið afsökunarbeiðni – maður sem hefur lagt íslenskum handbolta mikið til. Greinin hefði mikið frekar átt að snúast um þakklæti íslensks handbolta fyrir hans óeigingjarna starf - og óska honum til hamingju með frábæran árangur sem af er á HM 2025 Höfundur er fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun