„Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Andri Már Eggertsson skrifar 2. febrúar 2025 19:32 Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, var ánægður með sigurinn Vísir/ Jón Gautur Þór Þorlákshöfn vann Hauka með minnsta mun 99-100 á útivelli. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar var afar ánægður með sigurinn og þá staðreynd að þetta var fyrsti sigur Þórs á útivelli síðan 24. október. „Við erum búnir að tapa með þremur stigum eða minna á móti Njarðvík, KR og ÍR. Það var sætt að vinna einn jafnan leik og við vorum búnir að tapa tveimur í röð og það var gott að vinna Hauka í Ólafssal og þetta er lið sem vann Tindastól á heimavelli,“ sagði Lárus ánægður með sigurinn. Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur þar sem Haukar gerðu 37 stig í fyrsta leikhluta en aðeins 15 stig í öðrum leikhluta. „Það var meiri ákefð varnarlega. Við vorum að gefa ákveðnum leikmönnum skot sem voru að hitta. Ég held að þeir hafi verið með 75 prósent skotnýtingu eftir fyrsta leikhluta og við spiluðum betri vörn í öðrum leikhluta. Þriðji leikhluti var síðan góður fyrir utan síðustu tvær mínúturnar sem varð til þess að Haukar komust aftur inn í leikinn.“ Lárus fór yfir æsispennandi lokamínútu þar sem Þór hafði öllu að tapa að hans mati á meðan Haukar höfðu engu að tapa. „Þetta var naglbítur. Þeir voru komnir með blóð á tennurnar í fjórða leikhluta og þeir eru að reyna að bjarga sér frá falli og þetta er lið sem hefur engu að tapa og við höfðum öllu að tapa.“ „Við vorum orðnir stressaðir um það hvort við myndum ná að klára þetta eða ekki. Þeir voru að sækja sigurinn og höfðum engu að tapa. Þeim fannst þetta gaman, hjá okkur var þetta erfitt og svona eru bara íþróttir og það var meiri pressa á okkur í fjórða leikhluta.“ Nikolas Tomsick var hetja Þórs þar sem hann gerði sigurkörfuna ásamt því að gera 20 stig í fyrri hálfleik „Það voru margar stórar körfur í lokin. Mér fannst Mustapha Heron gera vel líka og hann setti fjögur stig þegar við þurftum á því að halda. Það var flott hjá Tomisck að klára þetta en Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik,“ sagði Lárus að lokum. Þór Þorlákshöfn Bónus-deild karla Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Ólympíufari lést í eldsvoða Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Dagskráin í dag: Úrslitaleikir og hitað upp fyrir úrslitakeppnina „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Sjá meira
„Við erum búnir að tapa með þremur stigum eða minna á móti Njarðvík, KR og ÍR. Það var sætt að vinna einn jafnan leik og við vorum búnir að tapa tveimur í röð og það var gott að vinna Hauka í Ólafssal og þetta er lið sem vann Tindastól á heimavelli,“ sagði Lárus ánægður með sigurinn. Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur þar sem Haukar gerðu 37 stig í fyrsta leikhluta en aðeins 15 stig í öðrum leikhluta. „Það var meiri ákefð varnarlega. Við vorum að gefa ákveðnum leikmönnum skot sem voru að hitta. Ég held að þeir hafi verið með 75 prósent skotnýtingu eftir fyrsta leikhluta og við spiluðum betri vörn í öðrum leikhluta. Þriðji leikhluti var síðan góður fyrir utan síðustu tvær mínúturnar sem varð til þess að Haukar komust aftur inn í leikinn.“ Lárus fór yfir æsispennandi lokamínútu þar sem Þór hafði öllu að tapa að hans mati á meðan Haukar höfðu engu að tapa. „Þetta var naglbítur. Þeir voru komnir með blóð á tennurnar í fjórða leikhluta og þeir eru að reyna að bjarga sér frá falli og þetta er lið sem hefur engu að tapa og við höfðum öllu að tapa.“ „Við vorum orðnir stressaðir um það hvort við myndum ná að klára þetta eða ekki. Þeir voru að sækja sigurinn og höfðum engu að tapa. Þeim fannst þetta gaman, hjá okkur var þetta erfitt og svona eru bara íþróttir og það var meiri pressa á okkur í fjórða leikhluta.“ Nikolas Tomsick var hetja Þórs þar sem hann gerði sigurkörfuna ásamt því að gera 20 stig í fyrri hálfleik „Það voru margar stórar körfur í lokin. Mér fannst Mustapha Heron gera vel líka og hann setti fjögur stig þegar við þurftum á því að halda. Það var flott hjá Tomisck að klára þetta en Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik,“ sagði Lárus að lokum.
Þór Þorlákshöfn Bónus-deild karla Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Ólympíufari lést í eldsvoða Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Dagskráin í dag: Úrslitaleikir og hitað upp fyrir úrslitakeppnina „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Sjá meira