Censori mætti á rauða dregilinn íklædd svörtum pels og tók hann svo af sér þegar hún kom að svæði ljósmyndaranna. Undir pelsinum var hún í gegnsæjum kjól.
Kanye og Censori voru ekki viðstödd sjálfa verðlaunahátíðina og fór þá orðrómur af stað um að þeim hafi verið vísað af svæðinu. Variety greinir þó frá því að svo hafi ekki verið, heldur hafi hjónin mætt á rauða dregilinn fyrir hátíðina og svo yfirgefið svæðið.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem spartverskur klæðaburður Censori vekur athygli en bandarískir fjölmiðlar hafa ítrekað birt myndir af henni fáklæddri síðustu ár.
Kanye West var tilnefndur til Grammyverðlauna fyrir lagið Carnival í flokki besta rapplag ársins, en það var Kendrick Lamar sem vann verðlaunin fyrir lagið Not Like Up.
Kanye West hefur verið tilnefndur til Grammyverðlauna 75 sinnum og unnið verðlaunin 24 sinnum.