Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. febrúar 2025 11:54 Frá þorrablóti Hvatar í Grímsnes- og Grafningshreppi síðastliðið föstudagskvöld. Guðrún Erlingsdóttir Hátt í tvö hundruð manns hafa tilkynnt um veikindi eftir að hafa sótt þorrablót á Suðurlandi um helgina. Sama veisluþjónusta kom að báðum þorrablótum, en sýni úr matvælum eru enn til rannsóknar. Þorrablót ungmennafélagsins Hvatar í Grímsnes- og Grafningshreppi fór fram síðastliðinn föstudag. Tæplega 200 gestir sóttu blótið. Daginn eftir fór annað þorrablót fram, þá í Þorlákshöfn, sem um 160 manns sóttu. Hljómsveitin Allt í einu hélt uppi mikilli stemmningu á þorrablótinu í Þorlákshöfn. Því miður urðu sumir veislugestir veikir eftir blótið.Allt í einu Fyrst var greint frá veikindum í kjölfar þorrablóts Hvatar í gær en nú liggur fyrir að tugir gesta á seinna blótinu hafi einnig tilkynnt um veikindi. Samskipti við veisluþjónustuna prýðileg Formaður þorrablótsnefndar Hvatar segir fyrsta viðbragð hafa verið að leiðbeina fólki um að tilkynna veikindi sín. „Við tilkynntum þetta til heilbrigðiseftirlits Suðurlands og höfum verið að vinna með þeim og verið að veita upplýsingar eins og þarf,“ segir Birgir Leó Ólafsson, formaður þorrablótsnefndar Hvatar. Þungt hljóð sé í fólki í samfélaginu vegna málsins. „Þeir sem lenda í þessu, að veikjast, eru auðvitað ekki ánægðir og líður bara ekki vel.“ Grunur er um matarborna sýkingu, en sama veisluþjónusta sá um bæði blót. Þó liggur ekki fyrir hvort um matvælaborna sýkingu var að ræða. Birgir segir viðbrögð veisluþjónustunnar hafa verið til fyrirmyndar. „Samskiptin sem hafa farið fram hingað til hafa verið mjög opin og mér finnst þeirra viðbragð hafa verið mjög gott.“ Enn að átta sig á umfanginu Rannsókn málsins er nýhafin en sóttvarnalæknir, heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna og Matvælastofnun koma að henni. Forstjóri MAST hvetur fólk sem var á þorrablótunum til að tilkynna um veikindi ef þau koma upp. Greining á sýnum úr matvælum liggi ekki fyrir. Hrönn Ólína Jörundsdóttir er forstjóri Matvælastofnunar.vísir/egill „Við getum í raun og veru ekki svarað núna hvaða orsakavaldur er fyrir þessari sýkingu,“ segir Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri MAST. „Ég held að tilkynningar séu að detta í 200 manns, en við erum ennþá að ná utan um umfangið.“ Grímsnes- og Grafningshreppur Ölfus Þorrablót Þorramatur Matur Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Traustið við frostmark Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Innlent Fleiri fréttir Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Sjá meira
Þorrablót ungmennafélagsins Hvatar í Grímsnes- og Grafningshreppi fór fram síðastliðinn föstudag. Tæplega 200 gestir sóttu blótið. Daginn eftir fór annað þorrablót fram, þá í Þorlákshöfn, sem um 160 manns sóttu. Hljómsveitin Allt í einu hélt uppi mikilli stemmningu á þorrablótinu í Þorlákshöfn. Því miður urðu sumir veislugestir veikir eftir blótið.Allt í einu Fyrst var greint frá veikindum í kjölfar þorrablóts Hvatar í gær en nú liggur fyrir að tugir gesta á seinna blótinu hafi einnig tilkynnt um veikindi. Samskipti við veisluþjónustuna prýðileg Formaður þorrablótsnefndar Hvatar segir fyrsta viðbragð hafa verið að leiðbeina fólki um að tilkynna veikindi sín. „Við tilkynntum þetta til heilbrigðiseftirlits Suðurlands og höfum verið að vinna með þeim og verið að veita upplýsingar eins og þarf,“ segir Birgir Leó Ólafsson, formaður þorrablótsnefndar Hvatar. Þungt hljóð sé í fólki í samfélaginu vegna málsins. „Þeir sem lenda í þessu, að veikjast, eru auðvitað ekki ánægðir og líður bara ekki vel.“ Grunur er um matarborna sýkingu, en sama veisluþjónusta sá um bæði blót. Þó liggur ekki fyrir hvort um matvælaborna sýkingu var að ræða. Birgir segir viðbrögð veisluþjónustunnar hafa verið til fyrirmyndar. „Samskiptin sem hafa farið fram hingað til hafa verið mjög opin og mér finnst þeirra viðbragð hafa verið mjög gott.“ Enn að átta sig á umfanginu Rannsókn málsins er nýhafin en sóttvarnalæknir, heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna og Matvælastofnun koma að henni. Forstjóri MAST hvetur fólk sem var á þorrablótunum til að tilkynna um veikindi ef þau koma upp. Greining á sýnum úr matvælum liggi ekki fyrir. Hrönn Ólína Jörundsdóttir er forstjóri Matvælastofnunar.vísir/egill „Við getum í raun og veru ekki svarað núna hvaða orsakavaldur er fyrir þessari sýkingu,“ segir Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri MAST. „Ég held að tilkynningar séu að detta í 200 manns, en við erum ennþá að ná utan um umfangið.“
Grímsnes- og Grafningshreppur Ölfus Þorrablót Þorramatur Matur Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Traustið við frostmark Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Innlent Fleiri fréttir Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Sjá meira