Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Lovísa Arnardóttir skrifar 4. febrúar 2025 08:53 Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir segir mikilvægast að fara í vitundarvakningu um ofbeldi gegn börnum. Það sé miklu algengara en fólk geri sér grein fyrir. Vísir/Arnar Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra ofbeldis- og kynheilbrigðismála hjá Barnaheillum, telur ofbeldi gegn börnum miklu stærra vandamál en fólk geri sér grein fyrir. Hún segir ekki eðlilegt að á Íslandi séu mörg hundruð manns tilbúin til að klæmast við börn og hitta þau í kynferðislegum tilgangi. Það þurfi fleiri úrræði fyrir gerendur og meiri fræðslu fyrir samfélagið allt. „Það eru margfalt fleiri börn beitt kynferðisofbeldi á Íslandi en flestir átta sig á og það eru miklu fleiri fullorðnir tilbúnir að eiga í kynferðislegum samskiptum við börn heldur en við líka áttum okkur á,“ segir Kolbrún sem fór yfir málið í Bítinu á morgun. Nýjustu niðurstöður íslensku æskulýðsrannsóknarinnar sýni til dæmis að um 250 börn í 8 til 10. bekk svöruðu því játandi að einhver fullorðinn eða að minnsta kosti fimm árum eldri hefði haft samfarir eða munnmök við þau, gegn þeirra vilja. „Það er mjög há tala,“ segir Kolbrún. Innan við helmingur segi frá og 22 skólar hafi ekki tekið þátt. Það sé því alveg ljóst að heildartalan liggi ekki fyrir. Kolbrún segir nauðsynlegt að fræða börnin til að sannfæra þau um að ef þau segi frá muni þau fá hjálp. Börnin séu oft í siðferðisklemmu því þeir sem brjóti gegn þeim séu oftast tengdir þeim, fjölskyldumeðlimir eða fjölskylduvinir. Brot gegn börnum eigi sér oftast stað á heimili barns, heimili geranda eða sameiginlegu heimili. Sjá einnig: Sakleysi dætranna hafi gufað upp „Svo lengi sem það er ekki í gegnum netið,“ segir Kolbrún. Hún segir einnig mikilvægt að fræða foreldra. Ofbeldismenn hafi óhefð aðgengi að börnum í gegnum netið. Hún segir fullorðna hafa sofið á verðinum, bæði varðandi eftirlit við netnotkun barnanna og hvað varðar merkin sem börnin gefi frá sér. „Bæði með líðan og hegðun, og með því að tala í kringum hlutina. En við erum ekki endilega að hlusta eftir því. Það er oft erfitt fyrir barn að segja frá, sérstaklega ef þetta er einhver sem barninu þykir vænt um.“ Þá segir Kolbrún mikilvægt að fræða allt samfélagið því þetta sé verkefni sem við þurfum öll að taka að okkur saman. Vilja ná til barna áður en þau brjóta á öðrum börnum Hjá Barnaheillum er hægt að sækja námskeið sem fjallar um ungmenni sem hafa kynferðislegar hugsanir til barna. Kolbrún segir þessar hugsanir og langanir oft koma fram á unglingsaldri og geti valdið skömm og sjálfshatri. „Við viljum ná þessum krökkum og láta þau vita að það er hjálp í boði,“ segir Kolbrún. Það séu til lausnir fyrir bæði fullorðna og börn. Fyrir fullorðna sé það Taktu skrefið og fyrir börn SÓK-teymið. „Við viljum stoppa fólk af áður en það lætur til skarar skríða.“ Kolbrún fjallaði aðeins um tálbeitumálið og hópana sem hefur verið fjallað um. Þó svo að mennirnir sem hafi verið beittir þessum tálbeituaðferðum hafi ekki haft frumkvæði að samskiptum við „börn“ þá séu þeir samt sem áður tilbúnir til að grípa tækifærið þegar það gefst. „Það er mjög hættulegt. Af hverju erum við mörg hundruð manns á Íslandi sem eru tilbúnir til að klæmast við börn og hitta börn í kynferðislegum tilgangi? Ef þú ert þarna, farðu og fáðu hjálp.“ Kolbrún segir afleiðingar kynferðisofbeldis langvarandi og alvarlegar en það sé mikilvægt að fólk segi frá og fái stuðning. Þá sé líklegra að fólki vegni vel. Hún segir áríðandi að það sé talað um þetta og fólk sæki sér fræðslu. Hún segir hægt að sækja sér hana víða. 112.is, hjá Barna- og fjölskyldustofu, Sjúk ást, hjá Barnaheillum sé fræðsluefni og námskeið. Kynferðisofbeldi Kynbundið ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Bítið Réttindi barna Tengdar fréttir Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Tilkynnt kynferðisbrot í fyrra voru 568, sem er tíu prósent aukning frá árinu á undan. Tilkynningar um barnaníð voru 40, sem er 22 prósent aukning miðað við meðaltal þriggja ára á undan. 16. janúar 2025 10:19 Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Najeb Mohammad Alhaj Husin, fyrrverandi starfsmanns grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra, sem hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn stúlku í unglingadeild skólans árin 2021 til 2022. 15. janúar 2025 10:39 Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Landsréttur hefur staðfest dóm yfir karlmanni fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa gengið inn í búningsklefa kvenna, gert athugasemdir um líkama nakins barns og girt niður um sig fyrir framan það. 12. desember 2024 21:02 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Fleiri fréttir „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Boða til blaðamannafundar Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Sjá meira
„Það eru margfalt fleiri börn beitt kynferðisofbeldi á Íslandi en flestir átta sig á og það eru miklu fleiri fullorðnir tilbúnir að eiga í kynferðislegum samskiptum við börn heldur en við líka áttum okkur á,“ segir Kolbrún sem fór yfir málið í Bítinu á morgun. Nýjustu niðurstöður íslensku æskulýðsrannsóknarinnar sýni til dæmis að um 250 börn í 8 til 10. bekk svöruðu því játandi að einhver fullorðinn eða að minnsta kosti fimm árum eldri hefði haft samfarir eða munnmök við þau, gegn þeirra vilja. „Það er mjög há tala,“ segir Kolbrún. Innan við helmingur segi frá og 22 skólar hafi ekki tekið þátt. Það sé því alveg ljóst að heildartalan liggi ekki fyrir. Kolbrún segir nauðsynlegt að fræða börnin til að sannfæra þau um að ef þau segi frá muni þau fá hjálp. Börnin séu oft í siðferðisklemmu því þeir sem brjóti gegn þeim séu oftast tengdir þeim, fjölskyldumeðlimir eða fjölskylduvinir. Brot gegn börnum eigi sér oftast stað á heimili barns, heimili geranda eða sameiginlegu heimili. Sjá einnig: Sakleysi dætranna hafi gufað upp „Svo lengi sem það er ekki í gegnum netið,“ segir Kolbrún. Hún segir einnig mikilvægt að fræða foreldra. Ofbeldismenn hafi óhefð aðgengi að börnum í gegnum netið. Hún segir fullorðna hafa sofið á verðinum, bæði varðandi eftirlit við netnotkun barnanna og hvað varðar merkin sem börnin gefi frá sér. „Bæði með líðan og hegðun, og með því að tala í kringum hlutina. En við erum ekki endilega að hlusta eftir því. Það er oft erfitt fyrir barn að segja frá, sérstaklega ef þetta er einhver sem barninu þykir vænt um.“ Þá segir Kolbrún mikilvægt að fræða allt samfélagið því þetta sé verkefni sem við þurfum öll að taka að okkur saman. Vilja ná til barna áður en þau brjóta á öðrum börnum Hjá Barnaheillum er hægt að sækja námskeið sem fjallar um ungmenni sem hafa kynferðislegar hugsanir til barna. Kolbrún segir þessar hugsanir og langanir oft koma fram á unglingsaldri og geti valdið skömm og sjálfshatri. „Við viljum ná þessum krökkum og láta þau vita að það er hjálp í boði,“ segir Kolbrún. Það séu til lausnir fyrir bæði fullorðna og börn. Fyrir fullorðna sé það Taktu skrefið og fyrir börn SÓK-teymið. „Við viljum stoppa fólk af áður en það lætur til skarar skríða.“ Kolbrún fjallaði aðeins um tálbeitumálið og hópana sem hefur verið fjallað um. Þó svo að mennirnir sem hafi verið beittir þessum tálbeituaðferðum hafi ekki haft frumkvæði að samskiptum við „börn“ þá séu þeir samt sem áður tilbúnir til að grípa tækifærið þegar það gefst. „Það er mjög hættulegt. Af hverju erum við mörg hundruð manns á Íslandi sem eru tilbúnir til að klæmast við börn og hitta börn í kynferðislegum tilgangi? Ef þú ert þarna, farðu og fáðu hjálp.“ Kolbrún segir afleiðingar kynferðisofbeldis langvarandi og alvarlegar en það sé mikilvægt að fólk segi frá og fái stuðning. Þá sé líklegra að fólki vegni vel. Hún segir áríðandi að það sé talað um þetta og fólk sæki sér fræðslu. Hún segir hægt að sækja sér hana víða. 112.is, hjá Barna- og fjölskyldustofu, Sjúk ást, hjá Barnaheillum sé fræðsluefni og námskeið.
Kynferðisofbeldi Kynbundið ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Bítið Réttindi barna Tengdar fréttir Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Tilkynnt kynferðisbrot í fyrra voru 568, sem er tíu prósent aukning frá árinu á undan. Tilkynningar um barnaníð voru 40, sem er 22 prósent aukning miðað við meðaltal þriggja ára á undan. 16. janúar 2025 10:19 Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Najeb Mohammad Alhaj Husin, fyrrverandi starfsmanns grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra, sem hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn stúlku í unglingadeild skólans árin 2021 til 2022. 15. janúar 2025 10:39 Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Landsréttur hefur staðfest dóm yfir karlmanni fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa gengið inn í búningsklefa kvenna, gert athugasemdir um líkama nakins barns og girt niður um sig fyrir framan það. 12. desember 2024 21:02 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Fleiri fréttir „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Boða til blaðamannafundar Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Sjá meira
Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Tilkynnt kynferðisbrot í fyrra voru 568, sem er tíu prósent aukning frá árinu á undan. Tilkynningar um barnaníð voru 40, sem er 22 prósent aukning miðað við meðaltal þriggja ára á undan. 16. janúar 2025 10:19
Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Najeb Mohammad Alhaj Husin, fyrrverandi starfsmanns grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra, sem hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn stúlku í unglingadeild skólans árin 2021 til 2022. 15. janúar 2025 10:39
Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Landsréttur hefur staðfest dóm yfir karlmanni fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa gengið inn í búningsklefa kvenna, gert athugasemdir um líkama nakins barns og girt niður um sig fyrir framan það. 12. desember 2024 21:02