Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 14:00 Leigutaki Laxár í Kjós skrifaði grein á Vísi í gær sem valdið hefur ákveðnum misskilningi sem ég vil leiðrétta. Þegar nefnd eru orð eins og eitrun og umhverfisslys er skiljanlegt að fólk leggi við hlustir. Það er hins vegar fjarri því sem fyrirhuguð vísindarannsókn felur í sér. Þessi rannsókn skapar enga hættu fyrir einstakt lífríki Hvalfjarðar. Magn og styrkur basans sem notast verður við er afar lítill við blöndun í sjó og er t.d. lægri en það sem iðn- og hafnarfyrirtæki mega losa að staðaldri. Hjá þeim er starfsemin allan ársins hring en í okkar tilviki er um að ræða tímabundin áhrif á litlu svæði sem standa mun yfir í að hámarki fjóra daga. Við munum vakta áhrifin með samfelldum mælingum og sýnatökum. Þá er það fyrsta mat Hafrannsóknarstofnunar, samkvæmt viðtali sem birtist á Vísi í dag, að ekkert bendi til að rannsóknin geti valdið skaða á firðinum. Fram í viðtalinu að stofnunin hyggist leita ráðgjafar utanaðkomandi sérfræðinga við vinnslu á endanlegri umsögn sinni um veitingu rannsóknarleyfis til verkefnisins og er það vel. Í áðurnefndri grein er varpað fram efasemdum um aðkomu Hafrannsóknastofnunar að grunnrannsóknum í firðinum sem styrktar voru af Röst. Sem óhagnaðardrifin rannsóknarstofnun, þótti okkur eðlilegt að leitast eftir samstarfi við Hafrannsóknastofnun enda er þar að finna helstu sérfræðinga á sviði hafrannsókna hér á landi. Stofnunin er ekki þátttakandi í rannsókninni sjálfri en hefur eins og áður segir unnið mikilvægar grunnrannsóknir á haffræði og líffræði fjarðarins. Hafrannsóknastofnun er sú stofnun sem best er til þess fallin að framkvæma slíkar rannsóknir. Rannsóknir af þessu tagi eru kostnaðarsamar og það var af þeirri ástæðu sem Röst styrkti Hafrannsóknastofnun til þess að vinna þessa mikilvægu grunnvinnu. Greinarhöfundur bendir einnig á að Röst hafi nýlega ráðið til sín sérfræðing frá stofnuninni. Það er rétt og var send út fréttatilkynning vegna ráðningarinnar. Það eru ekki margir aðrir staðir sem vísindafólk á sviði sjávarrannsóknar getur starfað og byggt upp þekkingu sína. Starfsfólk Hafrannsóknastofnunar þekkir aðstæður við Íslandsstrendur betur en nokkur annar og það er dýrmætt að geta nýtt þekkingu þess. Rannsóknarleyfisumsókn Rastar er öllum opin og fjallað hefur verið um verkefnið í fjölda fréttatilkynninga sem birtar hafa verið í innlendum fjölmiðlum, á heimasíðu Rastar og með fræðslumyndböndum á YouTube. Samtöl við hagsmunaaðila hófust vorið 2024, rúmu ári áður en fyrirhugað er að rannsóknin fari fram, en síðan þá hafa verið haldnir fjölmargir kynningarfundir, m.a. annars með öllum viðeigandi ráðuneytum og leyfisveitingaraðilum, helstu náttúruverndarsamtökum, leigutökum Laxár í Kjós ásamt bæði sveitarstjórnum Hvalfjarðarsveitar og Kjósarhrepps, auk íbúafundar í maí sumarið 2024 og opinni málstofu með Háskóla Íslands. Til þess að auka aðkomu heimamanna var ákveðið að bjóða sveitarfélaginu Hvalfjarðarsveit að tilnefna fulltrúa í stjórn Rastar. Okkur yfirsást hins vegar að bjóða sveitarfélaginu Kjósarhreppi að tilnefna fulltrúa. Á stjórnarfundi Rastar í byrjun janúar var því tekin sú ákvörðun að bjóða sveitarfélögunum báðum að tilnefna áheyrnarfulltrúa í stjórn. Sú breyting verður gerð á aðalfundi félagsins í vor. Að lokum er mikilvægt að fram komi að markmiðið með þessum rannsóknum öllum er að öðlast betri skilning á því hvort í framtíðinni verði hægt að magna upp náttúruleg ferli til auka getu hafsins til að taka upp koldíoxíð úr andrúmsloftinu. Slíkt myndi þó ekki fara fram í Hvalfirði heldur líklega í úthöfunum. Aðeins er verið að vinna með hagstæðar aðstæður í Hvalfirði til rannsókna. Röst sjávarrannsóknarsetur er sjálft ekki með nein áform um að selja vöru, hvorki kolefniseiningar né upprunaskírteini, ólíkt því sem haldið hefur verið fram. Röst er óhagnaðardrifið rannsóknarfyrirtæki sem hefur það eitt að markmiði að stunda vísindarannsóknir. Öll gögn sem verða til við rannsóknirnar verða gerð aðgengileg opinberlega. Ef aðferðin reynist virka verður það ekki Röst sem mun hagnýta eða hagnast á henni. Höfundur er framkvæmdastjóri Rastar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalfjarðarsveit Umhverfismál Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Leigutaki Laxár í Kjós skrifaði grein á Vísi í gær sem valdið hefur ákveðnum misskilningi sem ég vil leiðrétta. Þegar nefnd eru orð eins og eitrun og umhverfisslys er skiljanlegt að fólk leggi við hlustir. Það er hins vegar fjarri því sem fyrirhuguð vísindarannsókn felur í sér. Þessi rannsókn skapar enga hættu fyrir einstakt lífríki Hvalfjarðar. Magn og styrkur basans sem notast verður við er afar lítill við blöndun í sjó og er t.d. lægri en það sem iðn- og hafnarfyrirtæki mega losa að staðaldri. Hjá þeim er starfsemin allan ársins hring en í okkar tilviki er um að ræða tímabundin áhrif á litlu svæði sem standa mun yfir í að hámarki fjóra daga. Við munum vakta áhrifin með samfelldum mælingum og sýnatökum. Þá er það fyrsta mat Hafrannsóknarstofnunar, samkvæmt viðtali sem birtist á Vísi í dag, að ekkert bendi til að rannsóknin geti valdið skaða á firðinum. Fram í viðtalinu að stofnunin hyggist leita ráðgjafar utanaðkomandi sérfræðinga við vinnslu á endanlegri umsögn sinni um veitingu rannsóknarleyfis til verkefnisins og er það vel. Í áðurnefndri grein er varpað fram efasemdum um aðkomu Hafrannsóknastofnunar að grunnrannsóknum í firðinum sem styrktar voru af Röst. Sem óhagnaðardrifin rannsóknarstofnun, þótti okkur eðlilegt að leitast eftir samstarfi við Hafrannsóknastofnun enda er þar að finna helstu sérfræðinga á sviði hafrannsókna hér á landi. Stofnunin er ekki þátttakandi í rannsókninni sjálfri en hefur eins og áður segir unnið mikilvægar grunnrannsóknir á haffræði og líffræði fjarðarins. Hafrannsóknastofnun er sú stofnun sem best er til þess fallin að framkvæma slíkar rannsóknir. Rannsóknir af þessu tagi eru kostnaðarsamar og það var af þeirri ástæðu sem Röst styrkti Hafrannsóknastofnun til þess að vinna þessa mikilvægu grunnvinnu. Greinarhöfundur bendir einnig á að Röst hafi nýlega ráðið til sín sérfræðing frá stofnuninni. Það er rétt og var send út fréttatilkynning vegna ráðningarinnar. Það eru ekki margir aðrir staðir sem vísindafólk á sviði sjávarrannsóknar getur starfað og byggt upp þekkingu sína. Starfsfólk Hafrannsóknastofnunar þekkir aðstæður við Íslandsstrendur betur en nokkur annar og það er dýrmætt að geta nýtt þekkingu þess. Rannsóknarleyfisumsókn Rastar er öllum opin og fjallað hefur verið um verkefnið í fjölda fréttatilkynninga sem birtar hafa verið í innlendum fjölmiðlum, á heimasíðu Rastar og með fræðslumyndböndum á YouTube. Samtöl við hagsmunaaðila hófust vorið 2024, rúmu ári áður en fyrirhugað er að rannsóknin fari fram, en síðan þá hafa verið haldnir fjölmargir kynningarfundir, m.a. annars með öllum viðeigandi ráðuneytum og leyfisveitingaraðilum, helstu náttúruverndarsamtökum, leigutökum Laxár í Kjós ásamt bæði sveitarstjórnum Hvalfjarðarsveitar og Kjósarhrepps, auk íbúafundar í maí sumarið 2024 og opinni málstofu með Háskóla Íslands. Til þess að auka aðkomu heimamanna var ákveðið að bjóða sveitarfélaginu Hvalfjarðarsveit að tilnefna fulltrúa í stjórn Rastar. Okkur yfirsást hins vegar að bjóða sveitarfélaginu Kjósarhreppi að tilnefna fulltrúa. Á stjórnarfundi Rastar í byrjun janúar var því tekin sú ákvörðun að bjóða sveitarfélögunum báðum að tilnefna áheyrnarfulltrúa í stjórn. Sú breyting verður gerð á aðalfundi félagsins í vor. Að lokum er mikilvægt að fram komi að markmiðið með þessum rannsóknum öllum er að öðlast betri skilning á því hvort í framtíðinni verði hægt að magna upp náttúruleg ferli til auka getu hafsins til að taka upp koldíoxíð úr andrúmsloftinu. Slíkt myndi þó ekki fara fram í Hvalfirði heldur líklega í úthöfunum. Aðeins er verið að vinna með hagstæðar aðstæður í Hvalfirði til rannsókna. Röst sjávarrannsóknarsetur er sjálft ekki með nein áform um að selja vöru, hvorki kolefniseiningar né upprunaskírteini, ólíkt því sem haldið hefur verið fram. Röst er óhagnaðardrifið rannsóknarfyrirtæki sem hefur það eitt að markmiði að stunda vísindarannsóknir. Öll gögn sem verða til við rannsóknirnar verða gerð aðgengileg opinberlega. Ef aðferðin reynist virka verður það ekki Röst sem mun hagnýta eða hagnast á henni. Höfundur er framkvæmdastjóri Rastar.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun