Hellisheiðin verður svo á óvissustigi frá hádegi vegna slæmrar veðurspár og sömu sögu er að segja af Reykjanesbraut og Mosfellsheiði en þar tekur óvissustig gildi klukkan eitt. Þetta þýðir að þar gæti lokað með skömmum fyrirvara.
Hálka og hálkublettir eru víða á öðrum leiðum á suðvesturhorni landsins en eitthvað er um snjóþekju. Þæfingsfærð er á Kjósarskarði og Bláfjallavegi.
Á Vesturlandi og Vestfjörðum er einnig víða þungfært og vegir á óvissustigi og á Norðurlandi er lokað um Öxnadalsheiði vegna veðurs.
Á Norðausturlandi eru vegir um Möðrudalsöræfi og Mývatnsöræfi á óvissustigi frá klukkan 15 og gætu þeir því lokað með skömmum fyrirvara.