Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Aron Guðmundsson skrifar 5. febrúar 2025 11:02 Lebron spilaði á móti Clippers í gær. Doncic var á svæðinu en spilaði ekki. Hann er að jafna sig á kálfameiðslum Vísir/Samsett mynd Lebron James, stjörnuleikmaður NBA liðs Los Angeles Lakers segir það enn súrealískt fyrir sig að sjá Luka Doncic mættan til Lakers. Doncic var hluti af sögulegum skiptum í NBA deildinni. Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks hafa snúið NBA-heiminum á hvolf með skiptum sem sendu Luka Doncic til Lakers og Anthony Davis til Mavericks en auk Luka fengu Lakers kraftframherjana Maxi Kleber og Markieff Morris meðan framherjinn Max Christie fylgir Davis til Dallas ásamt valrétti í fyrstu umferð árið 2029. Lebron, sem er einn besti körfuboltamaður allra tíma, segir að það muni vera sérstakt að spila við hlið Doncic með Los Angeles Lakers. „Það verða mörg augu á okkur,“ sagði Lebron við fjölmiðla aðspurður um viðbrögð sín, „Hlustið á mig. Luka er stór leikmaður. Hann er aðeins 25 ára gamall, ekki kominn á sitt besta skeið á ferlinum og nú þegar hefur hann gert stórbrotna hluti í deildinni. Ég er ánægður með að hafa hann hér í Los Angeles. Þetta er enn dálítið súrealískt í fullri hreinskilni sagt.“ "Listen, Luka [Doncic] is a big-time player. 25 years old, hasn't even reached his prime yet, and he's done some amazing sh*t in our league already... I'm happy to have him, and LA is happy to have him."LeBron James on his new running-mate Luka Doncic 🔥pic.twitter.com/CSOTDtXUiW— ClutchPoints (@ClutchPoints) February 5, 2025 Og Doncic sjálfur var undrandi á skiptunum. „Þið getið rétt ímyndað ykkur hversu undrandi ég var. Ég þurfti að kanna hvort það væri 1.apríl. Ég trúði þessu ekki.“ Los Angeles Lakers bar 25 stiga sigur úr býtum, 122-97, gegn nágrönnum sínum í Los Angeles Clippers í nótt. Doncic var ekki með liði Lakers í leiknum, hann hefur verið að glíma við meiðsli í kálfa en forráðamenn liðsins búast við því að hann geti leikið sinn fyrsta leik með liðinu síðar í mánuðinum. Tekin var góð og ítarleg umræða um skiptin í Lögmáli Leiksins á Stöð 2 Sport á dögunum. Umræðuna má sjá hér fyrir neðan: NBA Körfubolti Mest lesið Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Bjarki Már öflugur Handbolti Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks hafa snúið NBA-heiminum á hvolf með skiptum sem sendu Luka Doncic til Lakers og Anthony Davis til Mavericks en auk Luka fengu Lakers kraftframherjana Maxi Kleber og Markieff Morris meðan framherjinn Max Christie fylgir Davis til Dallas ásamt valrétti í fyrstu umferð árið 2029. Lebron, sem er einn besti körfuboltamaður allra tíma, segir að það muni vera sérstakt að spila við hlið Doncic með Los Angeles Lakers. „Það verða mörg augu á okkur,“ sagði Lebron við fjölmiðla aðspurður um viðbrögð sín, „Hlustið á mig. Luka er stór leikmaður. Hann er aðeins 25 ára gamall, ekki kominn á sitt besta skeið á ferlinum og nú þegar hefur hann gert stórbrotna hluti í deildinni. Ég er ánægður með að hafa hann hér í Los Angeles. Þetta er enn dálítið súrealískt í fullri hreinskilni sagt.“ "Listen, Luka [Doncic] is a big-time player. 25 years old, hasn't even reached his prime yet, and he's done some amazing sh*t in our league already... I'm happy to have him, and LA is happy to have him."LeBron James on his new running-mate Luka Doncic 🔥pic.twitter.com/CSOTDtXUiW— ClutchPoints (@ClutchPoints) February 5, 2025 Og Doncic sjálfur var undrandi á skiptunum. „Þið getið rétt ímyndað ykkur hversu undrandi ég var. Ég þurfti að kanna hvort það væri 1.apríl. Ég trúði þessu ekki.“ Los Angeles Lakers bar 25 stiga sigur úr býtum, 122-97, gegn nágrönnum sínum í Los Angeles Clippers í nótt. Doncic var ekki með liði Lakers í leiknum, hann hefur verið að glíma við meiðsli í kálfa en forráðamenn liðsins búast við því að hann geti leikið sinn fyrsta leik með liðinu síðar í mánuðinum. Tekin var góð og ítarleg umræða um skiptin í Lögmáli Leiksins á Stöð 2 Sport á dögunum. Umræðuna má sjá hér fyrir neðan:
NBA Körfubolti Mest lesið Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Bjarki Már öflugur Handbolti Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit