Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 11:10 Kristófer Már Maronsson, Jón Pétur Zimsen, Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Ragnheiður Stephensen. Vísir/Vilhelm Kjaradeila grunnskólakennara og ríkis- og sveitarfélaga verður til umræðu í Pallborðinu klukkan tvö í dag í beinni útsendingu á Vísi. Engir formlegir samningafundir hafa verið boðaðir í deilunni hjá ríkissáttasemjara. Niðurstaða í atkvæðagreiðslu framhaldsskólakennara um verkföll verður ljós klukkan tvö í dag. Framhaldsskólakennarar hafa síðan á mánudag greitt atkvæði um ótímabundin verkföll og verður niðurstaðan ljós í kringum tvö í dag. Ekki hefur verið gefið upp um hvaða framhaldsskóla er verið að greiða atkvæði. Upptöku frá umræðunum má sjá að neðan. Kjaradeila grunnskólakennara til umræðu í Pallborði Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara og ríkis- og sveitarfélaga verður til umræðu í Pallborðinu klukkan tvö í dag í beinni útsendingu á Vísi. Nú standa yfir ótímabundnar verkfallsaðgerði kennarar í fjórtán leikskólum og tímabundnar í sjö grunnskólum. Verkföllin standa þar til 21. til 26. febrúar. Um fimm þúsund börn sitja heima í þrettán sveitarfélögum á landinu. Deilt hefur verið um um samning frá árinu 2016 um jöfnun kjara kennara við laun á almenna markaðnum allt frá því lífeyriskjör voru samræmd milli markaða árið 2016, án mikils árangurs. Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu fyrir helgi sem ígildi kjarasamnings. Þar var að hans sögn tryggð innágreiðsla á virðismat á störfum kennara auk sömu launahækkana og samið hefur verið um í almennum kjarasamningnum. Fram kom að munur á milli markaða væri viðurkenndur og gert ráð fyrir að launagreiðandi fallist á að greiða inn á þessa vegferð. Samninganefnd ríkis og sveitarfélaga samþykkti tillöguna en kennarar vildu gera breytingar og lögðu m.a. fram tillögu um launahækkun árið 2026. Fram hefur komið að kennarar töldu að þeir væru að fara að skrifa undir kjarasamning á sunnudagskvöldið þegar viðræðum var slitið. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur sagt að 20 prósenta launahækkun hafi stoðið kennurum til boða en þeir hafa hafnað því. Þessi mál verða rædd við þau Ragnheiði Stephensen grunnskólakennara í Garðaskóla í Garðabæ, Kristófer Má Maronsson í málsóknarfélagi barna og formann fræðslunefndar í Skagafirði og Jón Pétur Zimsen fyrrverandi kennara og skólastjóra og þingmann Sjálfstæðisflokksins. Fréttastofa óskaði eftir því að formaður Kennarasambandsins og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga mættu til að ræða deiluna í Pallborði. Ríkissáttasemjari fór fram á það við deiluaðila að þeir ræddu ekki við fjölmiðla á þessu stigi. Pallborðið Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Sjá meira
Framhaldsskólakennarar hafa síðan á mánudag greitt atkvæði um ótímabundin verkföll og verður niðurstaðan ljós í kringum tvö í dag. Ekki hefur verið gefið upp um hvaða framhaldsskóla er verið að greiða atkvæði. Upptöku frá umræðunum má sjá að neðan. Kjaradeila grunnskólakennara til umræðu í Pallborði Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara og ríkis- og sveitarfélaga verður til umræðu í Pallborðinu klukkan tvö í dag í beinni útsendingu á Vísi. Nú standa yfir ótímabundnar verkfallsaðgerði kennarar í fjórtán leikskólum og tímabundnar í sjö grunnskólum. Verkföllin standa þar til 21. til 26. febrúar. Um fimm þúsund börn sitja heima í þrettán sveitarfélögum á landinu. Deilt hefur verið um um samning frá árinu 2016 um jöfnun kjara kennara við laun á almenna markaðnum allt frá því lífeyriskjör voru samræmd milli markaða árið 2016, án mikils árangurs. Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu fyrir helgi sem ígildi kjarasamnings. Þar var að hans sögn tryggð innágreiðsla á virðismat á störfum kennara auk sömu launahækkana og samið hefur verið um í almennum kjarasamningnum. Fram kom að munur á milli markaða væri viðurkenndur og gert ráð fyrir að launagreiðandi fallist á að greiða inn á þessa vegferð. Samninganefnd ríkis og sveitarfélaga samþykkti tillöguna en kennarar vildu gera breytingar og lögðu m.a. fram tillögu um launahækkun árið 2026. Fram hefur komið að kennarar töldu að þeir væru að fara að skrifa undir kjarasamning á sunnudagskvöldið þegar viðræðum var slitið. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur sagt að 20 prósenta launahækkun hafi stoðið kennurum til boða en þeir hafa hafnað því. Þessi mál verða rædd við þau Ragnheiði Stephensen grunnskólakennara í Garðaskóla í Garðabæ, Kristófer Má Maronsson í málsóknarfélagi barna og formann fræðslunefndar í Skagafirði og Jón Pétur Zimsen fyrrverandi kennara og skólastjóra og þingmann Sjálfstæðisflokksins. Fréttastofa óskaði eftir því að formaður Kennarasambandsins og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga mættu til að ræða deiluna í Pallborði. Ríkissáttasemjari fór fram á það við deiluaðila að þeir ræddu ekki við fjölmiðla á þessu stigi.
Pallborðið Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Sjá meira