Óvenjulegt að allt landið sé undir Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 20:13 Runólfur Þórhallsson segir mikið mæða á viðbragðsaðilum. Vísir/Arnar Halldórsson Rauðar og appelsínugular veðurviðvaranir eru um allt land í kvöld og á morgun og hættustig almannavarna er í gildi. Margar tilkynningar um fok- og vatnstjón hafa borist viðbragðsaðilum. Óvissa er með skólastarf í höfuðborginni. Vegna hættustigsins hefur samhæfingarmiðstöð almannavarna í miklu að snúast að styðja við allar aðgerðastjórnir um land allt. „Já það mæðir fyrst og fremst á lögreglufólkinu okkar úti, björgunarsveitum og öðrum viðbragðsaðilum. Þau sem standa mest í ströngu. Við í samhæfingarmiðstöðinni höfum því hlutverki að gegna að styðja við aðgerðarstjórnir um allt land, vera í samskiptum við fulltrúa orkukerfanna, Landsnet og Rarik og fleiri aðila sem að tryggja okkur þessa þjónustu sem við reiðum okkur á á hverjum degi. Það er nóg að gera núna,“ segir Runólfur Þórhallsson, sviðsstjóri almannavarna. Mörg verkefni eru á borði viðbragðsaðila, flest á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Runólfs hafa á annað hundrað verkefni verið skráð á höfuðborgarsvæðinu, flest varðandi foktjón. Þá hefur fólk einnig orðið fyrir vatnstjón vegna mikillar rigningar. „Svo sjáum við að á Vesturlandi, Snæfellsnesi og Suðurlandi eru að koma inn töluvert af verkefnum. Þannig að veðrið færir sig yfir landið. Þetta er óvenjuleg staða að vera með allt landið undir,“ segir Runólfur. Óvissa er með skólahald í fyrramálið en klukkan átta í fyrramálið verða rauðar viðvaranir í gildi á Vesturlandi, Suðausturlandi, Austurlandi og höfuðborgarsvæðinu. Foreldrar reykvískra barna voru hvött til að halda sig heima á meðan óveðrið gengur yfir. Lágmarksmönnunun verður í grunn- og leikskólum. Í ítrustu neyð geta börn komið í skólann en þurfa þá að tilkynna komu barnsins með tölvupósti til skólastjórnenda. „Ég hvet ykkur öll til að fylgjast mjög vel með skilaboðum frá Veðurstofunni, frá skólastjórum. Það kemur annar hvellur í fyrramálið, það er rauð veðurviðvörun í gildi á morgun. Við þurfum öll að fylgjast rosalega vel með skilaboðum frá okkur og Veðurstofu og Vegagerð,“ segir Runólfur. Veður Almannavarnir Reykjavík Skóla- og menntamál Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Víða allhvasst og éljagangur Nýr veðurstofuvefur kominn í loftið Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Stórhríð og foktjón í vændum Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Djúp lægð beinir illviðri til landsins Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Sjá meira
Vegna hættustigsins hefur samhæfingarmiðstöð almannavarna í miklu að snúast að styðja við allar aðgerðastjórnir um land allt. „Já það mæðir fyrst og fremst á lögreglufólkinu okkar úti, björgunarsveitum og öðrum viðbragðsaðilum. Þau sem standa mest í ströngu. Við í samhæfingarmiðstöðinni höfum því hlutverki að gegna að styðja við aðgerðarstjórnir um allt land, vera í samskiptum við fulltrúa orkukerfanna, Landsnet og Rarik og fleiri aðila sem að tryggja okkur þessa þjónustu sem við reiðum okkur á á hverjum degi. Það er nóg að gera núna,“ segir Runólfur Þórhallsson, sviðsstjóri almannavarna. Mörg verkefni eru á borði viðbragðsaðila, flest á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Runólfs hafa á annað hundrað verkefni verið skráð á höfuðborgarsvæðinu, flest varðandi foktjón. Þá hefur fólk einnig orðið fyrir vatnstjón vegna mikillar rigningar. „Svo sjáum við að á Vesturlandi, Snæfellsnesi og Suðurlandi eru að koma inn töluvert af verkefnum. Þannig að veðrið færir sig yfir landið. Þetta er óvenjuleg staða að vera með allt landið undir,“ segir Runólfur. Óvissa er með skólahald í fyrramálið en klukkan átta í fyrramálið verða rauðar viðvaranir í gildi á Vesturlandi, Suðausturlandi, Austurlandi og höfuðborgarsvæðinu. Foreldrar reykvískra barna voru hvött til að halda sig heima á meðan óveðrið gengur yfir. Lágmarksmönnunun verður í grunn- og leikskólum. Í ítrustu neyð geta börn komið í skólann en þurfa þá að tilkynna komu barnsins með tölvupósti til skólastjórnenda. „Ég hvet ykkur öll til að fylgjast mjög vel með skilaboðum frá Veðurstofunni, frá skólastjórum. Það kemur annar hvellur í fyrramálið, það er rauð veðurviðvörun í gildi á morgun. Við þurfum öll að fylgjast rosalega vel með skilaboðum frá okkur og Veðurstofu og Vegagerð,“ segir Runólfur.
Veður Almannavarnir Reykjavík Skóla- og menntamál Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Víða allhvasst og éljagangur Nýr veðurstofuvefur kominn í loftið Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Stórhríð og foktjón í vændum Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Djúp lægð beinir illviðri til landsins Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Sjá meira