Óvenjulegt að allt landið sé undir Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 20:13 Runólfur Þórhallsson segir mikið mæða á viðbragðsaðilum. Vísir/Arnar Halldórsson Rauðar og appelsínugular veðurviðvaranir eru um allt land í kvöld og á morgun og hættustig almannavarna er í gildi. Margar tilkynningar um fok- og vatnstjón hafa borist viðbragðsaðilum. Óvissa er með skólastarf í höfuðborginni. Vegna hættustigsins hefur samhæfingarmiðstöð almannavarna í miklu að snúast að styðja við allar aðgerðastjórnir um land allt. „Já það mæðir fyrst og fremst á lögreglufólkinu okkar úti, björgunarsveitum og öðrum viðbragðsaðilum. Þau sem standa mest í ströngu. Við í samhæfingarmiðstöðinni höfum því hlutverki að gegna að styðja við aðgerðarstjórnir um allt land, vera í samskiptum við fulltrúa orkukerfanna, Landsnet og Rarik og fleiri aðila sem að tryggja okkur þessa þjónustu sem við reiðum okkur á á hverjum degi. Það er nóg að gera núna,“ segir Runólfur Þórhallsson, sviðsstjóri almannavarna. Mörg verkefni eru á borði viðbragðsaðila, flest á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Runólfs hafa á annað hundrað verkefni verið skráð á höfuðborgarsvæðinu, flest varðandi foktjón. Þá hefur fólk einnig orðið fyrir vatnstjón vegna mikillar rigningar. „Svo sjáum við að á Vesturlandi, Snæfellsnesi og Suðurlandi eru að koma inn töluvert af verkefnum. Þannig að veðrið færir sig yfir landið. Þetta er óvenjuleg staða að vera með allt landið undir,“ segir Runólfur. Óvissa er með skólahald í fyrramálið en klukkan átta í fyrramálið verða rauðar viðvaranir í gildi á Vesturlandi, Suðausturlandi, Austurlandi og höfuðborgarsvæðinu. Foreldrar reykvískra barna voru hvött til að halda sig heima á meðan óveðrið gengur yfir. Lágmarksmönnunun verður í grunn- og leikskólum. Í ítrustu neyð geta börn komið í skólann en þurfa þá að tilkynna komu barnsins með tölvupósti til skólastjórnenda. „Ég hvet ykkur öll til að fylgjast mjög vel með skilaboðum frá Veðurstofunni, frá skólastjórum. Það kemur annar hvellur í fyrramálið, það er rauð veðurviðvörun í gildi á morgun. Við þurfum öll að fylgjast rosalega vel með skilaboðum frá okkur og Veðurstofu og Vegagerð,“ segir Runólfur. Veður Almannavarnir Reykjavík Skóla- og menntamál Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Fleiri fréttir Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Dálítil væta og bætir í vind Hæg suðlæg átt og hiti að tíu stigum Mild sunnanátt og dálítil væta Væta af og til Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Vestlæg átt leikur um landið Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn Norðanátt og frystir smám saman Sjá meira
Vegna hættustigsins hefur samhæfingarmiðstöð almannavarna í miklu að snúast að styðja við allar aðgerðastjórnir um land allt. „Já það mæðir fyrst og fremst á lögreglufólkinu okkar úti, björgunarsveitum og öðrum viðbragðsaðilum. Þau sem standa mest í ströngu. Við í samhæfingarmiðstöðinni höfum því hlutverki að gegna að styðja við aðgerðarstjórnir um allt land, vera í samskiptum við fulltrúa orkukerfanna, Landsnet og Rarik og fleiri aðila sem að tryggja okkur þessa þjónustu sem við reiðum okkur á á hverjum degi. Það er nóg að gera núna,“ segir Runólfur Þórhallsson, sviðsstjóri almannavarna. Mörg verkefni eru á borði viðbragðsaðila, flest á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Runólfs hafa á annað hundrað verkefni verið skráð á höfuðborgarsvæðinu, flest varðandi foktjón. Þá hefur fólk einnig orðið fyrir vatnstjón vegna mikillar rigningar. „Svo sjáum við að á Vesturlandi, Snæfellsnesi og Suðurlandi eru að koma inn töluvert af verkefnum. Þannig að veðrið færir sig yfir landið. Þetta er óvenjuleg staða að vera með allt landið undir,“ segir Runólfur. Óvissa er með skólahald í fyrramálið en klukkan átta í fyrramálið verða rauðar viðvaranir í gildi á Vesturlandi, Suðausturlandi, Austurlandi og höfuðborgarsvæðinu. Foreldrar reykvískra barna voru hvött til að halda sig heima á meðan óveðrið gengur yfir. Lágmarksmönnunun verður í grunn- og leikskólum. Í ítrustu neyð geta börn komið í skólann en þurfa þá að tilkynna komu barnsins með tölvupósti til skólastjórnenda. „Ég hvet ykkur öll til að fylgjast mjög vel með skilaboðum frá Veðurstofunni, frá skólastjórum. Það kemur annar hvellur í fyrramálið, það er rauð veðurviðvörun í gildi á morgun. Við þurfum öll að fylgjast rosalega vel með skilaboðum frá okkur og Veðurstofu og Vegagerð,“ segir Runólfur.
Veður Almannavarnir Reykjavík Skóla- og menntamál Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Fleiri fréttir Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Dálítil væta og bætir í vind Hæg suðlæg átt og hiti að tíu stigum Mild sunnanátt og dálítil væta Væta af og til Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Vestlæg átt leikur um landið Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn Norðanátt og frystir smám saman Sjá meira