Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Jón Þór Stefánsson skrifar 5. febrúar 2025 20:35 Hér má sjá muninn á útsýninu fyrir og eftir að potturinn fauk. Lilja Rannveig Heitur pottur sem hefur staðið um áratugaskeið við heimili Lilju Rannveigar Sigurgeirsdóttur, fyrrverandi þingmanns, í Borgarbyggð fauk í óveðrinu áðan. „Það bara kom vindhviða og tók hann. Það var ekkert flóknara en það,“ segir Lilja Rannveig í samtali við fréttastofu. „Við heyrðum bara þegar hann tók skjólvegginn með sér. Hann hefur alveg staðið af sér öll veður síðastliðinn tuttugu ár þegar hann var settur þangað. Við áttum alls ekki von á þessu. En skjólveggirnir hafa oft farið.“ Lilja Rannveig sat á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn.Vísir/Vilhelm Lilja segir að þegar hún heyrði fyrst skruðninga hafi hún ákveðið að taka mynd út um gluggann, en þá hélt hún að skjólveggurinn væri að fara. Svo fór potturinn með. Hún tók því aðra mynd örfáum mínútum seinna frá sama sjónarhorni, og þá sést hvorki potturinn né skjólveggurinn. „Svo fylgdumst við honum fljúga yfir túnið. En svo er orðið svo dimmt að við vitum ekkert hvar hann er núna. Við sjáum hvort við náum að nýta tækifærið þegar það lignir, að taka smá bíltúr og gá hvort við sjáum hann. Annars verðum við bara að bíða.“ Ekki í fyrsta skipti sem stormurinn leikur Lilju grátt Lilja Rannveig útskýrir að heimili þeirra í Borgarbyggð sé í raun statt upp á hæð og þar geti orðið verulega hvasst. Hún hefur sjálf lent illa í því. Fyrir þremur árum var fjallað um það í fjölmiðlum þegar hún fór út í miklu óveðri til að athuga hvort ruslafötur væru ekki öruggar, en þá rann hún stjórnlaust eftir klakaborinni götunni. Atvikið náðist á myndband. Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Borgarbyggð Framsóknarflokkurinn Sundlaugar og baðlón Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Fleiri fréttir Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Sjá meira
„Það bara kom vindhviða og tók hann. Það var ekkert flóknara en það,“ segir Lilja Rannveig í samtali við fréttastofu. „Við heyrðum bara þegar hann tók skjólvegginn með sér. Hann hefur alveg staðið af sér öll veður síðastliðinn tuttugu ár þegar hann var settur þangað. Við áttum alls ekki von á þessu. En skjólveggirnir hafa oft farið.“ Lilja Rannveig sat á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn.Vísir/Vilhelm Lilja segir að þegar hún heyrði fyrst skruðninga hafi hún ákveðið að taka mynd út um gluggann, en þá hélt hún að skjólveggurinn væri að fara. Svo fór potturinn með. Hún tók því aðra mynd örfáum mínútum seinna frá sama sjónarhorni, og þá sést hvorki potturinn né skjólveggurinn. „Svo fylgdumst við honum fljúga yfir túnið. En svo er orðið svo dimmt að við vitum ekkert hvar hann er núna. Við sjáum hvort við náum að nýta tækifærið þegar það lignir, að taka smá bíltúr og gá hvort við sjáum hann. Annars verðum við bara að bíða.“ Ekki í fyrsta skipti sem stormurinn leikur Lilju grátt Lilja Rannveig útskýrir að heimili þeirra í Borgarbyggð sé í raun statt upp á hæð og þar geti orðið verulega hvasst. Hún hefur sjálf lent illa í því. Fyrir þremur árum var fjallað um það í fjölmiðlum þegar hún fór út í miklu óveðri til að athuga hvort ruslafötur væru ekki öruggar, en þá rann hún stjórnlaust eftir klakaborinni götunni. Atvikið náðist á myndband.
Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Borgarbyggð Framsóknarflokkurinn Sundlaugar og baðlón Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Fleiri fréttir Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Sjá meira