Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar 6. febrúar 2025 07:31 Ný ríkisstjórn kappkostar að ná frumkvæði í umræðunni og nú síðast með því að halda blaðamannafund um þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar líkt og um tímamót væri að ræða. Reyndar er það svo samkvæmt þingskapalögum að þingmálaskrá skal dreift um leið og stefnuræðu forsætisráðherra við þingsetningu. Væntanlega er það hugsað í því skyni að allir þingmenn sitji við sama borð þegar kemur að því að kynna sér yfirlit þingmála og umræðan geti hafist þegar við upphaf þings. Nú skyldi maður ætla að margs konar nýlundu væri að finna á þingmálaskránni góðu í samræmi við umstangið og sviðsetninguna en sú er alls ekki raunin. Flest málin hér eru ýmist EES-mál eða endurflutt mál frá síðustu þingmálaskrá sem birtist í september síðastliðnum. Ánægjulegt að sjá mál sem á rætur að rekja í vinnu sem fór fram á síðasta kjörtímabili í matvælaráðuneytinu undir merkjum Auðlindarinnar okkar. Málið er hluti af þeirri heildarendurskoðun sem þar fór fram og varðar gagnsæi í sjávarútvegi. Vonandi líta fleiri frumvörp úr þeirri vinnu dagsins ljós enda sjálfsagt að ný ríkisstjórn geti byggt á grunni góðrar vinnu fyrri ráðherra. Við allar kynningar á þessum málum hefur farist fyrir að geta þess að ný ríkisstjórn er ekki að finna upp hjólið. Til að mynda eru áform um sölu á Íslandsbanka nákvæmlega eins og áformað var í tíð fyrri ríkisstjórnar. Vert að nefnamál sem felur í sér skýra pólitíska stefnumörkun sem er mál umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og snýr sérstaklega að því að bregðast við dómi vegna Hvammsvirkjunar. Sérlög um einn virkjanakost hljóta alltaf að teljast varhugaverð og vega að almennum römmum um ferlið. Sjónarmið náttúruverndar verða að líkindum fyrir borð borin í þinglegri meðferð enda slíkar raddir vart að finna í þinginu. Einnig er vert að halda því til haga að dómstólar hafa ekki lokið sinni umfjöllun um málið. Þetta er málið sem ríkisstjórnin telur liggja mest á og verður að líkindum rætt í þinginu á fyrstu dögum þess. Náttúruverndarsinnar landsins verða því að halda vöku sinni til þess að veita stjórnvöldum aðhald. Rétt er líka að nefna nokkur mál sem voru á þingmálaskrá fyrri stjórnar en ekki er að finna á þeirri nýju. Athygli vekur að frumvarp um rýni á beinum erlendum fjárfestingum í þýðingarmiklum samfélagsinnviðum og tengdri starfsemi er ekki að finna á þingmálaskránni. Það frumvarp á rætur að rekja í vinnu um langt skeið í því skyni að tryggja heildstæða löggjöf og stjórnsýslu varðandi jarðir, land og aðrar fasteignir á Íslandi og í samræmi við löggjöf annars staðar á Norðurlöndum og á Evrópska efnahagssvæðinu. Umræða um mikilvægi þess að stjórnvöld geti haft yfirsýn yfir hverskonar aðilar standa að kaupum á mikilvægum innviðum hefur orðið hávær í löndunum í kringum okkur, ekki síst í kjölfar stríðs í Evrópu og afleiðinga þeirra. Frumvarp til heildarlaga um almenningssamgöngur er heldur ekki að finna lengur á þingmálaskrá. Slíkt frumvarp er mikilvæg forsenda þess að gera umbætur á almenningssamgöngum, en áhugi ráðherra virðist liggja annars staðar. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur boðað samgönguáætlun með haustinu og ástæða er til að fylgjast grannt með hvernig þeirri vinnu vindur fram þegar samgönguáætlun fer í samráðsgátt stjórnvalda eins og lög mæla fyrir um, það ætti að verða í síðasta lagi seint í vetur eða með vorinu. Stefnu ríkisstjórnarinnar verður þó helst að finna í fjármálaáætlun á vordögum sem og í málflutningi einstakra ráðherra á fyrstu vikum og mánuðum nýrrar ríkisstjórnar. Þar ber hæst sá grundvallartónn sem liggur í öllum málflutningi forsætisráðherrans og lýtur að því að nú skuli „hagræða“ fyrir öllum viðbótarútgjöldum. Miðað við umfang kosningaloforða má ætla að fyrir liggi að fara í niðurskurð sem mun koma niður á almenningi í landinu í gegnum skerta þjónustu og aukið álag á opinbera starfsmenn. Fyrri yfirlýsingar í kosningabaráttunni um tekjuaukningu eru fyrir bí og í raun má segja að þessi ríkisstjórn sé hægrisinnaðri í sínum málflutningi varðandi ríkisfjármál en sú sem síðast var við völd. Lýst er eftir niðurskurðartillögum hvarvetna og forgangsröðun tillagnanna síðan útvistað til handvalinna einstaklinga og enginn þingmaður kemur þar nærri. Slík nálgun er með ólíkindum. Í þeirri stöðu í þinginu að ekkert aðhald sé að finna frá vinstri og ekkert náttúruverndarviðnám verður rödd VG enn brýnni þótt hana verði helst að finna utan þinghússins. Um sinn. Höfundur er formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinstri græn Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn kappkostar að ná frumkvæði í umræðunni og nú síðast með því að halda blaðamannafund um þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar líkt og um tímamót væri að ræða. Reyndar er það svo samkvæmt þingskapalögum að þingmálaskrá skal dreift um leið og stefnuræðu forsætisráðherra við þingsetningu. Væntanlega er það hugsað í því skyni að allir þingmenn sitji við sama borð þegar kemur að því að kynna sér yfirlit þingmála og umræðan geti hafist þegar við upphaf þings. Nú skyldi maður ætla að margs konar nýlundu væri að finna á þingmálaskránni góðu í samræmi við umstangið og sviðsetninguna en sú er alls ekki raunin. Flest málin hér eru ýmist EES-mál eða endurflutt mál frá síðustu þingmálaskrá sem birtist í september síðastliðnum. Ánægjulegt að sjá mál sem á rætur að rekja í vinnu sem fór fram á síðasta kjörtímabili í matvælaráðuneytinu undir merkjum Auðlindarinnar okkar. Málið er hluti af þeirri heildarendurskoðun sem þar fór fram og varðar gagnsæi í sjávarútvegi. Vonandi líta fleiri frumvörp úr þeirri vinnu dagsins ljós enda sjálfsagt að ný ríkisstjórn geti byggt á grunni góðrar vinnu fyrri ráðherra. Við allar kynningar á þessum málum hefur farist fyrir að geta þess að ný ríkisstjórn er ekki að finna upp hjólið. Til að mynda eru áform um sölu á Íslandsbanka nákvæmlega eins og áformað var í tíð fyrri ríkisstjórnar. Vert að nefnamál sem felur í sér skýra pólitíska stefnumörkun sem er mál umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og snýr sérstaklega að því að bregðast við dómi vegna Hvammsvirkjunar. Sérlög um einn virkjanakost hljóta alltaf að teljast varhugaverð og vega að almennum römmum um ferlið. Sjónarmið náttúruverndar verða að líkindum fyrir borð borin í þinglegri meðferð enda slíkar raddir vart að finna í þinginu. Einnig er vert að halda því til haga að dómstólar hafa ekki lokið sinni umfjöllun um málið. Þetta er málið sem ríkisstjórnin telur liggja mest á og verður að líkindum rætt í þinginu á fyrstu dögum þess. Náttúruverndarsinnar landsins verða því að halda vöku sinni til þess að veita stjórnvöldum aðhald. Rétt er líka að nefna nokkur mál sem voru á þingmálaskrá fyrri stjórnar en ekki er að finna á þeirri nýju. Athygli vekur að frumvarp um rýni á beinum erlendum fjárfestingum í þýðingarmiklum samfélagsinnviðum og tengdri starfsemi er ekki að finna á þingmálaskránni. Það frumvarp á rætur að rekja í vinnu um langt skeið í því skyni að tryggja heildstæða löggjöf og stjórnsýslu varðandi jarðir, land og aðrar fasteignir á Íslandi og í samræmi við löggjöf annars staðar á Norðurlöndum og á Evrópska efnahagssvæðinu. Umræða um mikilvægi þess að stjórnvöld geti haft yfirsýn yfir hverskonar aðilar standa að kaupum á mikilvægum innviðum hefur orðið hávær í löndunum í kringum okkur, ekki síst í kjölfar stríðs í Evrópu og afleiðinga þeirra. Frumvarp til heildarlaga um almenningssamgöngur er heldur ekki að finna lengur á þingmálaskrá. Slíkt frumvarp er mikilvæg forsenda þess að gera umbætur á almenningssamgöngum, en áhugi ráðherra virðist liggja annars staðar. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur boðað samgönguáætlun með haustinu og ástæða er til að fylgjast grannt með hvernig þeirri vinnu vindur fram þegar samgönguáætlun fer í samráðsgátt stjórnvalda eins og lög mæla fyrir um, það ætti að verða í síðasta lagi seint í vetur eða með vorinu. Stefnu ríkisstjórnarinnar verður þó helst að finna í fjármálaáætlun á vordögum sem og í málflutningi einstakra ráðherra á fyrstu vikum og mánuðum nýrrar ríkisstjórnar. Þar ber hæst sá grundvallartónn sem liggur í öllum málflutningi forsætisráðherrans og lýtur að því að nú skuli „hagræða“ fyrir öllum viðbótarútgjöldum. Miðað við umfang kosningaloforða má ætla að fyrir liggi að fara í niðurskurð sem mun koma niður á almenningi í landinu í gegnum skerta þjónustu og aukið álag á opinbera starfsmenn. Fyrri yfirlýsingar í kosningabaráttunni um tekjuaukningu eru fyrir bí og í raun má segja að þessi ríkisstjórn sé hægrisinnaðri í sínum málflutningi varðandi ríkisfjármál en sú sem síðast var við völd. Lýst er eftir niðurskurðartillögum hvarvetna og forgangsröðun tillagnanna síðan útvistað til handvalinna einstaklinga og enginn þingmaður kemur þar nærri. Slík nálgun er með ólíkindum. Í þeirri stöðu í þinginu að ekkert aðhald sé að finna frá vinstri og ekkert náttúruverndarviðnám verður rödd VG enn brýnni þótt hana verði helst að finna utan þinghússins. Um sinn. Höfundur er formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun