Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar 6. febrúar 2025 15:03 Kíktu þá á atvinnuvef Hafnarfjarðar. Það vantar ungt fólk með hreint sakavottorð til þess að sjá um forfallakennslu og „aðrar“ afleysingar í skólum bæjarins, það vantar allskonar fólk í allskonar störf á sviði menntunar og /eða uppeldi barna. Tilvalið tækifæri fyrir þig. En hvað með mig? Ég er kennari, með nám og námslán eftir því. Ég valdi starf í leikskóla af því það er skemmtilegasta, flóknasta, erfiðasta og eina starfið sem ég get hugsað mér. GAT hugsað mér. Ég hef unnið með fólki sem tekur að sér liðveislu barna í leikskólanum, þau gera þetta af ánægju og til að styðja fjölskyldur sem þurfa á því að halda. Ég starfa með fólki sem sækir námskeið í frítíma sínum til þess að auka þekkingu sína á þroska og umönnun barna, ég er ein af þeim. Þetta fólk/ég á fjölskyldur, börn, metnaðurinn fyrir starfinu er mikill. Samskipti, ég er deildarstjóri, ég þarf að hafa umsjón með starfinu sem á sér stað á deildinni. Fræða starfsfólk um það sem skiptir máli OG hvers vegna það skiptir máli. Ég svara foreldrum sem eru ósátt, sátt, í vandræðum með hegðun barns eða veikindi, langvarandi eða ekki. Skerðingar á líkama eða þroska, ef ég hef ekki svörin þá leita ég til sérfæðinga eða rannsókna um efnið. Ég geri mitt besta til að finna lausnir eða útbúa efni sem nýtist heima, heima hjá barninu fyrir foreldrana, ekki mig, þig. Ég geri þetta af ánægju. Gerði/geri?/mun gera?. Eurodyce gaf út skýrslu nú á dögunum þar sem borin eru saman gæði leikskólastarfs í löndum Evrópu. Þar segir meðal annars: „Samkvæmt greiningu skýrslunnar stendur íslenska leikskólakerfið styrkum fótum í evrópskum samanburði. Þar ber hæst að Ísland er með heildstæða námskrá fyrir leikskólastigið, góða lagalega- og stjórnsýslulega umgjörð sem meðal annars kveður á um háskólamenntun leikskólakennara. Að auki er þátttökuhlutfall barna hér á landi hátt í evrópskum samanburði, sérstaklega í eldri aldurshópum, og aðgengi barna í viðkvæmri stöðu að leikskóla er tryggt“. Ísland er með heildstæða námskrá, sem var yfirfarin nú á síðasta ári. Þetta er ekki að finna allstaðar. Þáttökuhlutfall hátt og börn í viðkvæmri stöðu með tryggt aðgengi. Og ég endurtek: „góða lagalega- og stjórnsýslulega umgjörð sem meðal annars kveður á um háskólamenntun leikskólakennara“ við komum vel út miðað við mörg önnur lönd… á pappír. En við auglýsum eftir fólki með hreint sakavottorð. Ég veit að samband íslenskra sveitafélaga stendur ekki uppi af fólki sem vill mér illt. Ég veit að það er flókið að reka bæjarfélög, ekki langar mig að gera það. En ég veit líka að það sem ég tekst á við daglega byggir upp fólkið sem mun sinna þessum störfum og byggja landið. „Á sandi byggði heimskur maður hús“ söng ég sem barn, ég vil ekki byggja á sandi en stundum eru möguleikarnir sem ég hef fáir. Auglýsendur, stjórnendur sveitafélaga gera lítið úr starfinu sem ég hef valið mér og mínum metnaði og minni umhyggju með því að neita að standa við gefin loforð. Meðal annars með því að halda í þá staðreynd að fólk með álíka menntun og ég fái betur greitt fyrir störf sín OG eru metin sem sérfræðingar á sínu sviði. Við viljum öll vera metin að verðleikum fyrir okkar starf. Í dag er ég ekki stolt af mínu sveitafélagi eða landi. En ég er stolt af leikskólanum mínum og því starfi sem við vinnum. Til hamingju með dag leikskólans kæra þjóð. Vilt þú vinna með framtíðinni? Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Hafnarfjörður Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Kíktu þá á atvinnuvef Hafnarfjarðar. Það vantar ungt fólk með hreint sakavottorð til þess að sjá um forfallakennslu og „aðrar“ afleysingar í skólum bæjarins, það vantar allskonar fólk í allskonar störf á sviði menntunar og /eða uppeldi barna. Tilvalið tækifæri fyrir þig. En hvað með mig? Ég er kennari, með nám og námslán eftir því. Ég valdi starf í leikskóla af því það er skemmtilegasta, flóknasta, erfiðasta og eina starfið sem ég get hugsað mér. GAT hugsað mér. Ég hef unnið með fólki sem tekur að sér liðveislu barna í leikskólanum, þau gera þetta af ánægju og til að styðja fjölskyldur sem þurfa á því að halda. Ég starfa með fólki sem sækir námskeið í frítíma sínum til þess að auka þekkingu sína á þroska og umönnun barna, ég er ein af þeim. Þetta fólk/ég á fjölskyldur, börn, metnaðurinn fyrir starfinu er mikill. Samskipti, ég er deildarstjóri, ég þarf að hafa umsjón með starfinu sem á sér stað á deildinni. Fræða starfsfólk um það sem skiptir máli OG hvers vegna það skiptir máli. Ég svara foreldrum sem eru ósátt, sátt, í vandræðum með hegðun barns eða veikindi, langvarandi eða ekki. Skerðingar á líkama eða þroska, ef ég hef ekki svörin þá leita ég til sérfæðinga eða rannsókna um efnið. Ég geri mitt besta til að finna lausnir eða útbúa efni sem nýtist heima, heima hjá barninu fyrir foreldrana, ekki mig, þig. Ég geri þetta af ánægju. Gerði/geri?/mun gera?. Eurodyce gaf út skýrslu nú á dögunum þar sem borin eru saman gæði leikskólastarfs í löndum Evrópu. Þar segir meðal annars: „Samkvæmt greiningu skýrslunnar stendur íslenska leikskólakerfið styrkum fótum í evrópskum samanburði. Þar ber hæst að Ísland er með heildstæða námskrá fyrir leikskólastigið, góða lagalega- og stjórnsýslulega umgjörð sem meðal annars kveður á um háskólamenntun leikskólakennara. Að auki er þátttökuhlutfall barna hér á landi hátt í evrópskum samanburði, sérstaklega í eldri aldurshópum, og aðgengi barna í viðkvæmri stöðu að leikskóla er tryggt“. Ísland er með heildstæða námskrá, sem var yfirfarin nú á síðasta ári. Þetta er ekki að finna allstaðar. Þáttökuhlutfall hátt og börn í viðkvæmri stöðu með tryggt aðgengi. Og ég endurtek: „góða lagalega- og stjórnsýslulega umgjörð sem meðal annars kveður á um háskólamenntun leikskólakennara“ við komum vel út miðað við mörg önnur lönd… á pappír. En við auglýsum eftir fólki með hreint sakavottorð. Ég veit að samband íslenskra sveitafélaga stendur ekki uppi af fólki sem vill mér illt. Ég veit að það er flókið að reka bæjarfélög, ekki langar mig að gera það. En ég veit líka að það sem ég tekst á við daglega byggir upp fólkið sem mun sinna þessum störfum og byggja landið. „Á sandi byggði heimskur maður hús“ söng ég sem barn, ég vil ekki byggja á sandi en stundum eru möguleikarnir sem ég hef fáir. Auglýsendur, stjórnendur sveitafélaga gera lítið úr starfinu sem ég hef valið mér og mínum metnaði og minni umhyggju með því að neita að standa við gefin loforð. Meðal annars með því að halda í þá staðreynd að fólk með álíka menntun og ég fái betur greitt fyrir störf sín OG eru metin sem sérfræðingar á sínu sviði. Við viljum öll vera metin að verðleikum fyrir okkar starf. Í dag er ég ekki stolt af mínu sveitafélagi eða landi. En ég er stolt af leikskólanum mínum og því starfi sem við vinnum. Til hamingju með dag leikskólans kæra þjóð. Vilt þú vinna með framtíðinni? Höfundur er leikskólakennari.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun