Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2025 15:37 Brot úr Norður-kóreskri stýriflaug sem féll á Karkív-borg í Úkraínu. Getty/Denys Glushko Norðurkóreskar skotflaugar sem Rússar skjóta nú reglulega að Úkraínu eru orðnar töluvert nákvæmari. Rússar hafa skotið þessum eldflaugum að skotmörkum í Úkraínu í rúm tvö ár en Úkraínumenn segja þær orðnar töluvert betri. Þykir það til marks um það að eldflaugavísindamenn Norður-Kóreu hafi notað reynsluna af stríðinu í Úkraínu og Rússlandi til að betrumbæta eldflaugar sínar. Þetta kemur fram í frétt Reuters en einn heimildarmaður miðilsins úr úkraínska hernum segir að skotflaugarnar séu nú farnar að lenda um fimmtíu til hundrað metra frá skotmörkum sínum. Það eigi við rúmlega tuttugu síðustu skotflaugar frá Norður-Kóreu og sé mun betra en áður. Sérfræðingur suðurkóreskar hugveitu sem fjallar um hernaðarmál segir þessa þróun geta falið í sér mikla ógn gegn Suður-Kóreu, Japan og Bandaríkjunum, auk annarra ríkja ef Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, selji öðrum eldflaugar. „Þetta getur haft mikil áhrif á stöðugleika á svæðinu og í heiminum,“ sagði Yang Uk, áðurnefndur sérfræðingur. Eins og fram kemur í frétt Reuters hefur mikil þróun orðið á eldflaugaáætlun Norður-Kóreu á undanförnum árum. Innrás Rússa í Úkraínu hefur þó gefið Norður-kóreumönnum fyrsta tækifærið til að prófa eldflaugar sínar í átökum. Rússar eru sagðir hafa skotið um hundrað skammdrægum skotflaugum frá Norður-Kóreu að skotmörkum í Úkraínu frá lokum árs 2023. Þar að auki hafa Rússar fengið milljónir sprengikúla fyrir stórskotalið frá Norður-Kóreu, stórskotaliðsvopn og hermenn. Sjá einnig: Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Norðurkóreskir hermenn hafa tekið þátt í átökunum í Kúrskhéraði í Rússlandi. Fregnir hafa þó borist af því að þeir hafi verið teknir af víglínunni vegna gífurlegs mannfalls. Þá höfðu fjölmiðlar ytra eftir embættismönnum á Vesturlöndum að af um ellefu þúsund Kimdátum sem hefðu verið sendir til Rússlands hefðu þúsund fallið. Þá hafa einnig borist fregnir af því að Bandaríkjamenn telji fleiri Kimdáta á leiðinni til Rússlands á næstunni. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Norður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Rússnesk yfirvöld segja að skotmark banatilræðis í Moskvu í morgun hafi verið leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu. Hann og lífvörður hans féllu þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar. 3. febrúar 2025 10:51 Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Einn forsvarsmanna Atlantshafsbandalagsins staðfesti í dag að Rússar hafi lagt á ráðin með að myrða Armin Papperger, framkvæmdastjóra þýska hergagnaframleiðandans Rheinmetall. Rússneskir útsendarar hefðu staðið að baki fjölmörgum skemmdarverkum og tilraunum til skemmdarverka í Evrópu á undanförnum árum, auk fleiri banatilræða. 28. janúar 2025 20:45 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem undanfarna daga hefur hótað því að beita refsitollum gegn Kínverjum, Mexíkóum og Kanadamönnum hefur nú snúið sér að Rússum. 23. janúar 2025 07:31 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31 Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Fleiri fréttir Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Heathrow aftur starfandi eftir brunann Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Sjá meira
Þykir það til marks um það að eldflaugavísindamenn Norður-Kóreu hafi notað reynsluna af stríðinu í Úkraínu og Rússlandi til að betrumbæta eldflaugar sínar. Þetta kemur fram í frétt Reuters en einn heimildarmaður miðilsins úr úkraínska hernum segir að skotflaugarnar séu nú farnar að lenda um fimmtíu til hundrað metra frá skotmörkum sínum. Það eigi við rúmlega tuttugu síðustu skotflaugar frá Norður-Kóreu og sé mun betra en áður. Sérfræðingur suðurkóreskar hugveitu sem fjallar um hernaðarmál segir þessa þróun geta falið í sér mikla ógn gegn Suður-Kóreu, Japan og Bandaríkjunum, auk annarra ríkja ef Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, selji öðrum eldflaugar. „Þetta getur haft mikil áhrif á stöðugleika á svæðinu og í heiminum,“ sagði Yang Uk, áðurnefndur sérfræðingur. Eins og fram kemur í frétt Reuters hefur mikil þróun orðið á eldflaugaáætlun Norður-Kóreu á undanförnum árum. Innrás Rússa í Úkraínu hefur þó gefið Norður-kóreumönnum fyrsta tækifærið til að prófa eldflaugar sínar í átökum. Rússar eru sagðir hafa skotið um hundrað skammdrægum skotflaugum frá Norður-Kóreu að skotmörkum í Úkraínu frá lokum árs 2023. Þar að auki hafa Rússar fengið milljónir sprengikúla fyrir stórskotalið frá Norður-Kóreu, stórskotaliðsvopn og hermenn. Sjá einnig: Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Norðurkóreskir hermenn hafa tekið þátt í átökunum í Kúrskhéraði í Rússlandi. Fregnir hafa þó borist af því að þeir hafi verið teknir af víglínunni vegna gífurlegs mannfalls. Þá höfðu fjölmiðlar ytra eftir embættismönnum á Vesturlöndum að af um ellefu þúsund Kimdátum sem hefðu verið sendir til Rússlands hefðu þúsund fallið. Þá hafa einnig borist fregnir af því að Bandaríkjamenn telji fleiri Kimdáta á leiðinni til Rússlands á næstunni.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Norður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Rússnesk yfirvöld segja að skotmark banatilræðis í Moskvu í morgun hafi verið leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu. Hann og lífvörður hans féllu þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar. 3. febrúar 2025 10:51 Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Einn forsvarsmanna Atlantshafsbandalagsins staðfesti í dag að Rússar hafi lagt á ráðin með að myrða Armin Papperger, framkvæmdastjóra þýska hergagnaframleiðandans Rheinmetall. Rússneskir útsendarar hefðu staðið að baki fjölmörgum skemmdarverkum og tilraunum til skemmdarverka í Evrópu á undanförnum árum, auk fleiri banatilræða. 28. janúar 2025 20:45 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem undanfarna daga hefur hótað því að beita refsitollum gegn Kínverjum, Mexíkóum og Kanadamönnum hefur nú snúið sér að Rússum. 23. janúar 2025 07:31 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31 Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Fleiri fréttir Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Heathrow aftur starfandi eftir brunann Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Sjá meira
Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Rússnesk yfirvöld segja að skotmark banatilræðis í Moskvu í morgun hafi verið leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu. Hann og lífvörður hans féllu þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar. 3. febrúar 2025 10:51
Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Einn forsvarsmanna Atlantshafsbandalagsins staðfesti í dag að Rússar hafi lagt á ráðin með að myrða Armin Papperger, framkvæmdastjóra þýska hergagnaframleiðandans Rheinmetall. Rússneskir útsendarar hefðu staðið að baki fjölmörgum skemmdarverkum og tilraunum til skemmdarverka í Evrópu á undanförnum árum, auk fleiri banatilræða. 28. janúar 2025 20:45
Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem undanfarna daga hefur hótað því að beita refsitollum gegn Kínverjum, Mexíkóum og Kanadamönnum hefur nú snúið sér að Rússum. 23. janúar 2025 07:31
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31