Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2025 08:30 Sergio Ramos lék síðast með uppeldisfélagi sínu Sevilla en er nú mættur til Mexíkó. Getty/Joaquin Corchero Spænska fótboltagoðsögnin Sergio Ramos hefur tekið fram takkaskóna að nýju og mun spila í efstu deildinni í Mexíkó. Ramos, sem verður 39 ára í næsta mánuði, lék síðast fótbolta með Sevilla á Spáni en hætti þar síðasta sumar. Í gær var hann hins vegar kynntur sem nýr leikmaður Monterrey í Mexíkó. „Sögufrægur varnarmaður í heimsfótboltanum, margfaldur meistari með Real Madrid og PSG og heimsmeistari með Spáni. Velkominn til Club de Futbol Monterrey. Leiðtogahæfni þín, hæfileikar og sigurhugarfar mun koma „Bláum og hvítum“ í hæstu hæðir,“ segir í tilkynningu Monterrey. Athygli vekur að Ramos verður í treyju númer 93 hjá Monterrey en það er til að minnast marksins sem hann skoraði á þriðju mínútu uppbótartíma fyrir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2014. Markið tryggði Real framlengingu og liðið varð svo Evrópumeistari. Sergio Ramos will wear the no.93 shirt at Monterrey to honour his late goal for Real Madrid in the 2014 #UCL final 🎯 pic.twitter.com/9bENX4zlk8— BBC Sport (@BBCSport) February 7, 2025 Ramos, sem vann mikinn fjölda titla á sextán árum með Real Madrid og varð heimsmeistari með Spáni 2010 og Evrópumeistari 2008 og 2012, er uppalinn hjá Sevilla. Hann lék í eitt ár fyrir félagið áður en að samningur hans rann út síðasta sumar. „Við höfum reynt að semja við hann síðan síðasta sumar. Það gekk ekki upp þá en við reyndum aftur núna í félagaskiptaglugganum,“ sagði Jose Antonio Noriega, forseti Monterrey. „Liðið þarf á honum að halda. Hann hefur gæðin, gríðarlega reynslu, rosalegan persónuleika og er óumdeildur leiðtogi,“ sagði Noriega. Ramos kemur því til með að spila á HM félagsliða í sumar en Monterrey er eitt af þremur mexíkóskum liðum sem taka þátt í mótinu. Spænski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Sjá meira
Ramos, sem verður 39 ára í næsta mánuði, lék síðast fótbolta með Sevilla á Spáni en hætti þar síðasta sumar. Í gær var hann hins vegar kynntur sem nýr leikmaður Monterrey í Mexíkó. „Sögufrægur varnarmaður í heimsfótboltanum, margfaldur meistari með Real Madrid og PSG og heimsmeistari með Spáni. Velkominn til Club de Futbol Monterrey. Leiðtogahæfni þín, hæfileikar og sigurhugarfar mun koma „Bláum og hvítum“ í hæstu hæðir,“ segir í tilkynningu Monterrey. Athygli vekur að Ramos verður í treyju númer 93 hjá Monterrey en það er til að minnast marksins sem hann skoraði á þriðju mínútu uppbótartíma fyrir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2014. Markið tryggði Real framlengingu og liðið varð svo Evrópumeistari. Sergio Ramos will wear the no.93 shirt at Monterrey to honour his late goal for Real Madrid in the 2014 #UCL final 🎯 pic.twitter.com/9bENX4zlk8— BBC Sport (@BBCSport) February 7, 2025 Ramos, sem vann mikinn fjölda titla á sextán árum með Real Madrid og varð heimsmeistari með Spáni 2010 og Evrópumeistari 2008 og 2012, er uppalinn hjá Sevilla. Hann lék í eitt ár fyrir félagið áður en að samningur hans rann út síðasta sumar. „Við höfum reynt að semja við hann síðan síðasta sumar. Það gekk ekki upp þá en við reyndum aftur núna í félagaskiptaglugganum,“ sagði Jose Antonio Noriega, forseti Monterrey. „Liðið þarf á honum að halda. Hann hefur gæðin, gríðarlega reynslu, rosalegan persónuleika og er óumdeildur leiðtogi,“ sagði Noriega. Ramos kemur því til með að spila á HM félagsliða í sumar en Monterrey er eitt af þremur mexíkóskum liðum sem taka þátt í mótinu.
Spænski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Sjá meira