„Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. febrúar 2025 09:00 Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra, furðar sig á vinnubrögðum stjórnarandstöðunnar og ásökunum þeirra sem hún segir byggja á sögusögnum. Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, segir engan á vegum ráðuneytisins hafa lagt fram launahækkun í kjaraviðræðum kennara og veltir hún fyrir sér hver sé að búa til slíkar sögusagnir. Ráðuneytið hafi þó reynt að liðka fyrir viðræðum með öðrum aðgerðum. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, kom í Bítið í morgun til að ræða menntamál, kjaraviðræður kennara og ýmislegt annað. Þáttastjórnendur byrjuðu á að spyrja hana út í meint afskipti hennar af viðræðum milli sveitarfélaga og kennara. „Það sem ég, eða fólk á mínum vegum, hef verið ásökuð um er að hafa boðið kennurum tveggja prósenta launahækkun. Það er bara alls ekki rétt. Við gerðum það hvergi, höfum aldrei gert það,“ sagði Ásthildur um ásakanir stjórnarandstöðunnar. Buðuð þið eitthvað? „Nei, ekki í neinu sem eru peningar. Það sem við hins vegar reyndum að gera var að liðka fyrir sátt í deilunni svo sem með því að flýta virðismati starfa og með almennum aðgerðum í menntamálum sem við vissum að kennarar vildu gjarnan sjá. Við náttúrulega höfðum miklar áhyggjur af þessari stöðu inni í ráðuneytinu og höfum enn. Það var rætt á þessum forsendum,“ sagði hún. Skilur ekki hvernig svona sögusagnir verða til Eru þetta einhver óskrifuð eða skrifuð lög um að ríkið sé ekki að skipta sér af svona málum? „Nei, það er nefnilega ekki og mér skilst að það hafi varla farið fram kjaraviðræður eða samningur undanfarin ár án þess að ríkið hafi komið þar að máli með einhverjum hætti,“ sagði Ásthildur. Þetta upphlaup formanna minnihlutans orkaði á mann eins og þetta væri ægileg synd en maður giskar á að ef þú hefðir stigið inn í þá hefði þjóðin verið mjög ánægð. „Ég held það nú bara líka. Það hefði verið mjög gaman að geta gert það. Ríkið er ekki nema samningsaðili við framhaldsskólakennara og getur þess vegna ekki lofað neinum kauphækkunum fyrir hönd sveitarfélaganna. Það var ekki gert. Og ég eiginlega skil ekki hvernig svona sögusagnir verða til,“ segir Ásthildur. „Það er ósamræmi í málflutningi stjórnarandstöðunnar, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa áður haft aðkomu að kjarasamningum. Og að vera að byggja svona mikið á sögusögnum, ég veit ekki hvaðan þær koma vegna þess að þær eru bara alls ekki sannar.“ Verulega slæmt og umhugsunarvert Ásthildur segist hafa verið bjartsýn í síðustu viku og alveg fram á síðustu stundu á að viðræðurnar myndu leysast eftir að hún hafði hitt deiluaðila, forsætisráðherra og efnahagsráðherra. Deiluaðilum hafi litist mjög vel á hugmyndir ráðuneytisins um úrbætur í menntakerfinu sem sneru meðal annars að starfsþróun kennara, hraðari innleiðingu virðismatskerfis og ýmsum aðgerðum í þágu barna. „En þetta er það eina sem ríkisstjórnin getur boðið inn í deilur sem standa á milli sveitarfélaga og kennara,“ segir hún. „Þetta var komið út í svo mikið bull að ég fékk meira að segja spurningu um hvort ég hefði verið niðri í Karphúsi um helgina, því þau höfðu heimild fyrir því. Ég hef ekki komið nálægt Karphúsinu í mörg ár,“ segir hún og bætir við „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur og líka hvernig stjórnarandstaðan bara gleypir þetta. Kannski er þetta fólk sem það treystir og það er þá verulega slæmt og umhugsunarvert.“ Bjartsýn á að deilan leysist Boðað var óvænt til nýs fundar milli deiluaðila hjá ríkissáttasemjara í vikunni. Hversu bjartsýn getum við verið? „Ég er bjartsýn en maður veit aldrei fyrr en búið er að samþykkja,“ segir Ásthildur. Fyrr en vöfflulyktin kemur í Karphúsið? „Fyrr en vöfflulyktin kemur en ég finn hana örugglega ekki fyrr en hún kemur í fréttum,“ segir hún. Ásthildur ræddi einnig um helstu mál á sínu borði, áherslu á farsæld barna og samþættingu þjónustustiga, áskoranirnar sem samfélagið þarf að takast á við og ýmislegt annað eins og heyra má í klippunni hér að neðan. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bítið Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, kom í Bítið í morgun til að ræða menntamál, kjaraviðræður kennara og ýmislegt annað. Þáttastjórnendur byrjuðu á að spyrja hana út í meint afskipti hennar af viðræðum milli sveitarfélaga og kennara. „Það sem ég, eða fólk á mínum vegum, hef verið ásökuð um er að hafa boðið kennurum tveggja prósenta launahækkun. Það er bara alls ekki rétt. Við gerðum það hvergi, höfum aldrei gert það,“ sagði Ásthildur um ásakanir stjórnarandstöðunnar. Buðuð þið eitthvað? „Nei, ekki í neinu sem eru peningar. Það sem við hins vegar reyndum að gera var að liðka fyrir sátt í deilunni svo sem með því að flýta virðismati starfa og með almennum aðgerðum í menntamálum sem við vissum að kennarar vildu gjarnan sjá. Við náttúrulega höfðum miklar áhyggjur af þessari stöðu inni í ráðuneytinu og höfum enn. Það var rætt á þessum forsendum,“ sagði hún. Skilur ekki hvernig svona sögusagnir verða til Eru þetta einhver óskrifuð eða skrifuð lög um að ríkið sé ekki að skipta sér af svona málum? „Nei, það er nefnilega ekki og mér skilst að það hafi varla farið fram kjaraviðræður eða samningur undanfarin ár án þess að ríkið hafi komið þar að máli með einhverjum hætti,“ sagði Ásthildur. Þetta upphlaup formanna minnihlutans orkaði á mann eins og þetta væri ægileg synd en maður giskar á að ef þú hefðir stigið inn í þá hefði þjóðin verið mjög ánægð. „Ég held það nú bara líka. Það hefði verið mjög gaman að geta gert það. Ríkið er ekki nema samningsaðili við framhaldsskólakennara og getur þess vegna ekki lofað neinum kauphækkunum fyrir hönd sveitarfélaganna. Það var ekki gert. Og ég eiginlega skil ekki hvernig svona sögusagnir verða til,“ segir Ásthildur. „Það er ósamræmi í málflutningi stjórnarandstöðunnar, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa áður haft aðkomu að kjarasamningum. Og að vera að byggja svona mikið á sögusögnum, ég veit ekki hvaðan þær koma vegna þess að þær eru bara alls ekki sannar.“ Verulega slæmt og umhugsunarvert Ásthildur segist hafa verið bjartsýn í síðustu viku og alveg fram á síðustu stundu á að viðræðurnar myndu leysast eftir að hún hafði hitt deiluaðila, forsætisráðherra og efnahagsráðherra. Deiluaðilum hafi litist mjög vel á hugmyndir ráðuneytisins um úrbætur í menntakerfinu sem sneru meðal annars að starfsþróun kennara, hraðari innleiðingu virðismatskerfis og ýmsum aðgerðum í þágu barna. „En þetta er það eina sem ríkisstjórnin getur boðið inn í deilur sem standa á milli sveitarfélaga og kennara,“ segir hún. „Þetta var komið út í svo mikið bull að ég fékk meira að segja spurningu um hvort ég hefði verið niðri í Karphúsi um helgina, því þau höfðu heimild fyrir því. Ég hef ekki komið nálægt Karphúsinu í mörg ár,“ segir hún og bætir við „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur og líka hvernig stjórnarandstaðan bara gleypir þetta. Kannski er þetta fólk sem það treystir og það er þá verulega slæmt og umhugsunarvert.“ Bjartsýn á að deilan leysist Boðað var óvænt til nýs fundar milli deiluaðila hjá ríkissáttasemjara í vikunni. Hversu bjartsýn getum við verið? „Ég er bjartsýn en maður veit aldrei fyrr en búið er að samþykkja,“ segir Ásthildur. Fyrr en vöfflulyktin kemur í Karphúsið? „Fyrr en vöfflulyktin kemur en ég finn hana örugglega ekki fyrr en hún kemur í fréttum,“ segir hún. Ásthildur ræddi einnig um helstu mál á sínu borði, áherslu á farsæld barna og samþættingu þjónustustiga, áskoranirnar sem samfélagið þarf að takast á við og ýmislegt annað eins og heyra má í klippunni hér að neðan.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bítið Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira