Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2025 12:02 Dagný Brynjarsdóttir og Þorsteinn Halldórsson sameina krafta sína að nýju í komandi leikjum gegn Sviss og Frakklandi. Samsett/Getty Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, lætur það ekki trufla sig neitt þó að leikmenn gagnrýni hann fyrir liðsval líkt og Dagný Brynjarsdóttir gerði í viðtali við eina vinsælustu íþróttasíðu heims. Dagný er nú komin í landsliðið að nýju, á eins árs afmælisdegi yngri sonar síns. Þorsteinn tilkynnti í dag landsliðshópinn sem mætir Sviss og Frakklandi ytra síðar í þessum mánuði, í fyrstu leikjunum á nýrri leiktíð í Þjóðadeildinni. Dagný er í þeim hópi og gæti spilað sína fyrstu landsleiki síðan í apríl 2023, en þessi 33 ára leikmaður West Ham á að baki 113 A-landsleiki og hefur skorað 38 mörk en aðeins Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað fleiri. Dagný gagnrýndi Þorstein í viðtali við The Athletic í nóvember og var greinilega sár yfir því að vera ekki aftur komin með sæti í landsliðinu, og yfir því að Þorsteinn skyldi ekki hafa haft samband við hana. „Ég ætti að vera komin aftur í íslenska landsliðið en þetta er í fyrsta sinn síðan ég var átján ára gömul sem ég er ekki valin í landsliðið. Ég var komin aftur í landsliðið á þessum tíma eftir fyrra barnið og ég er komin lengra núna en ég var þá,“ sagði Dagný. „Landsliðsþjálfarinn hringdi ekki í mig í sjö mánuði. Það hafa heldur ekki verið nein samtöl við starfsfólkið hér hjá West Ham eða við mig til að athuga stöðuna á mér,“ sagði Dagný í viðtalinu. Ekkert út á ákvörðun Dagnýjar að setja Þorsteinn var spurður út í þetta á blaðamannafundinum í dag og sagði: „Það er fullt af leikmönnum ósáttir við að vera ekki í landsliði og leikmenn tjá sig á mismunandi hátt um það. Sumir tala beint við mig. Aðrir fara kannski leið eins og Dagný að tala beint við fjölmiðla og eru tilbúnir að opinbera það þar. Ég set ekkert út á það þó að leikmenn gagnrýni mig fyrir að velja þær ekki í landsliðið. Það er bara þeirra skoðun og þær mega hafa þá skoðun sem þær vilja. Ég óttast það ekki neitt og það er partur af að vera í þessu starfi að taka við gagnrýni. Ég set ekkert út á það. Við áttum samtöl, ég hef talað 2-3 sinnum við hana síðustu vikur, og það er ekkert vandamál okkar á milli. Hún kemur inn núna og vonandi fersk og sterk í þetta verkefni. Það er mín ósk og trú.“ Klippa: Þorsteinn um gagnrýni Dagnýjar Dagný hefur átt erfitt uppdráttar með West Ham í ensku úrvalsdeildinni í vetur og ekki verið í byrjunarliði liðsins síðan 6. október. Þorsteinn vonast hins vegar til þess að nú fari Rangæingurinn að ná sér á strik: „Hún hefur staðið sig ágætlega. Auðvitað hefur hún ekki verið að fá mikið af mínútum síðastliðna 3-4 mánuði. Hún byrjaði mikið af leikjum á undirbúningstímabilinu og fyrstu þrjá leikina í deildinni, en síðan hefur mínútunum fækkað. Auðvitað eru það vonbrigði miðað við hennar þróun í leiknum. Hún er að koma til baka eftir rúmlega árs fjarveru og það eru ákveðin vonbrigði að þróunin sé svona í mínútum, að hún byrji hátt og svo minnki það. Það er það neikvæða við þetta hjá henni. En hún er á réttri leið og ég vonast til að hún nái sér á strik með okkur og geri það líka með West Ham,“ sagði Þorsteinn. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur KSÍ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag þar sem hann kynnti nýjasta landsliðshóp sinn. 7. febrúar 2025 10:30 Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Þorsteinn tilkynnti í dag landsliðshópinn sem mætir Sviss og Frakklandi ytra síðar í þessum mánuði, í fyrstu leikjunum á nýrri leiktíð í Þjóðadeildinni. Dagný er í þeim hópi og gæti spilað sína fyrstu landsleiki síðan í apríl 2023, en þessi 33 ára leikmaður West Ham á að baki 113 A-landsleiki og hefur skorað 38 mörk en aðeins Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað fleiri. Dagný gagnrýndi Þorstein í viðtali við The Athletic í nóvember og var greinilega sár yfir því að vera ekki aftur komin með sæti í landsliðinu, og yfir því að Þorsteinn skyldi ekki hafa haft samband við hana. „Ég ætti að vera komin aftur í íslenska landsliðið en þetta er í fyrsta sinn síðan ég var átján ára gömul sem ég er ekki valin í landsliðið. Ég var komin aftur í landsliðið á þessum tíma eftir fyrra barnið og ég er komin lengra núna en ég var þá,“ sagði Dagný. „Landsliðsþjálfarinn hringdi ekki í mig í sjö mánuði. Það hafa heldur ekki verið nein samtöl við starfsfólkið hér hjá West Ham eða við mig til að athuga stöðuna á mér,“ sagði Dagný í viðtalinu. Ekkert út á ákvörðun Dagnýjar að setja Þorsteinn var spurður út í þetta á blaðamannafundinum í dag og sagði: „Það er fullt af leikmönnum ósáttir við að vera ekki í landsliði og leikmenn tjá sig á mismunandi hátt um það. Sumir tala beint við mig. Aðrir fara kannski leið eins og Dagný að tala beint við fjölmiðla og eru tilbúnir að opinbera það þar. Ég set ekkert út á það þó að leikmenn gagnrýni mig fyrir að velja þær ekki í landsliðið. Það er bara þeirra skoðun og þær mega hafa þá skoðun sem þær vilja. Ég óttast það ekki neitt og það er partur af að vera í þessu starfi að taka við gagnrýni. Ég set ekkert út á það. Við áttum samtöl, ég hef talað 2-3 sinnum við hana síðustu vikur, og það er ekkert vandamál okkar á milli. Hún kemur inn núna og vonandi fersk og sterk í þetta verkefni. Það er mín ósk og trú.“ Klippa: Þorsteinn um gagnrýni Dagnýjar Dagný hefur átt erfitt uppdráttar með West Ham í ensku úrvalsdeildinni í vetur og ekki verið í byrjunarliði liðsins síðan 6. október. Þorsteinn vonast hins vegar til þess að nú fari Rangæingurinn að ná sér á strik: „Hún hefur staðið sig ágætlega. Auðvitað hefur hún ekki verið að fá mikið af mínútum síðastliðna 3-4 mánuði. Hún byrjaði mikið af leikjum á undirbúningstímabilinu og fyrstu þrjá leikina í deildinni, en síðan hefur mínútunum fækkað. Auðvitað eru það vonbrigði miðað við hennar þróun í leiknum. Hún er að koma til baka eftir rúmlega árs fjarveru og það eru ákveðin vonbrigði að þróunin sé svona í mínútum, að hún byrji hátt og svo minnki það. Það er það neikvæða við þetta hjá henni. En hún er á réttri leið og ég vonast til að hún nái sér á strik með okkur og geri það líka með West Ham,“ sagði Þorsteinn.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur KSÍ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag þar sem hann kynnti nýjasta landsliðshóp sinn. 7. febrúar 2025 10:30 Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Svona var blaðamannafundur KSÍ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag þar sem hann kynnti nýjasta landsliðshóp sinn. 7. febrúar 2025 10:30