Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2025 18:15 Herdís Dröfn Fjeldsted er forstjóri Sýnar. Sýn Fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækið Sýn gerir ráð fyrir að rekstrarhagnaður fyrir árið 2024 verði um sjö hundruð milljónir króna sem er undir fyrri spám um afkomu. Ástæðuna má rekja til eldsvoða hjá fyrirtækinu auk þess sem áskrifta- og auglýsingasala var undir væntingum. Þetta kemur fram í afkomuviðvörun Sýnar til Kauphallar. Sýn rekur Vodafone, Vísi, sjónvarpsstöðina Stöð 2 og fylgirásir eins og Stöð 2 Sport og útvarpsstöðvar eins og Bylgjuna, FM 957 og X-ið. Í tilkynningunni kemur fram að rekstrarhagnaður félagsins fyrir árið 2024 verði í kringum 700 milljónir króna „sem er undir áður útgefnu spámarki félagsins, sem og rauntölum úr rekstri miðað við afkomu fjórða ársfjórðungs og ársins 2023. Uppfærð spá gerði ráð fyrir að EBIT lægi nær neðri mörkum bilsins 900–1100 m.kr.“ Helstu ástæður fráviksins eru sagðar eftirfarandi: Auglýsingatekjur: Sala auglýsinga reyndist talsvert undir upphaflegum áætlunum, eða 258 m.kr. á síðustu tveimur fjórðungum ársins, þar af 157 m.kr. á 4F og leiddi það til endurmats á þeim rekstrarhluta. Áskriftartekjur af sjónvarpsmiðlum: Tekjur af áskriftum voru um 106 m.kr. undir þeim markmiðum sem sett höfðu verið. Eignfærslur launakostnaðar: Félagið hefur sett sér eignfærslustefnu og á grundvelli hennar tekið ákvörðun um að eignfæra minna en áætlað hafði verið og nemur mismunurinn 112 m.kr. Brunatjón: Um mánuði eftir útgáfu spárinnar varð félagið fyrir verulegu tjóni vegna eldsvoða sem nú hefur verið metið á um 600 m.kr. Samþykkt bótaupphæð nemur 207 m.kr. en bruninn hefur haft í för með sér aukinn kostnað og kallar á auknar fjárfestingar til endurnýjunar á skemmdum búnaði. Fram kemur í tilkynningunni að rekstur fjarskipta hafi verið á áætlun á árinu og þrátt fyrir ofangreindar áskoranir hafi rekstrarkostnaður einnig þróast í samræmi við áætlanir og sé í takt við markmið félagsins um aukna skilvirkni. „Félagið mun þurfa að endurskoða áður útgefin viðmið um EBIT fyrir árið 2025 til lækkunar til að bregðast við ofangreindum frávikum. Horfur félagsins fyrir 2025 verða birtar samhliða endanlegu ársuppgjöri þann 20. febrúar nk. Ársuppgjör félagsins er enn í vinnslu og getur tekið breytingum fram að birtingu.“ Sýn Kauphöllin Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Þetta kemur fram í afkomuviðvörun Sýnar til Kauphallar. Sýn rekur Vodafone, Vísi, sjónvarpsstöðina Stöð 2 og fylgirásir eins og Stöð 2 Sport og útvarpsstöðvar eins og Bylgjuna, FM 957 og X-ið. Í tilkynningunni kemur fram að rekstrarhagnaður félagsins fyrir árið 2024 verði í kringum 700 milljónir króna „sem er undir áður útgefnu spámarki félagsins, sem og rauntölum úr rekstri miðað við afkomu fjórða ársfjórðungs og ársins 2023. Uppfærð spá gerði ráð fyrir að EBIT lægi nær neðri mörkum bilsins 900–1100 m.kr.“ Helstu ástæður fráviksins eru sagðar eftirfarandi: Auglýsingatekjur: Sala auglýsinga reyndist talsvert undir upphaflegum áætlunum, eða 258 m.kr. á síðustu tveimur fjórðungum ársins, þar af 157 m.kr. á 4F og leiddi það til endurmats á þeim rekstrarhluta. Áskriftartekjur af sjónvarpsmiðlum: Tekjur af áskriftum voru um 106 m.kr. undir þeim markmiðum sem sett höfðu verið. Eignfærslur launakostnaðar: Félagið hefur sett sér eignfærslustefnu og á grundvelli hennar tekið ákvörðun um að eignfæra minna en áætlað hafði verið og nemur mismunurinn 112 m.kr. Brunatjón: Um mánuði eftir útgáfu spárinnar varð félagið fyrir verulegu tjóni vegna eldsvoða sem nú hefur verið metið á um 600 m.kr. Samþykkt bótaupphæð nemur 207 m.kr. en bruninn hefur haft í för með sér aukinn kostnað og kallar á auknar fjárfestingar til endurnýjunar á skemmdum búnaði. Fram kemur í tilkynningunni að rekstur fjarskipta hafi verið á áætlun á árinu og þrátt fyrir ofangreindar áskoranir hafi rekstrarkostnaður einnig þróast í samræmi við áætlanir og sé í takt við markmið félagsins um aukna skilvirkni. „Félagið mun þurfa að endurskoða áður útgefin viðmið um EBIT fyrir árið 2025 til lækkunar til að bregðast við ofangreindum frávikum. Horfur félagsins fyrir 2025 verða birtar samhliða endanlegu ársuppgjöri þann 20. febrúar nk. Ársuppgjör félagsins er enn í vinnslu og getur tekið breytingum fram að birtingu.“
Sýn Kauphöllin Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira