Að vinna launalaust Sigþrúður Ármann skrifar 9. febrúar 2025 13:00 Það var áhugavert að hlusta á viðtal í Íslandi í dag við Daníel Má Magnússon, síðasta skósmið miðborgarinnar, sem um mánaðarmótin lokaði skóvinnustofu sinni fyrir fullt og allt, eftir þungan rekstur síðustu ár. Í viðtalinu lýsti þessi geðþekki maður því vel hvernig það er að reka fyrirtæki. Hann hefur rekið fyrirtækið einn síns liðs og þurft að ganga í öll verk eins og svo margir atvinnurekendur þurfa gjarnan að gera. Má þar nefna að sjá um viðgerðir, vera birgðastjóri, lagerstarfsmaður, bókari og áfram mætti telja. Það sem meira er að hann hefur þurft að vinna launalaust suma mánuði til að láta reksturinn ganga upp og þá sleppt því að greiða sér laun. Þetta er heimur margra atvinnurekanda og frumkvöðla. Atvinnurekendur vinna nótt sem dag, ganga í öll störf og launagreiðslur til þeirra sjálfra mæta afgangi, þar sem reikningar og skuldbindingar gagnvart öðrum ganga framar eigin launatékka. Þetta fólk sýnir þrautsegju og er tilbúið að leggja bæði tíma sinn og fjárhag að veði. Það er ekki tekið út með sældinni einni saman og skiljanlegt að slíkt sé ekki hægt til lengri tíma. Daníel Már lýsir því í viðtalinu að það sé súrsæt tilfinning að loka fyrirtæki sínu en ákveðinn léttir að gerast launamaður annars staðar og þurfa ekki að hafa áhyggjur af rekstrinum og öllu sem honum fylgir. Ég óska skósmiðnum velfarnaðar í nýju starfi. Mikilvægi atvinnurekstrar Atvinnurekendur og frumkvöðlar skipta íslenskt samfélag afar miklu máli. Um er að ræða fólk sem er að gera allt hvað það getur til að bjóða okkur hinum upp á lausnir, vörur eða þjónustu. Það sem meira er að atvinnurekstur stuðlar að verðmætasköpun í samfélaginu. Verðmætasköpun sem er forsenda þess að hægt sé að bjóða upp á öflugt heilbrigðiskerfi, menntakerfi, velferðarkerfi og byggja upp innviði. Stofnun Kerecis er frábært dæmi. Stofnandi þess fékk hugmynd, vann baki brotnu og tókst á við ótal áskoranir ásamt góðu fólki sem hafði trú á hugmyndinni með honum. Úr varð margra milljarða fyrirtæki sem í dag býður sjúklingum upp á einstaka lausn, er með öflugt fólk í vinnu í vel launuðum störfum og skapar gríðarleg verðmæti fyrir íslenskt samfélag. Hvetjandi umhverfi Umhverfið fyrir atvinnurekendur og frumkvöðla þarf að vera hvetjandi til að fólk hafi kjark og dug til að leggja slíkt á sig. Ábyrgð stjórnmálamanna við að skapa hvetjandi umhverfi er mikil. Skattaumhverfið, regluverkið, endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar, samgöngur, innviðir, samkeppnisumhverfið, aðgangur að orku og fleiri atriði skipta hér miklu máli. Hvatning til þingmanna Ég hvet nýjan þingheim til að hafa hag atvinnulífsins að leiðarljósi. Látið umræðuna í þingsal snúast um tækifærin til að fjölga einkareknum fyrirtækjum og vinnið markvisst að því að lækka skatta og gjöld og einfalda regluverkið. Standið með nýsköpunarfyrirtækjum sem hafa svo sannarlega skapað miklar tekjur fyrir samfélagið. Sem dæmi má nefna þá voru útflutningstekjur af hugverkaiðnaði um 320 milljarðar í fyrra. Sú upphæð getur tvöfaldast á stuttum tíma ef rétt er á spilum haldið. Þeir stjórnmálamenn sem vilja hækka skatta og gjöld á fyrirtæki, draga úr stuðningi við nýsköpunarfyrirtæki og þrengja að fyrirtækjarekstri eru á villigötum. Slíkar aðgerðir munu þýða að fleiri fyrirtæki þurfa að loka eða segja upp starfsfólki, frumkvöðlum og atvinnurekendum fækkar og það dregur úr verðmætasköpun fyrir íslenskt samfélag. Við eigum að fagna frumkvöðlum og fjölbreyttum fyrirtækjum og ýta undir að fólk vilji stofna og reka fyrirtæki. Höfundur er frumkvöðull, fyrirtækjaeigandi og stjórnarformaður harðfiskverkunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sigþrúður Ármann Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Það var áhugavert að hlusta á viðtal í Íslandi í dag við Daníel Má Magnússon, síðasta skósmið miðborgarinnar, sem um mánaðarmótin lokaði skóvinnustofu sinni fyrir fullt og allt, eftir þungan rekstur síðustu ár. Í viðtalinu lýsti þessi geðþekki maður því vel hvernig það er að reka fyrirtæki. Hann hefur rekið fyrirtækið einn síns liðs og þurft að ganga í öll verk eins og svo margir atvinnurekendur þurfa gjarnan að gera. Má þar nefna að sjá um viðgerðir, vera birgðastjóri, lagerstarfsmaður, bókari og áfram mætti telja. Það sem meira er að hann hefur þurft að vinna launalaust suma mánuði til að láta reksturinn ganga upp og þá sleppt því að greiða sér laun. Þetta er heimur margra atvinnurekanda og frumkvöðla. Atvinnurekendur vinna nótt sem dag, ganga í öll störf og launagreiðslur til þeirra sjálfra mæta afgangi, þar sem reikningar og skuldbindingar gagnvart öðrum ganga framar eigin launatékka. Þetta fólk sýnir þrautsegju og er tilbúið að leggja bæði tíma sinn og fjárhag að veði. Það er ekki tekið út með sældinni einni saman og skiljanlegt að slíkt sé ekki hægt til lengri tíma. Daníel Már lýsir því í viðtalinu að það sé súrsæt tilfinning að loka fyrirtæki sínu en ákveðinn léttir að gerast launamaður annars staðar og þurfa ekki að hafa áhyggjur af rekstrinum og öllu sem honum fylgir. Ég óska skósmiðnum velfarnaðar í nýju starfi. Mikilvægi atvinnurekstrar Atvinnurekendur og frumkvöðlar skipta íslenskt samfélag afar miklu máli. Um er að ræða fólk sem er að gera allt hvað það getur til að bjóða okkur hinum upp á lausnir, vörur eða þjónustu. Það sem meira er að atvinnurekstur stuðlar að verðmætasköpun í samfélaginu. Verðmætasköpun sem er forsenda þess að hægt sé að bjóða upp á öflugt heilbrigðiskerfi, menntakerfi, velferðarkerfi og byggja upp innviði. Stofnun Kerecis er frábært dæmi. Stofnandi þess fékk hugmynd, vann baki brotnu og tókst á við ótal áskoranir ásamt góðu fólki sem hafði trú á hugmyndinni með honum. Úr varð margra milljarða fyrirtæki sem í dag býður sjúklingum upp á einstaka lausn, er með öflugt fólk í vinnu í vel launuðum störfum og skapar gríðarleg verðmæti fyrir íslenskt samfélag. Hvetjandi umhverfi Umhverfið fyrir atvinnurekendur og frumkvöðla þarf að vera hvetjandi til að fólk hafi kjark og dug til að leggja slíkt á sig. Ábyrgð stjórnmálamanna við að skapa hvetjandi umhverfi er mikil. Skattaumhverfið, regluverkið, endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar, samgöngur, innviðir, samkeppnisumhverfið, aðgangur að orku og fleiri atriði skipta hér miklu máli. Hvatning til þingmanna Ég hvet nýjan þingheim til að hafa hag atvinnulífsins að leiðarljósi. Látið umræðuna í þingsal snúast um tækifærin til að fjölga einkareknum fyrirtækjum og vinnið markvisst að því að lækka skatta og gjöld og einfalda regluverkið. Standið með nýsköpunarfyrirtækjum sem hafa svo sannarlega skapað miklar tekjur fyrir samfélagið. Sem dæmi má nefna þá voru útflutningstekjur af hugverkaiðnaði um 320 milljarðar í fyrra. Sú upphæð getur tvöfaldast á stuttum tíma ef rétt er á spilum haldið. Þeir stjórnmálamenn sem vilja hækka skatta og gjöld á fyrirtæki, draga úr stuðningi við nýsköpunarfyrirtæki og þrengja að fyrirtækjarekstri eru á villigötum. Slíkar aðgerðir munu þýða að fleiri fyrirtæki þurfa að loka eða segja upp starfsfólki, frumkvöðlum og atvinnurekendum fækkar og það dregur úr verðmætasköpun fyrir íslenskt samfélag. Við eigum að fagna frumkvöðlum og fjölbreyttum fyrirtækjum og ýta undir að fólk vilji stofna og reka fyrirtæki. Höfundur er frumkvöðull, fyrirtækjaeigandi og stjórnarformaður harðfiskverkunar.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun