Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2025 11:00 Dansarinn var með fána Súdan og Palestínu og veifaði þeim meðal annars á meðan hann stóð ofan á bíl í sýningunni. Twitter Einn af þeim fjölmörgu dönsurum sem tóku þátt í hálfleikssýningu rapparans Kendrick Lamar á Super Bowl í nótt hafði falið fána innan klæða sem hann veifaði svo á meðan sýningin fór fram. Hann er nú í haldi lögreglunnar í New Orleans. Maðurinn veifaði fánum Palestínu og Súdans en á fánunum stóð skrifað „Gaza“ og „Súdan“. NFL hefur staðfest að maðurinn var á meðal þeirra 400 sem tóku þátt í hálfleikssýningunni en uppátæki hans var hins vegar alls ekki hluti af sýningunni. A protester raised the flags of Palestine and Sudan at the Super Bowl, demanding the world take notice of the ongoing injustices inflicted on the Palestinian and Sudanese people. The protester managed to wave the flags for a short time whilst the halftime show was broadcast… pic.twitter.com/pvg0nOBqzo— Eye on Palestine (@EyeonPalestine) February 10, 2025 „Þessi einstaklingur faldi hlutinn á sér og sýndi hann seint í sýningunni. Enginn sem kom að sýningunni vissi af ætlunarverki hans,“ sagði í tilkynningu frá NFL. Lögreglan í New Orleans sagði að nú væri verið að skoða hvort og þá fyrir nákvæmlega hvað maðurinn yrði ákærður. Borgarastyrjöld hefur staðið yfir í Súdan frá árinu 2023 og stór hluti Gaza er eyðilagður eftir 18 mánaða stríð Ísraels og Hamas-samtakanna. Myndbönd á netinu sýna að maðurinn með fánana var nokkuð fljótlega stöðvaður og honum komið í burtu. Ekki virðist hafa sést til hans í sjónvarpsútsendingunni. Super Bowl er vinsælasti íþróttaviðburður hvers árs í Bandaríkjunum. Í leiknum í nótt unnu Philadelphia Eagles yfirburðasigur gegn Kansas City Chiefs, 40-22, fyrir framan fjölda stjarna úr tónlistar- og leiklistarheiminum sem og Bandaríkjaforsetann Donald Trump. Ofurskálin Tengdar fréttir Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Saquon Barkley og Cooper DeJean áttu heldur betur eftirminnilega afmælisdag í gær 9. febrúar. 10. febrúar 2025 04:14 Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Philadelphia Eagles tryggði sér sigur í Super Bowl með afar sannfærandi hætti í nótt og endaði með því tveggja ára sigurgöngu Kansas City Chiefs. Eagles bauð upp á rosalega rassskellingu og vann leikinn með átján stiga mun, 40-22. 10. febrúar 2025 03:18 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sjá meira
Maðurinn veifaði fánum Palestínu og Súdans en á fánunum stóð skrifað „Gaza“ og „Súdan“. NFL hefur staðfest að maðurinn var á meðal þeirra 400 sem tóku þátt í hálfleikssýningunni en uppátæki hans var hins vegar alls ekki hluti af sýningunni. A protester raised the flags of Palestine and Sudan at the Super Bowl, demanding the world take notice of the ongoing injustices inflicted on the Palestinian and Sudanese people. The protester managed to wave the flags for a short time whilst the halftime show was broadcast… pic.twitter.com/pvg0nOBqzo— Eye on Palestine (@EyeonPalestine) February 10, 2025 „Þessi einstaklingur faldi hlutinn á sér og sýndi hann seint í sýningunni. Enginn sem kom að sýningunni vissi af ætlunarverki hans,“ sagði í tilkynningu frá NFL. Lögreglan í New Orleans sagði að nú væri verið að skoða hvort og þá fyrir nákvæmlega hvað maðurinn yrði ákærður. Borgarastyrjöld hefur staðið yfir í Súdan frá árinu 2023 og stór hluti Gaza er eyðilagður eftir 18 mánaða stríð Ísraels og Hamas-samtakanna. Myndbönd á netinu sýna að maðurinn með fánana var nokkuð fljótlega stöðvaður og honum komið í burtu. Ekki virðist hafa sést til hans í sjónvarpsútsendingunni. Super Bowl er vinsælasti íþróttaviðburður hvers árs í Bandaríkjunum. Í leiknum í nótt unnu Philadelphia Eagles yfirburðasigur gegn Kansas City Chiefs, 40-22, fyrir framan fjölda stjarna úr tónlistar- og leiklistarheiminum sem og Bandaríkjaforsetann Donald Trump.
Ofurskálin Tengdar fréttir Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Saquon Barkley og Cooper DeJean áttu heldur betur eftirminnilega afmælisdag í gær 9. febrúar. 10. febrúar 2025 04:14 Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Philadelphia Eagles tryggði sér sigur í Super Bowl með afar sannfærandi hætti í nótt og endaði með því tveggja ára sigurgöngu Kansas City Chiefs. Eagles bauð upp á rosalega rassskellingu og vann leikinn með átján stiga mun, 40-22. 10. febrúar 2025 03:18 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sjá meira
Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Saquon Barkley og Cooper DeJean áttu heldur betur eftirminnilega afmælisdag í gær 9. febrúar. 10. febrúar 2025 04:14
Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Philadelphia Eagles tryggði sér sigur í Super Bowl með afar sannfærandi hætti í nótt og endaði með því tveggja ára sigurgöngu Kansas City Chiefs. Eagles bauð upp á rosalega rassskellingu og vann leikinn með átján stiga mun, 40-22. 10. febrúar 2025 03:18