Maðurinn veifaði fánum Palestínu og Súdans en á fánunum stóð skrifað „Gaza“ og „Súdan“.
NFL hefur staðfest að maðurinn var á meðal þeirra 400 sem tóku þátt í hálfleikssýningunni en uppátæki hans var hins vegar alls ekki hluti af sýningunni.
A protester raised the flags of Palestine and Sudan at the Super Bowl, demanding the world take notice of the ongoing injustices inflicted on the Palestinian and Sudanese people. The protester managed to wave the flags for a short time whilst the halftime show was broadcast… pic.twitter.com/pvg0nOBqzo
— Eye on Palestine (@EyeonPalestine) February 10, 2025
„Þessi einstaklingur faldi hlutinn á sér og sýndi hann seint í sýningunni. Enginn sem kom að sýningunni vissi af ætlunarverki hans,“ sagði í tilkynningu frá NFL.
Lögreglan í New Orleans sagði að nú væri verið að skoða hvort og þá fyrir nákvæmlega hvað maðurinn yrði ákærður.
Borgarastyrjöld hefur staðið yfir í Súdan frá árinu 2023 og stór hluti Gaza er eyðilagður eftir 18 mánaða stríð Ísraels og Hamas-samtakanna.
Myndbönd á netinu sýna að maðurinn með fánana var nokkuð fljótlega stöðvaður og honum komið í burtu. Ekki virðist hafa sést til hans í sjónvarpsútsendingunni.
Super Bowl er vinsælasti íþróttaviðburður hvers árs í Bandaríkjunum. Í leiknum í nótt unnu Philadelphia Eagles yfirburðasigur gegn Kansas City Chiefs, 40-22, fyrir framan fjölda stjarna úr tónlistar- og leiklistarheiminum sem og Bandaríkjaforsetann Donald Trump.