Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. febrúar 2025 21:02 Jón Árnason, sköpunarstjóri hjá Ennemm. Vísir/Einar Auglýsingar í sjónvarpi standa enn fyrir sínu á öld samfélagsmiðla, ekki síst í tengslum við risaviðburði eins og bandarísku Ofurskálina í nótt. Þetta er mat sköpunarstjóra hjá auglýsingastofunni Ennemm. Við rýnum með honum í Ofurskálarauglýsingar, sem geta kostað auglýsendur marga milljarða. Segja má að í Ofurskálinni sé keppt á tveimur vígstöðvum; á fótboltavellinum og í auglýsingahléinu. Stórfyrirtæki tjalda öllu til í sínum Ofurskálarauglýsingum og ræsa í síauknum mæli út Hollywoodstjörnur. Matthew McConaughey var til dæmis aðalstjarnan í tveimur auglýsingum í ár og fornar hetjur rómantískra gamanmynda komu saman til að auglýsa majónes, eins og farið er yfir í innslaginu hér fyrir neðan. Jón Árnason sköpunarstjóri hjá Ennemm segir stjörnufansinn þó vandmeðfarinn. „Svo þegar allir eru komnir með stjörnur skiptir máli hverjar þú ert að velja og hvernig þú ert að nota þær. Svo eru líka fullt af frábærum auglýsingum þar sem enginn leikur sér með neinar stjörnur,“ segir Jón. Sjálfur var hann einna hrifnastur af auglýsingu Mountain Dew, þar sem söngvaranum Seal brá fyrir í líki sels. Þá hafi fyrsta ofurskálarauglýsing Nike í þrettán ár, þar sem heimsfrægum íþróttakonum var teflt fram, verið vel heppnuð. „Valdeflandi og flott, og líka ofan í þá umræðu sem er búin að vera í Bandaríkjunum með Trump og allt það.“ Sjónvarpsauglýsingar standi fyrir sínu Auglýsingapláss Ofurskálarinnar eru þau dýrustu í heimi. Fjölmiðlar vestanhafs segja að þrjátíu sekúndur í ár hafi kostað í kringum átta milljónir Bandaríkjadala, eða rétt rúman milljarð íslenskra króna. Sekúndan kostar því um 38 milljónir króna. Það er öllu feitari verðmiði en á dýrustu auglýsingaplássum sem í boði eru hér á landi; berstrípuð sekúnda í kringum Eurovision og Áramótaskaup á RÚV kostar um það bil 22 þúsund krónur, eftir því sem fréttastofa kemst næst. Og auglýsendur fá talsvert fyrir sinn snúð að mati Jóns. Sjónvarpsauglýsingar standi enn fyrir sínu á samfélagsmiðlaöld. „Þegar fólk fær að upplifa eitthvað skemmtilegt og spennandi á sama tíma, auglýsingar geta stundum tekið það hlutverk að sér. Sjónvarpsauglýsingar eru mjög sterkar á þessu augnabliki. Og fólk er oft að tala um að samfélagsmiðlar séu málið en umræðan byrjar oft á mómenti eins og sjónvarpsauglýsingu í Superbowl,“ segir Jón. Auglýsinga- og markaðsmál Ofurskálin Bandaríkin Hollywood Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Segja má að í Ofurskálinni sé keppt á tveimur vígstöðvum; á fótboltavellinum og í auglýsingahléinu. Stórfyrirtæki tjalda öllu til í sínum Ofurskálarauglýsingum og ræsa í síauknum mæli út Hollywoodstjörnur. Matthew McConaughey var til dæmis aðalstjarnan í tveimur auglýsingum í ár og fornar hetjur rómantískra gamanmynda komu saman til að auglýsa majónes, eins og farið er yfir í innslaginu hér fyrir neðan. Jón Árnason sköpunarstjóri hjá Ennemm segir stjörnufansinn þó vandmeðfarinn. „Svo þegar allir eru komnir með stjörnur skiptir máli hverjar þú ert að velja og hvernig þú ert að nota þær. Svo eru líka fullt af frábærum auglýsingum þar sem enginn leikur sér með neinar stjörnur,“ segir Jón. Sjálfur var hann einna hrifnastur af auglýsingu Mountain Dew, þar sem söngvaranum Seal brá fyrir í líki sels. Þá hafi fyrsta ofurskálarauglýsing Nike í þrettán ár, þar sem heimsfrægum íþróttakonum var teflt fram, verið vel heppnuð. „Valdeflandi og flott, og líka ofan í þá umræðu sem er búin að vera í Bandaríkjunum með Trump og allt það.“ Sjónvarpsauglýsingar standi fyrir sínu Auglýsingapláss Ofurskálarinnar eru þau dýrustu í heimi. Fjölmiðlar vestanhafs segja að þrjátíu sekúndur í ár hafi kostað í kringum átta milljónir Bandaríkjadala, eða rétt rúman milljarð íslenskra króna. Sekúndan kostar því um 38 milljónir króna. Það er öllu feitari verðmiði en á dýrustu auglýsingaplássum sem í boði eru hér á landi; berstrípuð sekúnda í kringum Eurovision og Áramótaskaup á RÚV kostar um það bil 22 þúsund krónur, eftir því sem fréttastofa kemst næst. Og auglýsendur fá talsvert fyrir sinn snúð að mati Jóns. Sjónvarpsauglýsingar standi enn fyrir sínu á samfélagsmiðlaöld. „Þegar fólk fær að upplifa eitthvað skemmtilegt og spennandi á sama tíma, auglýsingar geta stundum tekið það hlutverk að sér. Sjónvarpsauglýsingar eru mjög sterkar á þessu augnabliki. Og fólk er oft að tala um að samfélagsmiðlar séu málið en umræðan byrjar oft á mómenti eins og sjónvarpsauglýsingu í Superbowl,“ segir Jón.
Auglýsinga- og markaðsmál Ofurskálin Bandaríkin Hollywood Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira