Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. febrúar 2025 21:02 Jón Árnason, sköpunarstjóri hjá Ennemm. Vísir/Einar Auglýsingar í sjónvarpi standa enn fyrir sínu á öld samfélagsmiðla, ekki síst í tengslum við risaviðburði eins og bandarísku Ofurskálina í nótt. Þetta er mat sköpunarstjóra hjá auglýsingastofunni Ennemm. Við rýnum með honum í Ofurskálarauglýsingar, sem geta kostað auglýsendur marga milljarða. Segja má að í Ofurskálinni sé keppt á tveimur vígstöðvum; á fótboltavellinum og í auglýsingahléinu. Stórfyrirtæki tjalda öllu til í sínum Ofurskálarauglýsingum og ræsa í síauknum mæli út Hollywoodstjörnur. Matthew McConaughey var til dæmis aðalstjarnan í tveimur auglýsingum í ár og fornar hetjur rómantískra gamanmynda komu saman til að auglýsa majónes, eins og farið er yfir í innslaginu hér fyrir neðan. Jón Árnason sköpunarstjóri hjá Ennemm segir stjörnufansinn þó vandmeðfarinn. „Svo þegar allir eru komnir með stjörnur skiptir máli hverjar þú ert að velja og hvernig þú ert að nota þær. Svo eru líka fullt af frábærum auglýsingum þar sem enginn leikur sér með neinar stjörnur,“ segir Jón. Sjálfur var hann einna hrifnastur af auglýsingu Mountain Dew, þar sem söngvaranum Seal brá fyrir í líki sels. Þá hafi fyrsta ofurskálarauglýsing Nike í þrettán ár, þar sem heimsfrægum íþróttakonum var teflt fram, verið vel heppnuð. „Valdeflandi og flott, og líka ofan í þá umræðu sem er búin að vera í Bandaríkjunum með Trump og allt það.“ Sjónvarpsauglýsingar standi fyrir sínu Auglýsingapláss Ofurskálarinnar eru þau dýrustu í heimi. Fjölmiðlar vestanhafs segja að þrjátíu sekúndur í ár hafi kostað í kringum átta milljónir Bandaríkjadala, eða rétt rúman milljarð íslenskra króna. Sekúndan kostar því um 38 milljónir króna. Það er öllu feitari verðmiði en á dýrustu auglýsingaplássum sem í boði eru hér á landi; berstrípuð sekúnda í kringum Eurovision og Áramótaskaup á RÚV kostar um það bil 22 þúsund krónur, eftir því sem fréttastofa kemst næst. Og auglýsendur fá talsvert fyrir sinn snúð að mati Jóns. Sjónvarpsauglýsingar standi enn fyrir sínu á samfélagsmiðlaöld. „Þegar fólk fær að upplifa eitthvað skemmtilegt og spennandi á sama tíma, auglýsingar geta stundum tekið það hlutverk að sér. Sjónvarpsauglýsingar eru mjög sterkar á þessu augnabliki. Og fólk er oft að tala um að samfélagsmiðlar séu málið en umræðan byrjar oft á mómenti eins og sjónvarpsauglýsingu í Superbowl,“ segir Jón. Auglýsinga- og markaðsmál Ofurskálin Bandaríkin Hollywood Mest lesið „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu Atvinnulíf Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Neytendur Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Neytendur Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Samstarf Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Viðskipti innlent Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Sjá meira
Segja má að í Ofurskálinni sé keppt á tveimur vígstöðvum; á fótboltavellinum og í auglýsingahléinu. Stórfyrirtæki tjalda öllu til í sínum Ofurskálarauglýsingum og ræsa í síauknum mæli út Hollywoodstjörnur. Matthew McConaughey var til dæmis aðalstjarnan í tveimur auglýsingum í ár og fornar hetjur rómantískra gamanmynda komu saman til að auglýsa majónes, eins og farið er yfir í innslaginu hér fyrir neðan. Jón Árnason sköpunarstjóri hjá Ennemm segir stjörnufansinn þó vandmeðfarinn. „Svo þegar allir eru komnir með stjörnur skiptir máli hverjar þú ert að velja og hvernig þú ert að nota þær. Svo eru líka fullt af frábærum auglýsingum þar sem enginn leikur sér með neinar stjörnur,“ segir Jón. Sjálfur var hann einna hrifnastur af auglýsingu Mountain Dew, þar sem söngvaranum Seal brá fyrir í líki sels. Þá hafi fyrsta ofurskálarauglýsing Nike í þrettán ár, þar sem heimsfrægum íþróttakonum var teflt fram, verið vel heppnuð. „Valdeflandi og flott, og líka ofan í þá umræðu sem er búin að vera í Bandaríkjunum með Trump og allt það.“ Sjónvarpsauglýsingar standi fyrir sínu Auglýsingapláss Ofurskálarinnar eru þau dýrustu í heimi. Fjölmiðlar vestanhafs segja að þrjátíu sekúndur í ár hafi kostað í kringum átta milljónir Bandaríkjadala, eða rétt rúman milljarð íslenskra króna. Sekúndan kostar því um 38 milljónir króna. Það er öllu feitari verðmiði en á dýrustu auglýsingaplássum sem í boði eru hér á landi; berstrípuð sekúnda í kringum Eurovision og Áramótaskaup á RÚV kostar um það bil 22 þúsund krónur, eftir því sem fréttastofa kemst næst. Og auglýsendur fá talsvert fyrir sinn snúð að mati Jóns. Sjónvarpsauglýsingar standi enn fyrir sínu á samfélagsmiðlaöld. „Þegar fólk fær að upplifa eitthvað skemmtilegt og spennandi á sama tíma, auglýsingar geta stundum tekið það hlutverk að sér. Sjónvarpsauglýsingar eru mjög sterkar á þessu augnabliki. Og fólk er oft að tala um að samfélagsmiðlar séu málið en umræðan byrjar oft á mómenti eins og sjónvarpsauglýsingu í Superbowl,“ segir Jón.
Auglýsinga- og markaðsmál Ofurskálin Bandaríkin Hollywood Mest lesið „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu Atvinnulíf Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Neytendur Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Neytendur Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Samstarf Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Viðskipti innlent Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Sjá meira