Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 11. febrúar 2025 20:02 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Vísir Spurning barst frá lesenda: „Eftir að hafa endað 3 ára samband með fyrrverandi kærasta mínum finnst mér ómögulegt að nálgast kynlíf með öðru fólki. Sambandið var ekki að neinu leyti ofbeldisfullt en samt er það eins og að leggja höndina á heita hellu að hugsa um nánd með öðru fólki. Hvað get ég gert í þessu?“ - 31 árs karl. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Við höfum flest gengið í gegnum ástarsorg en vissulega er mjög misjafnt hvernig við upplifum hana. Nú veit ég lítið um sambandið eða hvernig það endaði en margt getur valdið aukinni vanlíðan í kjölfar sambandsslita. Það að hafa upplifað svik eða skyndileg sambandsslit getur gert það að verkum að þú þurfir lengri tíma til að jafna þig. Síðan getur það verið mjög sárt að fylgjast með fyrrverandi á samfélagsmiðlum, hvað þá ef hann er kominn í nýtt samband eða farinn að deita! Þegar við höfum nýverið gengið í gegnum sambandsslit er ekki skrítið að viðvörunarkerfið innra með okkur fari í gang við það eitt að hugsa um nýjar tengingar. Það hljómar eins og viðvörunarkerfið þitt sé að spyrja þig: „Ertu alveg viss? Þetta endaði ekki vel síðast.“ Það getur verið erfitt að treysta sér til þess að stunda kynlíf með nýjum einstakling eftir sambandsslit.Getty Í langtímasambandi er kynlíf oftast með manneskju sem við treystum og okkur líður vel með. Kynlíf með nýju fólki sem við þekkjum lítið eða ekkert veitir ekki endilega sama öryggið eða sömu nándina. Það gæti verið gott að staldra við og skoða hvort þú þurfir að byggja fyrst upp traust og tengingu við manneskju áður en þú stundar kynlíf með viðkomandi. Til er hugtak sem nær utan um það þegar nauðsynlegt er að tengjast manneskju tilfinningalega áður en kynferðislegur áhugi kviknar. Hægt er að lesa sér til um demisexual ef það er eitthvað sem þér finnst passa. Þau sem eru demisexual finna þörf til að tengjast manneskju fyrst tilfinningalega áður en þau stunda kynlíf.Getty Hér koma almenn ráð sem vonandi nýtast þér við að koma þér af stað aftur: Gefðu þér tíma! Það liggur ekkert á að byrja að deita eða stunda kynlíf. Stundum dettum við í samanburð við fyrrverandi, eða aðra, og förum að setja pressu á okkur. Pressa er ekki sexí.. hvort sem við setjum hana á okkur sjálf eða ef aðrir gera það. Byrjaðu smátt. Þegar viðvörunarkerfið fer í gang er mikilvægt að leyfa því ekki að stjórna ferðinni heldur taka lítil skref til að ögra! Þá er gott að taka skref sem þurfa ekki að leiða neitt lengra. Til dæmis spjall, daður eða að mynda augnsamband við einhvern sem þú laðast að! Sennilega koma allskonar hugsanir upp! Hvað ef þessi særir mig? Hvað ef þetta klikkar? Það að deita getur verið allskonar en það er mikilvægt að leyfa ekki þessum hugsunum að stýra ferðinni eða ákveða hlutina fyrir fram. Taktu eftir hugsuninni og haltu svo þínu striki. Eitt sem er gott að hafa á bakvið eyrað. Þegar þú skoðar þín fyrri sambönd tekur þú eftir einhverju mynstri? Stundum löðumst við að fólki sem kemur ekki vel fram við okkur eða er ekki tilfinningalega til staðar fyrir okkur. Það er mjög mikilvægt að vera meðvitaður um þetta og vinna í því að brjóta þetta mynstur upp. Prófaðu að deita einhvern sem er mjög ólíkur öllum þínum fyrri mökum. Ef illa gengur að róa viðvörunarkerfið er gott að skoða málin aðeins dýpra. Að vera óöruggur er eðlilegt en með tímanum ætti að draga úr því óöryggi eftir því sem þú ferð oftar inn í þær aðstæður sem þú óttast. Talaðu við einhver sem þú treystir um þessa líðan. Ef eitt leiðir að öðru og þú ert allt í einu farinn að spjalla við einhvern er mikilvægt að ræða það hversu hratt þú ert tilbúinn að fara. Gefðu þér svigrúm til að taka hlutina rólega. Frekar en að finnast þú strax þurfa að vera tilbúinn í nánd og kynlíf má líka fara hægt og byggja upp tilhlökkun og spennu! Það að byrja að deita aftur eða kynnast fólki upp á nýtt er mjög berskjaldandi. Mörg tengja við það að erfitt getur verið að fara aftur af stað eftir sambandsslit og er þá mikilvægt að gefa sér tíma og rými til að vinna úr fyrri reynslu. Mátt líka skoða hvort það henti þér betur að fara hægt og tengjast fólki áður en þú ferð að stunda kynlíf með því! Gangi þér vel <3 Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Ástfangin í sextán ár Lífið Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Lífið Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Lífið Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Lífið Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Menning Fleiri fréttir Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Sjá meira
Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Við höfum flest gengið í gegnum ástarsorg en vissulega er mjög misjafnt hvernig við upplifum hana. Nú veit ég lítið um sambandið eða hvernig það endaði en margt getur valdið aukinni vanlíðan í kjölfar sambandsslita. Það að hafa upplifað svik eða skyndileg sambandsslit getur gert það að verkum að þú þurfir lengri tíma til að jafna þig. Síðan getur það verið mjög sárt að fylgjast með fyrrverandi á samfélagsmiðlum, hvað þá ef hann er kominn í nýtt samband eða farinn að deita! Þegar við höfum nýverið gengið í gegnum sambandsslit er ekki skrítið að viðvörunarkerfið innra með okkur fari í gang við það eitt að hugsa um nýjar tengingar. Það hljómar eins og viðvörunarkerfið þitt sé að spyrja þig: „Ertu alveg viss? Þetta endaði ekki vel síðast.“ Það getur verið erfitt að treysta sér til þess að stunda kynlíf með nýjum einstakling eftir sambandsslit.Getty Í langtímasambandi er kynlíf oftast með manneskju sem við treystum og okkur líður vel með. Kynlíf með nýju fólki sem við þekkjum lítið eða ekkert veitir ekki endilega sama öryggið eða sömu nándina. Það gæti verið gott að staldra við og skoða hvort þú þurfir að byggja fyrst upp traust og tengingu við manneskju áður en þú stundar kynlíf með viðkomandi. Til er hugtak sem nær utan um það þegar nauðsynlegt er að tengjast manneskju tilfinningalega áður en kynferðislegur áhugi kviknar. Hægt er að lesa sér til um demisexual ef það er eitthvað sem þér finnst passa. Þau sem eru demisexual finna þörf til að tengjast manneskju fyrst tilfinningalega áður en þau stunda kynlíf.Getty Hér koma almenn ráð sem vonandi nýtast þér við að koma þér af stað aftur: Gefðu þér tíma! Það liggur ekkert á að byrja að deita eða stunda kynlíf. Stundum dettum við í samanburð við fyrrverandi, eða aðra, og förum að setja pressu á okkur. Pressa er ekki sexí.. hvort sem við setjum hana á okkur sjálf eða ef aðrir gera það. Byrjaðu smátt. Þegar viðvörunarkerfið fer í gang er mikilvægt að leyfa því ekki að stjórna ferðinni heldur taka lítil skref til að ögra! Þá er gott að taka skref sem þurfa ekki að leiða neitt lengra. Til dæmis spjall, daður eða að mynda augnsamband við einhvern sem þú laðast að! Sennilega koma allskonar hugsanir upp! Hvað ef þessi særir mig? Hvað ef þetta klikkar? Það að deita getur verið allskonar en það er mikilvægt að leyfa ekki þessum hugsunum að stýra ferðinni eða ákveða hlutina fyrir fram. Taktu eftir hugsuninni og haltu svo þínu striki. Eitt sem er gott að hafa á bakvið eyrað. Þegar þú skoðar þín fyrri sambönd tekur þú eftir einhverju mynstri? Stundum löðumst við að fólki sem kemur ekki vel fram við okkur eða er ekki tilfinningalega til staðar fyrir okkur. Það er mjög mikilvægt að vera meðvitaður um þetta og vinna í því að brjóta þetta mynstur upp. Prófaðu að deita einhvern sem er mjög ólíkur öllum þínum fyrri mökum. Ef illa gengur að róa viðvörunarkerfið er gott að skoða málin aðeins dýpra. Að vera óöruggur er eðlilegt en með tímanum ætti að draga úr því óöryggi eftir því sem þú ferð oftar inn í þær aðstæður sem þú óttast. Talaðu við einhver sem þú treystir um þessa líðan. Ef eitt leiðir að öðru og þú ert allt í einu farinn að spjalla við einhvern er mikilvægt að ræða það hversu hratt þú ert tilbúinn að fara. Gefðu þér svigrúm til að taka hlutina rólega. Frekar en að finnast þú strax þurfa að vera tilbúinn í nánd og kynlíf má líka fara hægt og byggja upp tilhlökkun og spennu! Það að byrja að deita aftur eða kynnast fólki upp á nýtt er mjög berskjaldandi. Mörg tengja við það að erfitt getur verið að fara aftur af stað eftir sambandsslit og er þá mikilvægt að gefa sér tíma og rými til að vinna úr fyrri reynslu. Mátt líka skoða hvort það henti þér betur að fara hægt og tengjast fólki áður en þú ferð að stunda kynlíf með því! Gangi þér vel <3
Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni.
Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Ástfangin í sextán ár Lífið Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Lífið Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Lífið Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Lífið Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Menning Fleiri fréttir Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Sjá meira