Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2025 23:03 Paul Scholes er ekki ánægður með leikmenn eins og Rasmus Hojlund. Hann vill að félagið kaupi tvo nýja framherja. Getty/Manchester United/Richard Sellers Manchester United goðsögnin Paul Scholes hefur miklar áhyggjur af næsta keppnistímabili hjá liði sinu. Hann segir mikið verk sé fyrir höndum til að móta nýtt lið. Scholes er einn af goðsögnum United sem unnu hvern titilinn á fætur öðrum undir stjórn Sir Alex Ferguson. Þá var liðið besta liðið í Englandi en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Langt í land United hefur reyndar unnið tvo af síðustu fjórum deildarleikjum sínum og komst áfram í ensku bikarkeppninni um síðustu helgi. Fram að því var United liðið bara á leiðinni niður í fallbaráttu en það er langur vegur eftir enn að mati Scholes. Þetta gæti orðið versta tímabil Manchester United í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og þrátt fyrir mjög slakt gengi þá hafði félagið bara efni á því að kaupa einn leikmann í janúarglugganum, Danann Patrick Dorgu, auk þess að semja við unglingaliðsmanninn Ayden Heaven. Enginn kjarni í liðinu „Það eru nokkur atriði sem valda mér áhyggjum. Ruben Amorim þarf að laga margt, við vitum það öll, en ekki síst á leikmannamarkaðnum. Vandamálið er að ég sé ekki neinn kjarna í leikmannahópnum,“ sagði Paul Scholes í hlaðvarpsþættinum The Overlap Fan Debate. „Þegar þú horfir á hin liðið þá sérðu strax hryggjarstykkið hjá þeim. Liverpool er með frábæran markvörð, frábæran miðvörð, framherja, miðjumenn og allt sem til þarf. Ég tel að United sé ekki neinn alvöru leikmann í þeim stöðum,“ sagði Scholes. „Liðið þarf að fá nýjan markvörð, líklega tvo nýja miðverði, tvo afturliggjandi miðjumenn og tvo framherja,“ sagði Scholes. Hljómar kannski fáránlega „Allt í góðu. Ég sætti mig við einn miðjumann og einn framherja en það þarf að gera þetta vel, finna hæfileikaríka menn og búa til burðarása í liðinu. Þegar þú ert kominn með þennan kjarna þá er auðveldara að bæta við hann,“ sagði Scholes. „Þetta hryggjarstykki, þessi kjarni er svo mikilvægur. Þeir þurfa að passa upp á það að búa hann til í sumar. Þetta hljómar kannski fáránlega en miðað við form liðsins síðan þessi þjálfari tók við þá gætu þeir verið að fara í fallbaráttu. Ég óttast það því þetta hefur verið það slæmt,“ sagði Scholes. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@mailsport) Enski boltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Sjá meira
Scholes er einn af goðsögnum United sem unnu hvern titilinn á fætur öðrum undir stjórn Sir Alex Ferguson. Þá var liðið besta liðið í Englandi en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Langt í land United hefur reyndar unnið tvo af síðustu fjórum deildarleikjum sínum og komst áfram í ensku bikarkeppninni um síðustu helgi. Fram að því var United liðið bara á leiðinni niður í fallbaráttu en það er langur vegur eftir enn að mati Scholes. Þetta gæti orðið versta tímabil Manchester United í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og þrátt fyrir mjög slakt gengi þá hafði félagið bara efni á því að kaupa einn leikmann í janúarglugganum, Danann Patrick Dorgu, auk þess að semja við unglingaliðsmanninn Ayden Heaven. Enginn kjarni í liðinu „Það eru nokkur atriði sem valda mér áhyggjum. Ruben Amorim þarf að laga margt, við vitum það öll, en ekki síst á leikmannamarkaðnum. Vandamálið er að ég sé ekki neinn kjarna í leikmannahópnum,“ sagði Paul Scholes í hlaðvarpsþættinum The Overlap Fan Debate. „Þegar þú horfir á hin liðið þá sérðu strax hryggjarstykkið hjá þeim. Liverpool er með frábæran markvörð, frábæran miðvörð, framherja, miðjumenn og allt sem til þarf. Ég tel að United sé ekki neinn alvöru leikmann í þeim stöðum,“ sagði Scholes. „Liðið þarf að fá nýjan markvörð, líklega tvo nýja miðverði, tvo afturliggjandi miðjumenn og tvo framherja,“ sagði Scholes. Hljómar kannski fáránlega „Allt í góðu. Ég sætti mig við einn miðjumann og einn framherja en það þarf að gera þetta vel, finna hæfileikaríka menn og búa til burðarása í liðinu. Þegar þú ert kominn með þennan kjarna þá er auðveldara að bæta við hann,“ sagði Scholes. „Þetta hryggjarstykki, þessi kjarni er svo mikilvægur. Þeir þurfa að passa upp á það að búa hann til í sumar. Þetta hljómar kannski fáránlega en miðað við form liðsins síðan þessi þjálfari tók við þá gætu þeir verið að fara í fallbaráttu. Ég óttast það því þetta hefur verið það slæmt,“ sagði Scholes. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@mailsport)
Enski boltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Sjá meira