Ráðherra braut ekki lög Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2025 13:07 Ástráður, Aldís og Guðmundur Ingi fyrrverandi ráðherra jafnréttismála. Vísir Guðmundur Ingi Guðbrandsson þáverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra braut ekki jafnréttislög þegar hann skipaði Ástráð Haraldsson sem ríkissáttasemjara árið 2023. Þetta kemur fram í úrskurði kærunefndar jafnréttismála. Aldís Guðný Sigurðardóttir var á meðal sex umsækjenda um starfið sem Ástráður Haraldsson var skipaður í. Umsækjendur um embættið voru eftirtaldir: Aldís Guðný Sigurðardóttir, lektor við viðskiptadeild HR og forstöðumaður MBA-náms Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari Hilmar Már Gunnlaugsson, lyfjafræðingur Maríanna Hugrún Helgadóttir, formaður og framkvæmdastjóri Félags íslenskra náttúrufræðinga Muhammad Abu Ayub, vaktstjóri Skúli Þór Sveinsson, sölumaður Aldís og Ástráður voru bæði metin mjög vel hæf af hæfnisnefnd og fór lögmaður Aldísar yfir málið, frá þeirra sjónarhorni, í aðsendri skoðunargrein á Vísi í ágúst í fyrra. Það væri mat Aldísar að hæfasti umsækjandinn hefði ekki verið valinn. Taldi Aldís að ráðherra hefði mismunað sér á grundvelli kyns en samkvæmt lögum væri sú skylda á atvinnurekendur að vinna markvisst að því að bæta stöðu kvenna á vinnumarkaði. Máli sínu til stuðnings nefndu þær að í rúmlega fjörutíu ára sögu ríkissáttasemjara hefði aðeins ein kona gegnt embættinu. „Mér finnst rauði þráðurinn í gegnum allt þetta mál, þegar ég fer yfir gögnin, vera svolítið þannig að það hafi vísvitandi verið gert lítið úr hæfni hennar, reynslu og þekkingu á vinnumarkaði. En að sama skapi er verið að gera meira úr reynslu núverandi ríkissáttasemjara, sem fékk embættið,“ sagði Erna Guðmundsdóttir, lögmaður Aldísar, í samtali við Vísi í janúar í fyrra. Erna spurði í aðsendu greininni hvort jafnrétti hefði verið haft af ráðherra jafnréttismála? Kærunefndin svarar þeirri spurningu játandi. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að Aldísi hafi ekki sýnt fram á að henni hefði verið mismunað á grundvelli kyns. Niðurstaða ráðherra hefði verið byggð á málefnalegum sjónarmiðum. Ástráður hefði fengið fleiri heildarstig við mat á umsóknargögnum, fleiri heildarstig eftir viðtöl. Þannig hafi hann fengið fleiri stig fyrir tvo matsþætti af ellefu en Aldís fleiri fyrir einn matsþátt. Aldís hefði mikla sérþekkingu í samningatækni og samningafræði sem og við úrlausn deilumála. Ástráður hefði á móti mikla sérþekkingu í vinnumarkaði og sáttarstörf í vinnudeilum. Þá hefði hann tiltekina reynslu í starfinu en hann hafði verið settur ríkissáttasemjari þegar staðan var auglýst. Þá var ekki fallist á kröfu Aldísar að ríkið greiddi málskostnað hennar. Úrskurð nefndarinnar má lesa hér. Stjórnsýsla Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinnumarkaður Vinstri græn Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Sjá meira
Aldís Guðný Sigurðardóttir var á meðal sex umsækjenda um starfið sem Ástráður Haraldsson var skipaður í. Umsækjendur um embættið voru eftirtaldir: Aldís Guðný Sigurðardóttir, lektor við viðskiptadeild HR og forstöðumaður MBA-náms Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari Hilmar Már Gunnlaugsson, lyfjafræðingur Maríanna Hugrún Helgadóttir, formaður og framkvæmdastjóri Félags íslenskra náttúrufræðinga Muhammad Abu Ayub, vaktstjóri Skúli Þór Sveinsson, sölumaður Aldís og Ástráður voru bæði metin mjög vel hæf af hæfnisnefnd og fór lögmaður Aldísar yfir málið, frá þeirra sjónarhorni, í aðsendri skoðunargrein á Vísi í ágúst í fyrra. Það væri mat Aldísar að hæfasti umsækjandinn hefði ekki verið valinn. Taldi Aldís að ráðherra hefði mismunað sér á grundvelli kyns en samkvæmt lögum væri sú skylda á atvinnurekendur að vinna markvisst að því að bæta stöðu kvenna á vinnumarkaði. Máli sínu til stuðnings nefndu þær að í rúmlega fjörutíu ára sögu ríkissáttasemjara hefði aðeins ein kona gegnt embættinu. „Mér finnst rauði þráðurinn í gegnum allt þetta mál, þegar ég fer yfir gögnin, vera svolítið þannig að það hafi vísvitandi verið gert lítið úr hæfni hennar, reynslu og þekkingu á vinnumarkaði. En að sama skapi er verið að gera meira úr reynslu núverandi ríkissáttasemjara, sem fékk embættið,“ sagði Erna Guðmundsdóttir, lögmaður Aldísar, í samtali við Vísi í janúar í fyrra. Erna spurði í aðsendu greininni hvort jafnrétti hefði verið haft af ráðherra jafnréttismála? Kærunefndin svarar þeirri spurningu játandi. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að Aldísi hafi ekki sýnt fram á að henni hefði verið mismunað á grundvelli kyns. Niðurstaða ráðherra hefði verið byggð á málefnalegum sjónarmiðum. Ástráður hefði fengið fleiri heildarstig við mat á umsóknargögnum, fleiri heildarstig eftir viðtöl. Þannig hafi hann fengið fleiri stig fyrir tvo matsþætti af ellefu en Aldís fleiri fyrir einn matsþátt. Aldís hefði mikla sérþekkingu í samningatækni og samningafræði sem og við úrlausn deilumála. Ástráður hefði á móti mikla sérþekkingu í vinnumarkaði og sáttarstörf í vinnudeilum. Þá hefði hann tiltekina reynslu í starfinu en hann hafði verið settur ríkissáttasemjari þegar staðan var auglýst. Þá var ekki fallist á kröfu Aldísar að ríkið greiddi málskostnað hennar. Úrskurð nefndarinnar má lesa hér.
Stjórnsýsla Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinnumarkaður Vinstri græn Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Sjá meira