Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Valur Páll Eiríksson skrifar 13. febrúar 2025 11:06 Veðmálafyrirtækið Stake hefur misst starfsleyfið í Bretlandi vegna auglýsingar Bonnie Blue. Everton hefur verið aðvarað vegna ólöglegs samnings, sem og tvö önnur ensk úrvalsdeildarfélög. Samsett/Getty/Instagram Veðmálafyrirtækið Stake, sem auglýsir framan á treyjum Everton í ensku úrvalsdeildinni, hefur misst starfsleyfi á Bretlandi vegna umdeildrar klámauglýsingar. Yfirvöld hafa hótað sektum og jafnvel fangelsisdómum vegna málsins. Stake er alþjóðlegt ástralskt veðmálafyrirtæki sem hefur rutt sér til rúms undanfarin misseri. Það ber mikið á fyrirtækinu á samfélagsmiðlinum X þar sem merki þess hefur verið troðið inn á allskyns fótboltaefni vinsælla notenda, en einnig almennt fréttaefni og í þessu tilfelli kláms. Nefnd fjárhættuspila innan breska ríkisins (e. Gambling Commission, GC) hóf rannsókn á fyrirtækinu eftir að klámstjarnan Bonnie Blue var með merki Stake sýnilegt í myndbandi sem hún birti á samfélagsmiðlum. Myndbandið er tekið upp fyrir utan Nottingham Trent-háskóla þar sem Blue kveðst „ætla að sofa hjá 180 tæplega löglegum 18 ára drengjum“, samkvæmt breska ríkisútvarpinu BBC. Færslunni hefur verið eytt og var aldrei auglýst af opinberum aðgangi frá Stake. Málið var hins vegar til rannsóknar hjá GC vegna áhyggja yfir því að klám væri nýtt til að auglýsa veðmálastarfsemi. Stake hefur í ljósi málsins fallist á að ógilda starfsleyfi fyrirtækisins í Bretlandi. Starfsemi fyrirtækisins innan Bretlands verður hætt þann 11. mars næst komandi. Nottingham Forest og Leicester hefur borist aðvörun vegna veðmálafyrirtækjanna Kaiyun og BC.Game. Hvorugt hefur starfsleyfi í Bretlandi.Samsett/Getty Hóta fangelsisdómum Everton hefur borist skrifleg aðvörun vegna málsins. Enskum félögum er ekki heimilt að auglýsa veðmálafyrirtæki sem ekki hafa starfsleyfi innan Bretlands. Nottingham Forest og Leicester City bárust samskonar bréf vegna veðmálafyrirtækja sem styrkja þau félög. Fyrirtækið Kaiyun er framan á treyju Forest en Leicester er með samning við BC.Game, sem prýðir treyjur þeirra bláklæddu. Hvorugt þeirra fyrirtækja má starfa á Bretlandi. Í bréfinu er félögunum hótað sektum og að starfsfólk geti jafnvel átt yfir höfði sér fangelsisdóma vegna samninga við fyrirtæki sem séu í raun ólögleg í landinu. „Nefndin mun skrifa til Everton – ásamt tveimur öðrum fótboltafélögum með óleyfilega styrktaraðila – og vara við hættunni á að kynna ólöglegar fjárhættuspilavefsíður,“ segir í yfirlýsingu BC. „Gert er ráð fyrir að klúbbarnir sýni fram á að neytendur geti ekki með neinum hætti átt viðskipti við fyrirtækin í Bretlandi. Nefndin mun einnig gera ráðstafanir til að sannreyna sjálfstætt að skilvirkar ráðstafanir séu til staðar,“ segir þar enn fremur. Veðmálaauglýsingar þrefölduðust milli ára Ekki þykir líklegt að aðvaranirnar hafi mikil áhrif á samning Everton við Stake en algengt er að ensk úrvalsdeildarfélög geri samning við veðmálafyrirtæki sem ekki hafa starfsleyfi á Bretlandi. Vegna vinsælda ensku úrvalsdeildarinnar á heimsvísu miði auglýsingarnar við alþjóðamarkað, fremur en breskan markað. Rannsókn frá því í september síðastliðnum sýnir fram á að þrefalt fleiri veðmálaauglýsingar hafi verið til staðar í kringum fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á þessari leiktíð, samanborið við leiktíðina á undan. Borið hefur á óánægju á meðal félaga í ensku úrvalsdeildinni vegna yfirvofandi banns en bresk stjórnvöld hafa aukið eftirlit til muna og má búast við að regluverkið þrengist enn frekar á næstu árum. Ellefu félög með veðmálafyrirtæki á treyjunni Víða í Evrópu hafa skref verið tekin til að takmarka aðgengi veðmálafyrirtækja að knattspyrnufélögum. Frá og með tímabilinu 2026 til 2027 mega veðmálafyrirtæki ekki auglýsa framan á treyjum enskra knattspyrnuliða. Samskonar reglur taka gildi í Belgíu og Hollandi á næstu árum, til að mynda. Alls eru ellefu lið af tuttugu í ensku úrvalsdeildinni sem bera veðmálafyrirtæki sem aðalstyrkaraðila framan á treyjum þess. Þau eru: Aston Villa (Betano), Bournemouth (bj88), Brentford (Hollywoodbets), Crystal Palace (NET88), Everton (Stake.com), Fulham (SBOTOP), Leicester City (BC.GAME), Nottingham Forest (Kaiyun Sports), Southampton (Rollbit), West Ham United (Betway) og Wolves (DEBET). Innan tveggja leiktíða þurfa þessi félög því að finna nýja styrktaraðila framan á treyjur þeirra. Verið kallað eftir öfugri þróun á Íslandi Ísland hefur ekki verið undanskilið aukinni innreið veðmálafyrirtækja á markað undanfarin ár. Borið hefur á háværari röddum sem kalla eftir lögleiðingu veðmálaauglýsinga hérlendis og starfsleyfisveitingum. Hægt sé þannig að skattleggja starfsemina og skila arði af starfseminni ýmist til ríkissjóðs eða íslenskra íþróttafélaga. Þeir Sigmar Guðmundsson, Viðreisn, og Óli Björn Kárason, Sjálfstæðisflokki, kölluðu þá eftir því árið 2022 að fjölmiðlum væri heimilt að auglýsa veðmálastarfsemi. Það myndi renna styrkari stoðum undir rekstur einkarekinna miðla. Að fara þá leið væri í algjörri andstöðu við þróunina á meginlandinu þar sem yfirvöld, þá sérstaklega íþróttayfirvöld, hafa hert löggjöfina, líkt og enska úrvalsdeildin er dæmi um. Íslenskar getraunir, Lengjan, er eina veðmálafyrirtækið sem hefur starfsleyfi hérlendis. Íslendingar eru taldir eyða hundruðum milljóna árlega í veðmál hjá fyrirtækjum á við bet365, EpicBet og Coolbet, til að nefna þrjú dæmi. Þeim fyrirtækjum er ekki heimilt að auglýsa í innlendum fjölmiðlum en hafa orðið sífellt meira áberandi á samfélagsmiðlum og þá hafa íslensk hlaðvörp ýmist sætt sektum eða aðvörunum vegna auglýsinga á erlendum veðmálasíðum. Sýn var til að mynda sektað árið 2022 fyrir að auglýsa veðmálafyrirtækið Coolbet í hlaðvarpinu Þungavigtin. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Sjá meira
Stake er alþjóðlegt ástralskt veðmálafyrirtæki sem hefur rutt sér til rúms undanfarin misseri. Það ber mikið á fyrirtækinu á samfélagsmiðlinum X þar sem merki þess hefur verið troðið inn á allskyns fótboltaefni vinsælla notenda, en einnig almennt fréttaefni og í þessu tilfelli kláms. Nefnd fjárhættuspila innan breska ríkisins (e. Gambling Commission, GC) hóf rannsókn á fyrirtækinu eftir að klámstjarnan Bonnie Blue var með merki Stake sýnilegt í myndbandi sem hún birti á samfélagsmiðlum. Myndbandið er tekið upp fyrir utan Nottingham Trent-háskóla þar sem Blue kveðst „ætla að sofa hjá 180 tæplega löglegum 18 ára drengjum“, samkvæmt breska ríkisútvarpinu BBC. Færslunni hefur verið eytt og var aldrei auglýst af opinberum aðgangi frá Stake. Málið var hins vegar til rannsóknar hjá GC vegna áhyggja yfir því að klám væri nýtt til að auglýsa veðmálastarfsemi. Stake hefur í ljósi málsins fallist á að ógilda starfsleyfi fyrirtækisins í Bretlandi. Starfsemi fyrirtækisins innan Bretlands verður hætt þann 11. mars næst komandi. Nottingham Forest og Leicester hefur borist aðvörun vegna veðmálafyrirtækjanna Kaiyun og BC.Game. Hvorugt hefur starfsleyfi í Bretlandi.Samsett/Getty Hóta fangelsisdómum Everton hefur borist skrifleg aðvörun vegna málsins. Enskum félögum er ekki heimilt að auglýsa veðmálafyrirtæki sem ekki hafa starfsleyfi innan Bretlands. Nottingham Forest og Leicester City bárust samskonar bréf vegna veðmálafyrirtækja sem styrkja þau félög. Fyrirtækið Kaiyun er framan á treyju Forest en Leicester er með samning við BC.Game, sem prýðir treyjur þeirra bláklæddu. Hvorugt þeirra fyrirtækja má starfa á Bretlandi. Í bréfinu er félögunum hótað sektum og að starfsfólk geti jafnvel átt yfir höfði sér fangelsisdóma vegna samninga við fyrirtæki sem séu í raun ólögleg í landinu. „Nefndin mun skrifa til Everton – ásamt tveimur öðrum fótboltafélögum með óleyfilega styrktaraðila – og vara við hættunni á að kynna ólöglegar fjárhættuspilavefsíður,“ segir í yfirlýsingu BC. „Gert er ráð fyrir að klúbbarnir sýni fram á að neytendur geti ekki með neinum hætti átt viðskipti við fyrirtækin í Bretlandi. Nefndin mun einnig gera ráðstafanir til að sannreyna sjálfstætt að skilvirkar ráðstafanir séu til staðar,“ segir þar enn fremur. Veðmálaauglýsingar þrefölduðust milli ára Ekki þykir líklegt að aðvaranirnar hafi mikil áhrif á samning Everton við Stake en algengt er að ensk úrvalsdeildarfélög geri samning við veðmálafyrirtæki sem ekki hafa starfsleyfi á Bretlandi. Vegna vinsælda ensku úrvalsdeildarinnar á heimsvísu miði auglýsingarnar við alþjóðamarkað, fremur en breskan markað. Rannsókn frá því í september síðastliðnum sýnir fram á að þrefalt fleiri veðmálaauglýsingar hafi verið til staðar í kringum fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á þessari leiktíð, samanborið við leiktíðina á undan. Borið hefur á óánægju á meðal félaga í ensku úrvalsdeildinni vegna yfirvofandi banns en bresk stjórnvöld hafa aukið eftirlit til muna og má búast við að regluverkið þrengist enn frekar á næstu árum. Ellefu félög með veðmálafyrirtæki á treyjunni Víða í Evrópu hafa skref verið tekin til að takmarka aðgengi veðmálafyrirtækja að knattspyrnufélögum. Frá og með tímabilinu 2026 til 2027 mega veðmálafyrirtæki ekki auglýsa framan á treyjum enskra knattspyrnuliða. Samskonar reglur taka gildi í Belgíu og Hollandi á næstu árum, til að mynda. Alls eru ellefu lið af tuttugu í ensku úrvalsdeildinni sem bera veðmálafyrirtæki sem aðalstyrkaraðila framan á treyjum þess. Þau eru: Aston Villa (Betano), Bournemouth (bj88), Brentford (Hollywoodbets), Crystal Palace (NET88), Everton (Stake.com), Fulham (SBOTOP), Leicester City (BC.GAME), Nottingham Forest (Kaiyun Sports), Southampton (Rollbit), West Ham United (Betway) og Wolves (DEBET). Innan tveggja leiktíða þurfa þessi félög því að finna nýja styrktaraðila framan á treyjur þeirra. Verið kallað eftir öfugri þróun á Íslandi Ísland hefur ekki verið undanskilið aukinni innreið veðmálafyrirtækja á markað undanfarin ár. Borið hefur á háværari röddum sem kalla eftir lögleiðingu veðmálaauglýsinga hérlendis og starfsleyfisveitingum. Hægt sé þannig að skattleggja starfsemina og skila arði af starfseminni ýmist til ríkissjóðs eða íslenskra íþróttafélaga. Þeir Sigmar Guðmundsson, Viðreisn, og Óli Björn Kárason, Sjálfstæðisflokki, kölluðu þá eftir því árið 2022 að fjölmiðlum væri heimilt að auglýsa veðmálastarfsemi. Það myndi renna styrkari stoðum undir rekstur einkarekinna miðla. Að fara þá leið væri í algjörri andstöðu við þróunina á meginlandinu þar sem yfirvöld, þá sérstaklega íþróttayfirvöld, hafa hert löggjöfina, líkt og enska úrvalsdeildin er dæmi um. Íslenskar getraunir, Lengjan, er eina veðmálafyrirtækið sem hefur starfsleyfi hérlendis. Íslendingar eru taldir eyða hundruðum milljóna árlega í veðmál hjá fyrirtækjum á við bet365, EpicBet og Coolbet, til að nefna þrjú dæmi. Þeim fyrirtækjum er ekki heimilt að auglýsa í innlendum fjölmiðlum en hafa orðið sífellt meira áberandi á samfélagsmiðlum og þá hafa íslensk hlaðvörp ýmist sætt sektum eða aðvörunum vegna auglýsinga á erlendum veðmálasíðum. Sýn var til að mynda sektað árið 2022 fyrir að auglýsa veðmálafyrirtækið Coolbet í hlaðvarpinu Þungavigtin.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Sjá meira