Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Kjartan Kjartansson skrifar 13. febrúar 2025 14:07 Norðurþing vinnur að uppbyggingu græns iðngarðs á Bakka sem Carbfix telur að falli vel að markmiðum um að hafa jákvæð áhrif á loftslagsbreytingar. Vísir/Vilhelm Kolefnisförgunarfyrirtækið Carbfix skoðar nú möguleikann á að reisa svonefnda Coda-stöð á Bakka fyrir utan Húsavík. Bakki er þriðji staðurinn á landinu þar sem Carbfix leitar hófanna um að koma upp slíkri kolefnisförgunarstöð. Byggðaráð Norðurþings vísaði sameiginlegri yfirlýsingu sveitarfélagsins og Carbfix um mögulegt samstarf til afgreiðslu í sveitarstjórn í morgun. Í kynningu forsvarsmanna fyrirtækisins kom fram að það vilji skða möguleikann á samstarfi um svokallaða Coda-stöð í tengslum við uppbyggingu á grænum iðngarði á Bakka. Hugmyndirnar um staðsetningu á Bakka eru sagðar á frumstigi í kynningunni. Þó er búið að kynna það fyrir byggðaráði, stéttarfélögunum á svæðinu og hagaðilum. Ráðast eigi í frekari kyningar og umræðufundi til þess að kanna fýsileika verkefnsins. Gangi það að óskum verði viljayfirlýsing á milli Carbfix og sveitarfélagsins undirrituð og ráðist í frekari rannsóknir til að meta möguleikann á staðsetningu starfseminnar í Norðurþingi. Coda-stöðvum Carbfix er ætlað að taka á móti koltvísýringi frá iðnaði erlendis og binda hann í berglögum með aðferð sem fyrirtækið þróaði við Hellisheiðarvirkjun. Koltvísýringurinn sem stöðvarnar tækju við yrði fangaður úr iðnaðarútblæstri þar sem erfitt er að draga úr losun eins og við stálframleiðslu og sementsgerð. Áform í bæði Hafnarfirði og Þorlákshöfn Bakki er þriðji staðurinn sem hefur verið nefndur fyrir Coda-stöð Carbfix. Lengst á veg er fyrirhuguð stöð við Straumsvík við Hafnarfjörð komin. Hún er í umhverfismatsferli en óvíst er um afdrif hennar vegna háværrar andstöðu sumra íbúa í sveitarfélaginu vegna áhyggna af áhrifum starfseminnar. Núverandi bæjarstjóri sagði í fyrra að haldin yrði íbúakosning um verkefnið næðust samningar um það. Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti viljayfirlýsingu við Carbfix í lok janúar um mögulega Coda-stöð í Þorlákshöfn. Þar hefur þegar verið haldinn kynningarfundur með íbúum um verkefnið enda forsvarsmenn þess minnugir andstöðunnar sem gaus upp í Hafnarfirði. Ólafur Elínarson, upplýsingafulltrúi Carbfix, segir í samtali við Vísi, að vilji fyrirtækisins standi til þess að kynna verkefnið fyrir íbúum í Norðurþings á frumstigi þess líkt og gera eigi í Ölfusi. Engar skuldbindandi ákvarðanir hafi verið teknar og því sé nægur tími fyrir íbúa og hagaðila að taka þátt í og hafa áhrif. Fyrirtækið stefni á starfsemi á allt að fjórum stöðum á landinu. Möguleg fjórða staðsetning sem hefur verið nefnd í því samhengi er Helguvík á Reykjanesi þar sem fyrirtækið hefur rannsakað möguleikann á að nota sjó í stað ferskvatns til þess að dæla koltvísýringi í jörðu. Coda Terminal Norðurþing Loftslagsmál Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Ölfus Hafnarfjörður Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Byggðaráð Norðurþings vísaði sameiginlegri yfirlýsingu sveitarfélagsins og Carbfix um mögulegt samstarf til afgreiðslu í sveitarstjórn í morgun. Í kynningu forsvarsmanna fyrirtækisins kom fram að það vilji skða möguleikann á samstarfi um svokallaða Coda-stöð í tengslum við uppbyggingu á grænum iðngarði á Bakka. Hugmyndirnar um staðsetningu á Bakka eru sagðar á frumstigi í kynningunni. Þó er búið að kynna það fyrir byggðaráði, stéttarfélögunum á svæðinu og hagaðilum. Ráðast eigi í frekari kyningar og umræðufundi til þess að kanna fýsileika verkefnsins. Gangi það að óskum verði viljayfirlýsing á milli Carbfix og sveitarfélagsins undirrituð og ráðist í frekari rannsóknir til að meta möguleikann á staðsetningu starfseminnar í Norðurþingi. Coda-stöðvum Carbfix er ætlað að taka á móti koltvísýringi frá iðnaði erlendis og binda hann í berglögum með aðferð sem fyrirtækið þróaði við Hellisheiðarvirkjun. Koltvísýringurinn sem stöðvarnar tækju við yrði fangaður úr iðnaðarútblæstri þar sem erfitt er að draga úr losun eins og við stálframleiðslu og sementsgerð. Áform í bæði Hafnarfirði og Þorlákshöfn Bakki er þriðji staðurinn sem hefur verið nefndur fyrir Coda-stöð Carbfix. Lengst á veg er fyrirhuguð stöð við Straumsvík við Hafnarfjörð komin. Hún er í umhverfismatsferli en óvíst er um afdrif hennar vegna háværrar andstöðu sumra íbúa í sveitarfélaginu vegna áhyggna af áhrifum starfseminnar. Núverandi bæjarstjóri sagði í fyrra að haldin yrði íbúakosning um verkefnið næðust samningar um það. Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti viljayfirlýsingu við Carbfix í lok janúar um mögulega Coda-stöð í Þorlákshöfn. Þar hefur þegar verið haldinn kynningarfundur með íbúum um verkefnið enda forsvarsmenn þess minnugir andstöðunnar sem gaus upp í Hafnarfirði. Ólafur Elínarson, upplýsingafulltrúi Carbfix, segir í samtali við Vísi, að vilji fyrirtækisins standi til þess að kynna verkefnið fyrir íbúum í Norðurþings á frumstigi þess líkt og gera eigi í Ölfusi. Engar skuldbindandi ákvarðanir hafi verið teknar og því sé nægur tími fyrir íbúa og hagaðila að taka þátt í og hafa áhrif. Fyrirtækið stefni á starfsemi á allt að fjórum stöðum á landinu. Möguleg fjórða staðsetning sem hefur verið nefnd í því samhengi er Helguvík á Reykjanesi þar sem fyrirtækið hefur rannsakað möguleikann á að nota sjó í stað ferskvatns til þess að dæla koltvísýringi í jörðu.
Coda Terminal Norðurþing Loftslagsmál Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Ölfus Hafnarfjörður Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira