Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. febrúar 2025 16:25 Ráðgert er að bankarnir greiði hluthöfum sínum 42,6 milljarða króna í arð. Hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja, Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka, nam 87,8 milljörðum króna á síðasta ári. Mestur var hagnaður Landsbankans. Ráðgert er að þar af verði tæpur helmingur greiddur í arð til hluthafa. Lítil breyting milli ára hjá Íslandsbanka Íslandsbanki birti uppgjör sitt í dag en þar kemur fram að hagnaður af rekstri bankans á fjórða ársfjórðungi hafi hafi verið 6,3 milljarðar króna. Hagnaður fyrir árið í heild hafi verið 24,2 milljarðar króna, 400 milljónum minni en árið 2023. Arðsemi eigin fjár hjá Íslandsbanka á síðasta ári var 10,9 prósent, samanborið við 11,3 prósent árið 2023. Hreinar vaxtatekjur námu 47,3 milljörðum, sem er samdráttur um 2,8 prósent milli ára. Hreinar þóknanatekjur drógust saman um 1,2 prósent á milli ára, og námu 13,1 milljarði króna árið 2024, samanborið við 13,3 milljarða króna árið 2023. Stjórn bankans kemur tul með að leggja til 12,1 milljarðs króna arðgreiðslu við aðalfund bankans í mars, í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans um að greiða 50 prósent af hagnaði fyrra árs í arð til hluthafa. Hér að neðan má sjá önnur helstu atriði um fjárhagslega afkomu Íslandsbanka árið 2024: Hrein fjármagnsgjöld voru 338 milljónir króna á árinu 2024, samanborið við fjármagnstekjur að fjárhæð 241 milljón króna árið 2023. Aðrar rekstrartekjur námu 2.282 milljónum króna árið 2024, samanborið við 570 milljónir króna árið 2023. Stjórnunarkostnaður var 27,6 milljarðar króna fyrir árið 2024, ef frá er talin 470 milljón króna stjórnvaldssekt sem gjaldfærð var á öðrum ársfjórðungi, samanborið við 25,7 milljarða króna stjórnunarkostnað ársins 2023, ef frá er talin gjaldfærsla að fjárhæð 960 milljónir króna vegna stjórnvaldssektar. Arion hagnaðist um 26 milljarða Arion Banki birti sitt uppgjör í gær. Þar kemur fram að hagnaður bankans á síðasta ársfjórðungi ársins 2024 hafi verið 8,3 milljarðar. Hagnaður síðasta árs í heild nam 26,1 milljarði króna, samanborið við 25,7 milljarða árið 2023. Arðsemi eigin fjár á síðasta ári var 13,2 prósent, samanborið við 13,6 prósent árið 2023. Hagnaður á hlut á síðasta ári nam 18,31 krónum, samanborið við 17,8 krónur árið 2023. „Stjórn bankans leggur til arðgreiðslu sem nemur 11,5 krónum á hlut eða sem jafngildir um 16 mö.kr., að teknu tilliti til eigin bréfa bankans,“ segir í tilkynningu um uppgjörið. Aðrar lykiltölur um fjárhagslega afkomu Arion banka árið 2024 má sjá hér að neðan: Vaxtamunur á vaxtaberandi eignir var 3,1%, óbreyttur frá árinu 2023 Hreinar þóknanatekjur námu 15,4 mö.kr. á árinu og drógust saman um 6,3% frá fyrra ári Vörður skilaði 3,7 ma.kr. hagnaði á árinu sem er besti árangur Varðar frá upphafi Kjarnatekjur, þ.e. hreinar vaxta-, þóknana- og tryggingatekjur (án rekstrarkostnaðar tryggingastarfseminnar), aukast um 4,6% samanborið við 2023 Rekstrarkostnaður hækkar um 10,2% samanborið við 2023 Virkt skatthlutfall var 25,4%, samanborið við 27,2% á árinu 2023 Kostnaður sem hlutfall af kjarnatekjum var 47,2%, samanborið við 44,7% 2023 Kostnaðarhlutfallið var 42,6%, samanborið við 40,0% á árinu 2023 Efnahagsreikningur bankans hefur stækkað um 6,1% frá árslokum 2023 Kaup eigin hlutabréfa og arðgreiðslur námu 25,5 mö.kr. á árinu. Bankinn gaf út nýtt hlutafé, samtals að fjárhæð 6,2 ma.kr., til að mæta nýtingu áskriftaréttinda Eiginfjárhlutfall bankans (CAR hlutfall) var 22,6% og hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 var 18,2% í lok desember. Hlutföllin taka tillit til væntrar arðgreiðslu, sem nemur 61% af hagnaði og 3 ma.kr. endurkaupa eigin hlutabréfa sem samþykkt hefur verið af stjórn bankans og Fjármálaeftirlitinu. Tæpir 43 milljarðar í arð Í lok síðasta mánaðar birti Landsbankinn uppgjör sitt fyrir síðasta ár, fyrstur stóru viðskiptabankanna þriggja. Bankinn hagnaðist um 37,5 milljarða króna, eftir skatta, á síðasta ári. Það er aukning um rúma fjóra milljarða frá árinu 2023 þegar hagnaðurinn var 33,2 milljarðar króna. Til stendur að greiða nítján milljarða króna í arð vegna ársins, eða um helming af hagnaði. Þegar hagnaður bankanna er lagður saman fást 87,8 milljarðar króna, en þar af er ráðgert að greiða samtals 42,6 milljarða króna í arð til hluthafa bankanna. Arion banki Íslandsbanki Landsbankinn Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Lítil breyting milli ára hjá Íslandsbanka Íslandsbanki birti uppgjör sitt í dag en þar kemur fram að hagnaður af rekstri bankans á fjórða ársfjórðungi hafi hafi verið 6,3 milljarðar króna. Hagnaður fyrir árið í heild hafi verið 24,2 milljarðar króna, 400 milljónum minni en árið 2023. Arðsemi eigin fjár hjá Íslandsbanka á síðasta ári var 10,9 prósent, samanborið við 11,3 prósent árið 2023. Hreinar vaxtatekjur námu 47,3 milljörðum, sem er samdráttur um 2,8 prósent milli ára. Hreinar þóknanatekjur drógust saman um 1,2 prósent á milli ára, og námu 13,1 milljarði króna árið 2024, samanborið við 13,3 milljarða króna árið 2023. Stjórn bankans kemur tul með að leggja til 12,1 milljarðs króna arðgreiðslu við aðalfund bankans í mars, í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans um að greiða 50 prósent af hagnaði fyrra árs í arð til hluthafa. Hér að neðan má sjá önnur helstu atriði um fjárhagslega afkomu Íslandsbanka árið 2024: Hrein fjármagnsgjöld voru 338 milljónir króna á árinu 2024, samanborið við fjármagnstekjur að fjárhæð 241 milljón króna árið 2023. Aðrar rekstrartekjur námu 2.282 milljónum króna árið 2024, samanborið við 570 milljónir króna árið 2023. Stjórnunarkostnaður var 27,6 milljarðar króna fyrir árið 2024, ef frá er talin 470 milljón króna stjórnvaldssekt sem gjaldfærð var á öðrum ársfjórðungi, samanborið við 25,7 milljarða króna stjórnunarkostnað ársins 2023, ef frá er talin gjaldfærsla að fjárhæð 960 milljónir króna vegna stjórnvaldssektar. Arion hagnaðist um 26 milljarða Arion Banki birti sitt uppgjör í gær. Þar kemur fram að hagnaður bankans á síðasta ársfjórðungi ársins 2024 hafi verið 8,3 milljarðar. Hagnaður síðasta árs í heild nam 26,1 milljarði króna, samanborið við 25,7 milljarða árið 2023. Arðsemi eigin fjár á síðasta ári var 13,2 prósent, samanborið við 13,6 prósent árið 2023. Hagnaður á hlut á síðasta ári nam 18,31 krónum, samanborið við 17,8 krónur árið 2023. „Stjórn bankans leggur til arðgreiðslu sem nemur 11,5 krónum á hlut eða sem jafngildir um 16 mö.kr., að teknu tilliti til eigin bréfa bankans,“ segir í tilkynningu um uppgjörið. Aðrar lykiltölur um fjárhagslega afkomu Arion banka árið 2024 má sjá hér að neðan: Vaxtamunur á vaxtaberandi eignir var 3,1%, óbreyttur frá árinu 2023 Hreinar þóknanatekjur námu 15,4 mö.kr. á árinu og drógust saman um 6,3% frá fyrra ári Vörður skilaði 3,7 ma.kr. hagnaði á árinu sem er besti árangur Varðar frá upphafi Kjarnatekjur, þ.e. hreinar vaxta-, þóknana- og tryggingatekjur (án rekstrarkostnaðar tryggingastarfseminnar), aukast um 4,6% samanborið við 2023 Rekstrarkostnaður hækkar um 10,2% samanborið við 2023 Virkt skatthlutfall var 25,4%, samanborið við 27,2% á árinu 2023 Kostnaður sem hlutfall af kjarnatekjum var 47,2%, samanborið við 44,7% 2023 Kostnaðarhlutfallið var 42,6%, samanborið við 40,0% á árinu 2023 Efnahagsreikningur bankans hefur stækkað um 6,1% frá árslokum 2023 Kaup eigin hlutabréfa og arðgreiðslur námu 25,5 mö.kr. á árinu. Bankinn gaf út nýtt hlutafé, samtals að fjárhæð 6,2 ma.kr., til að mæta nýtingu áskriftaréttinda Eiginfjárhlutfall bankans (CAR hlutfall) var 22,6% og hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 var 18,2% í lok desember. Hlutföllin taka tillit til væntrar arðgreiðslu, sem nemur 61% af hagnaði og 3 ma.kr. endurkaupa eigin hlutabréfa sem samþykkt hefur verið af stjórn bankans og Fjármálaeftirlitinu. Tæpir 43 milljarðar í arð Í lok síðasta mánaðar birti Landsbankinn uppgjör sitt fyrir síðasta ár, fyrstur stóru viðskiptabankanna þriggja. Bankinn hagnaðist um 37,5 milljarða króna, eftir skatta, á síðasta ári. Það er aukning um rúma fjóra milljarða frá árinu 2023 þegar hagnaðurinn var 33,2 milljarðar króna. Til stendur að greiða nítján milljarða króna í arð vegna ársins, eða um helming af hagnaði. Þegar hagnaður bankanna er lagður saman fást 87,8 milljarðar króna, en þar af er ráðgert að greiða samtals 42,6 milljarða króna í arð til hluthafa bankanna.
Arion banki Íslandsbanki Landsbankinn Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira