Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar 14. febrúar 2025 10:02 „Sexan“ er stuttmyndasamkeppni fyrir nemendur í 7. bekk sem ætlað er að skapa umræður og fræða ungt fólk um mörk og samþykki með áherslu á tilurð, birtingarmyndir og afleiðingar stafræns ofbeldis. Sexan er nú haldin í þriðja sinn en hún á rætur að rekja til fræðsluátaks sem var meðal aðgerða í þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021–2025 (Forvarnaráæltlun). Tækniþróun síðustu ára hefur verið mjög hröð og breytingar á því hvernig við höfum samskipti eru miklar og stöðugar. Samskipti fara í æ ríkari mæli fram með rafrænum hætti og unga kynslóðin er fljót að tileinka sér nýjar samskiptaleiðir. Rafræn samskipti veita ákveðið skjól, eða fjarlægð, og jafnvel fullorðnu fólki virðist oft vefjast fingur um tönn þegar það sest við lyklaborðið, jafnvel á opinberum vettvangi. Því miður hefur stafrænt kynferðisofbeldi, og stafrænt ofbeldi almennt, aukist jafnhliða aukinni notkun stafrænna miðla. Ör þróun og aukið aðgengi að forritum sem nota gervigreind hefur auk þess gert það að verkum að hver sem er getur skapað og birt sannfærandi myndefni þar sem einstaklingar birtast naktir eða í aðstæðum sem valdið geta þeim ómældum skaða. Með stafrænu kynferðisofbeldi er vísað til þeirrar háttsemi, eða hótunar um, að útbúa, afla sér eða öðrum, dreifa eða birta myndefni, texta eða sambærilegt efni, þ.m.t. falsað efni, af nekt eða kynferðislegri háttsemi einhvers án samþykkis viðkomandi. Börn og ungmenni sem hafa aðgang að samskiptamiðlum á netinu eru í mjög viðkvæmri stöðu þar sem þau skortir oft þroska til að gera sér almennilega grein fyrir afleiðingum gjörða sinna og þekkingu á hvað má og hvað má ekki. Hvað er kynferðisleg friðhelgi? Hvað er samþykki? Hvað eru mörk og hvernig set ég mörk? Það er því mikilvægt að fræða börn og ungmenni um mikilvægi kynferðislegrar friðhelgi og tilurð, birtingarmyndir og afleiðingar stafræns ofbeldis. Hugmyndin með Sexunni er að ungt fólk, undir styrkri leiðsögn fullorðinna, fræði ungt fólk á tungumáli sem þau skilja. Þau sjálf eru best til þess fallin að varpa ljósi á þeirra eigin veruleika og hvar helstu áskoranirnar leynast í þeirra lífi. Verðlaunamyndirnar verða sendar í alla grunnskóla landsins sem fræðsluefni um stafrænt ofbeldi og nýtast þannig þeim skólum sem ekki taka þátt sem og komandi kynslóðum. Samkeppnin er ætluð fyrir 7. bekki grunnskóla landsins og fyrirkomulagið er einfalt. Þátttakendur í Sexunni fá fræðslu og tækifæri til að búa til og skila inn tilbúinni stuttmynd á tímabilinu 3. febrúar til 8. apríl 2025. Stuttmyndirnar mega ekki vera lengri en 3 mínútur og viðfangsefni keppninnar eru fjórar birtingarmyndir stafræns ofbeldis: samþykki, nektarmyndir, tæling eða slagsmál ungmenna. Þátttakendur hafa frjálsar hendur með handritagerð, framkvæmd og eftirvinnslu. Hver skóli má senda að hámarki þrjár myndir í keppnina og dómnefnd skipuð fulltrúum ungmennaráðs, RÚV, MMS og fulltrúa kvikmyndagerðar munu svo velja þrjár bestu myndirnar sem verða kynntar á vef UngRÚV. Sexan er að festa sig í sessi sem árlegur viðburður þar sem nemendur 7. bekkja grunnskóla landsins sjá um að skapa fræðsluefni fyrir önnur börn og ungmenni með þeirri nálgun sem þau kjósa, og með því orðfæri sem þau kjósa. Sigurvegari Sexunnar 2023 var Selásskóli með stuttmyndina „Friend Request“ og sigurvegari Sexunnar 2024 var Smáraskóli með myndina „Vinir í raun“. Þær myndir sem hlutu 1.-3. verðlaun í fyrri keppnum má finna bæði á Youtube rás Neyðarlínunnar og á vef Neyðarlínunnar 112.is/sexan. Þar má einnig finna frekari fræðslu um viðfangsefnin, innsendingargáttina, góð ráð fyrir stuttmyndagerð og leiðbeiningar fyrir nemendur og kennara. Við skorum á foreldra og kennara barna í 7. bekkjum grunnskóla landsins til að hvetja börnin til þátttöku í Sexunni 2025. Höfundur er sérfræðingur á Jafnréttisstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynlíf Kynbundið ofbeldi Skóla- og menntamál Jafnréttismál Grunnskólar Stafrænt ofbeldi Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
„Sexan“ er stuttmyndasamkeppni fyrir nemendur í 7. bekk sem ætlað er að skapa umræður og fræða ungt fólk um mörk og samþykki með áherslu á tilurð, birtingarmyndir og afleiðingar stafræns ofbeldis. Sexan er nú haldin í þriðja sinn en hún á rætur að rekja til fræðsluátaks sem var meðal aðgerða í þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021–2025 (Forvarnaráæltlun). Tækniþróun síðustu ára hefur verið mjög hröð og breytingar á því hvernig við höfum samskipti eru miklar og stöðugar. Samskipti fara í æ ríkari mæli fram með rafrænum hætti og unga kynslóðin er fljót að tileinka sér nýjar samskiptaleiðir. Rafræn samskipti veita ákveðið skjól, eða fjarlægð, og jafnvel fullorðnu fólki virðist oft vefjast fingur um tönn þegar það sest við lyklaborðið, jafnvel á opinberum vettvangi. Því miður hefur stafrænt kynferðisofbeldi, og stafrænt ofbeldi almennt, aukist jafnhliða aukinni notkun stafrænna miðla. Ör þróun og aukið aðgengi að forritum sem nota gervigreind hefur auk þess gert það að verkum að hver sem er getur skapað og birt sannfærandi myndefni þar sem einstaklingar birtast naktir eða í aðstæðum sem valdið geta þeim ómældum skaða. Með stafrænu kynferðisofbeldi er vísað til þeirrar háttsemi, eða hótunar um, að útbúa, afla sér eða öðrum, dreifa eða birta myndefni, texta eða sambærilegt efni, þ.m.t. falsað efni, af nekt eða kynferðislegri háttsemi einhvers án samþykkis viðkomandi. Börn og ungmenni sem hafa aðgang að samskiptamiðlum á netinu eru í mjög viðkvæmri stöðu þar sem þau skortir oft þroska til að gera sér almennilega grein fyrir afleiðingum gjörða sinna og þekkingu á hvað má og hvað má ekki. Hvað er kynferðisleg friðhelgi? Hvað er samþykki? Hvað eru mörk og hvernig set ég mörk? Það er því mikilvægt að fræða börn og ungmenni um mikilvægi kynferðislegrar friðhelgi og tilurð, birtingarmyndir og afleiðingar stafræns ofbeldis. Hugmyndin með Sexunni er að ungt fólk, undir styrkri leiðsögn fullorðinna, fræði ungt fólk á tungumáli sem þau skilja. Þau sjálf eru best til þess fallin að varpa ljósi á þeirra eigin veruleika og hvar helstu áskoranirnar leynast í þeirra lífi. Verðlaunamyndirnar verða sendar í alla grunnskóla landsins sem fræðsluefni um stafrænt ofbeldi og nýtast þannig þeim skólum sem ekki taka þátt sem og komandi kynslóðum. Samkeppnin er ætluð fyrir 7. bekki grunnskóla landsins og fyrirkomulagið er einfalt. Þátttakendur í Sexunni fá fræðslu og tækifæri til að búa til og skila inn tilbúinni stuttmynd á tímabilinu 3. febrúar til 8. apríl 2025. Stuttmyndirnar mega ekki vera lengri en 3 mínútur og viðfangsefni keppninnar eru fjórar birtingarmyndir stafræns ofbeldis: samþykki, nektarmyndir, tæling eða slagsmál ungmenna. Þátttakendur hafa frjálsar hendur með handritagerð, framkvæmd og eftirvinnslu. Hver skóli má senda að hámarki þrjár myndir í keppnina og dómnefnd skipuð fulltrúum ungmennaráðs, RÚV, MMS og fulltrúa kvikmyndagerðar munu svo velja þrjár bestu myndirnar sem verða kynntar á vef UngRÚV. Sexan er að festa sig í sessi sem árlegur viðburður þar sem nemendur 7. bekkja grunnskóla landsins sjá um að skapa fræðsluefni fyrir önnur börn og ungmenni með þeirri nálgun sem þau kjósa, og með því orðfæri sem þau kjósa. Sigurvegari Sexunnar 2023 var Selásskóli með stuttmyndina „Friend Request“ og sigurvegari Sexunnar 2024 var Smáraskóli með myndina „Vinir í raun“. Þær myndir sem hlutu 1.-3. verðlaun í fyrri keppnum má finna bæði á Youtube rás Neyðarlínunnar og á vef Neyðarlínunnar 112.is/sexan. Þar má einnig finna frekari fræðslu um viðfangsefnin, innsendingargáttina, góð ráð fyrir stuttmyndagerð og leiðbeiningar fyrir nemendur og kennara. Við skorum á foreldra og kennara barna í 7. bekkjum grunnskóla landsins til að hvetja börnin til þátttöku í Sexunni 2025. Höfundur er sérfræðingur á Jafnréttisstofu.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar