Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar 14. febrúar 2025 11:01 Það geisar alls kyns stríð í Efra-Breiðholti. Hefur alltaf gert og mun sjálfsagt alltaf gera. Oftast milli Efra- og Neðra-, milli ólíkra menningarheima eða skólanna tveggja sitthvoru megin við Austurberg. Að þessu sinni geisar þó annað stríð, sem er ólíkt því sem áður hefur þekkst. Bitbeinið: þjálfunaraðferðir körfuboltaþjálfarans Brynjars Karls í í félaginu Aþenu í Austurbergi. Orrustuna há herskáir riddarar réttlætis, sem með mætti lyklaborðsins vilja velta þessum öskrandi kall uppi í Efra-Breiðholti úr sessi. En þegar á hólminn var komið, var þar hvergi að sjá nein fórnarlömb, enga auðvelda bráð. Bara sterkar konur að stunda íþróttir, að taka pláss, láta í sér heyra og jafnvel setja sinn eigin standard! Fyrr en varði sáu einnig þessir internetkrossfarar að þarna væri jafnvel gott að vera, að í Austurbergi væru yfir 100 iðkendur á aldrinum 4-15 ára. Stelpur sem er verið að valdefla, stelpur sem eiga seinna meir eftir að taka enn meira pláss og láta enn hærra í sér heyra. Stelpur sem vilja breyta aldagömlum kúltúr, stelpur sem vilja auka virði kvenna í íþróttum. Riddararnir, sem töldu sig boðbera þess eina góða í þessum heimi, höfðu mætt ofjarli sínum í húsakynnum Aþenu og sáu að þessi styrjöld yrði ekki unnin nema með hjálp sjálfra herforingjanna: Íþróttasambands Íslands og Íþróttabandalags Reykjavíkur. . Með tilkomu Aþenu hefur iðkendafjöldi stúlkna, og þá sérstaklega af erlendum uppruna, tífaldast í Efra-Breiðholti. Hópur sem flokkast sem „viðkvæmur” en er svo sannarlega sterkur andstæðingur, jafnvel fyrir réttlætisriddara sem fela sig bakvið skínandi brynju úr skjám, músum og lyklaborðum.. Undirrituð er Breiðhyltingur í húð og hár, alin af einstæðri móður, kjarnakonu sem gerði allt til að veita sínu barni fæði, klæði og húsnæði. Réttindi sem öll börn eiga lifa við. Vitur maður sagði eitt sinn: „Fyrir öll þau forréttindi sem við lifum við, hafa einhverjir þurft að berjast fyrst fyrir réttindum.“ Alveg eins og rauðsokkan hún mamma mín barðist fyrir mínum réttindum þá mun ég halda kyndlinum á lofti fyrir mína stelpu. Í Efra-reiðholti geisar stríð. Andi rauðsokkanna svífur yfir í Austurbergi og þeirra vopn eru ekki nafn- og andlitsleysi, heldur boltar, blokkeringar og bandbrjálað og valdeflandi sjálfstraust. Sjáumst á (víg)vellinum! Höfundur er framkvæmdastýra og fjögurra barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Körfubolti Aþena Reykjavík Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Það geisar alls kyns stríð í Efra-Breiðholti. Hefur alltaf gert og mun sjálfsagt alltaf gera. Oftast milli Efra- og Neðra-, milli ólíkra menningarheima eða skólanna tveggja sitthvoru megin við Austurberg. Að þessu sinni geisar þó annað stríð, sem er ólíkt því sem áður hefur þekkst. Bitbeinið: þjálfunaraðferðir körfuboltaþjálfarans Brynjars Karls í í félaginu Aþenu í Austurbergi. Orrustuna há herskáir riddarar réttlætis, sem með mætti lyklaborðsins vilja velta þessum öskrandi kall uppi í Efra-Breiðholti úr sessi. En þegar á hólminn var komið, var þar hvergi að sjá nein fórnarlömb, enga auðvelda bráð. Bara sterkar konur að stunda íþróttir, að taka pláss, láta í sér heyra og jafnvel setja sinn eigin standard! Fyrr en varði sáu einnig þessir internetkrossfarar að þarna væri jafnvel gott að vera, að í Austurbergi væru yfir 100 iðkendur á aldrinum 4-15 ára. Stelpur sem er verið að valdefla, stelpur sem eiga seinna meir eftir að taka enn meira pláss og láta enn hærra í sér heyra. Stelpur sem vilja breyta aldagömlum kúltúr, stelpur sem vilja auka virði kvenna í íþróttum. Riddararnir, sem töldu sig boðbera þess eina góða í þessum heimi, höfðu mætt ofjarli sínum í húsakynnum Aþenu og sáu að þessi styrjöld yrði ekki unnin nema með hjálp sjálfra herforingjanna: Íþróttasambands Íslands og Íþróttabandalags Reykjavíkur. . Með tilkomu Aþenu hefur iðkendafjöldi stúlkna, og þá sérstaklega af erlendum uppruna, tífaldast í Efra-Breiðholti. Hópur sem flokkast sem „viðkvæmur” en er svo sannarlega sterkur andstæðingur, jafnvel fyrir réttlætisriddara sem fela sig bakvið skínandi brynju úr skjám, músum og lyklaborðum.. Undirrituð er Breiðhyltingur í húð og hár, alin af einstæðri móður, kjarnakonu sem gerði allt til að veita sínu barni fæði, klæði og húsnæði. Réttindi sem öll börn eiga lifa við. Vitur maður sagði eitt sinn: „Fyrir öll þau forréttindi sem við lifum við, hafa einhverjir þurft að berjast fyrst fyrir réttindum.“ Alveg eins og rauðsokkan hún mamma mín barðist fyrir mínum réttindum þá mun ég halda kyndlinum á lofti fyrir mína stelpu. Í Efra-reiðholti geisar stríð. Andi rauðsokkanna svífur yfir í Austurbergi og þeirra vopn eru ekki nafn- og andlitsleysi, heldur boltar, blokkeringar og bandbrjálað og valdeflandi sjálfstraust. Sjáumst á (víg)vellinum! Höfundur er framkvæmdastýra og fjögurra barna móðir.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar