Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar 14. febrúar 2025 11:01 Það geisar alls kyns stríð í Efra-Breiðholti. Hefur alltaf gert og mun sjálfsagt alltaf gera. Oftast milli Efra- og Neðra-, milli ólíkra menningarheima eða skólanna tveggja sitthvoru megin við Austurberg. Að þessu sinni geisar þó annað stríð, sem er ólíkt því sem áður hefur þekkst. Bitbeinið: þjálfunaraðferðir körfuboltaþjálfarans Brynjars Karls í í félaginu Aþenu í Austurbergi. Orrustuna há herskáir riddarar réttlætis, sem með mætti lyklaborðsins vilja velta þessum öskrandi kall uppi í Efra-Breiðholti úr sessi. En þegar á hólminn var komið, var þar hvergi að sjá nein fórnarlömb, enga auðvelda bráð. Bara sterkar konur að stunda íþróttir, að taka pláss, láta í sér heyra og jafnvel setja sinn eigin standard! Fyrr en varði sáu einnig þessir internetkrossfarar að þarna væri jafnvel gott að vera, að í Austurbergi væru yfir 100 iðkendur á aldrinum 4-15 ára. Stelpur sem er verið að valdefla, stelpur sem eiga seinna meir eftir að taka enn meira pláss og láta enn hærra í sér heyra. Stelpur sem vilja breyta aldagömlum kúltúr, stelpur sem vilja auka virði kvenna í íþróttum. Riddararnir, sem töldu sig boðbera þess eina góða í þessum heimi, höfðu mætt ofjarli sínum í húsakynnum Aþenu og sáu að þessi styrjöld yrði ekki unnin nema með hjálp sjálfra herforingjanna: Íþróttasambands Íslands og Íþróttabandalags Reykjavíkur. . Með tilkomu Aþenu hefur iðkendafjöldi stúlkna, og þá sérstaklega af erlendum uppruna, tífaldast í Efra-Breiðholti. Hópur sem flokkast sem „viðkvæmur” en er svo sannarlega sterkur andstæðingur, jafnvel fyrir réttlætisriddara sem fela sig bakvið skínandi brynju úr skjám, músum og lyklaborðum.. Undirrituð er Breiðhyltingur í húð og hár, alin af einstæðri móður, kjarnakonu sem gerði allt til að veita sínu barni fæði, klæði og húsnæði. Réttindi sem öll börn eiga lifa við. Vitur maður sagði eitt sinn: „Fyrir öll þau forréttindi sem við lifum við, hafa einhverjir þurft að berjast fyrst fyrir réttindum.“ Alveg eins og rauðsokkan hún mamma mín barðist fyrir mínum réttindum þá mun ég halda kyndlinum á lofti fyrir mína stelpu. Í Efra-reiðholti geisar stríð. Andi rauðsokkanna svífur yfir í Austurbergi og þeirra vopn eru ekki nafn- og andlitsleysi, heldur boltar, blokkeringar og bandbrjálað og valdeflandi sjálfstraust. Sjáumst á (víg)vellinum! Höfundur er framkvæmdastýra og fjögurra barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Körfubolti Aþena Reykjavík Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Það geisar alls kyns stríð í Efra-Breiðholti. Hefur alltaf gert og mun sjálfsagt alltaf gera. Oftast milli Efra- og Neðra-, milli ólíkra menningarheima eða skólanna tveggja sitthvoru megin við Austurberg. Að þessu sinni geisar þó annað stríð, sem er ólíkt því sem áður hefur þekkst. Bitbeinið: þjálfunaraðferðir körfuboltaþjálfarans Brynjars Karls í í félaginu Aþenu í Austurbergi. Orrustuna há herskáir riddarar réttlætis, sem með mætti lyklaborðsins vilja velta þessum öskrandi kall uppi í Efra-Breiðholti úr sessi. En þegar á hólminn var komið, var þar hvergi að sjá nein fórnarlömb, enga auðvelda bráð. Bara sterkar konur að stunda íþróttir, að taka pláss, láta í sér heyra og jafnvel setja sinn eigin standard! Fyrr en varði sáu einnig þessir internetkrossfarar að þarna væri jafnvel gott að vera, að í Austurbergi væru yfir 100 iðkendur á aldrinum 4-15 ára. Stelpur sem er verið að valdefla, stelpur sem eiga seinna meir eftir að taka enn meira pláss og láta enn hærra í sér heyra. Stelpur sem vilja breyta aldagömlum kúltúr, stelpur sem vilja auka virði kvenna í íþróttum. Riddararnir, sem töldu sig boðbera þess eina góða í þessum heimi, höfðu mætt ofjarli sínum í húsakynnum Aþenu og sáu að þessi styrjöld yrði ekki unnin nema með hjálp sjálfra herforingjanna: Íþróttasambands Íslands og Íþróttabandalags Reykjavíkur. . Með tilkomu Aþenu hefur iðkendafjöldi stúlkna, og þá sérstaklega af erlendum uppruna, tífaldast í Efra-Breiðholti. Hópur sem flokkast sem „viðkvæmur” en er svo sannarlega sterkur andstæðingur, jafnvel fyrir réttlætisriddara sem fela sig bakvið skínandi brynju úr skjám, músum og lyklaborðum.. Undirrituð er Breiðhyltingur í húð og hár, alin af einstæðri móður, kjarnakonu sem gerði allt til að veita sínu barni fæði, klæði og húsnæði. Réttindi sem öll börn eiga lifa við. Vitur maður sagði eitt sinn: „Fyrir öll þau forréttindi sem við lifum við, hafa einhverjir þurft að berjast fyrst fyrir réttindum.“ Alveg eins og rauðsokkan hún mamma mín barðist fyrir mínum réttindum þá mun ég halda kyndlinum á lofti fyrir mína stelpu. Í Efra-reiðholti geisar stríð. Andi rauðsokkanna svífur yfir í Austurbergi og þeirra vopn eru ekki nafn- og andlitsleysi, heldur boltar, blokkeringar og bandbrjálað og valdeflandi sjálfstraust. Sjáumst á (víg)vellinum! Höfundur er framkvæmdastýra og fjögurra barna móðir.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun