Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. febrúar 2025 12:14 Hrísgrjónaakrar í Japan. Getty/David Madison Stjórnvöld í Japan hafa opnað neyðarbirgðir sínar og hyggst flæða 210.000 tonnum af hrísgrjónum inn á markaðinn í fordæmalausri tilraun til að knýja fram verðlækkun. Smásöluverð á 5 kg poka af hrísgrjónum hefur hækkað úr 2.000 jenum í 3.700 jen á síðasta ári, meðal annars vegna methita og uppskerubrests, hamsturs í kjölfar veðurviðvarana og vandamála með dreifingu. Landbúnaðarráðherrann Taku Eto tilkynnti um ákvörðunina í morgun. Stjórnvöld eru ekki vön að stunda inngrip vegna verðhækkana en hafa áður opnað birgðageymslur sínar í kjölfar náttúruhamfara og uppskerubrests. Eto sagði hinar miklu verðhækkanir hins vegar vera að hafa veruleg áhrif á líf fólks og þess vegna hefði verið ákveðið að grípa inn í. Uppskeran árið 2024 var töluvert meiri en árið á undan, sem munaði 180.000 tonnum, en vangaveltur eru uppi um að bændur og heildsalar liggi enn á nokkru magni til að geta selt þegar verðið hækkar enn frekar. Neyðarbirgðirnar verða seldar til heildsala og ættu að skila sér í verslanir í apríl. Þá munu stjórnvöld hefja endurkaup innan árs til að koma í veg fyrir verðhrun. Talið er að neyðarbirgðir Japan af hrísgrjónum nemi allt að milljón tonnum. Þær eru sagðar geymdar á um 300 stöðum um allt land en staðsetningunum er haldið leyndum af öryggisástæðum. Guardian sagði frá. Japan Matvælaframleiðsla Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Innlent Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Innlent Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Erlent Fleiri fréttir Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Heathrow aftur starfandi eftir brunann Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andesfjöllum Forsetahöllin í höndum hersins eftir tveggja ára átök Sjá meira
Smásöluverð á 5 kg poka af hrísgrjónum hefur hækkað úr 2.000 jenum í 3.700 jen á síðasta ári, meðal annars vegna methita og uppskerubrests, hamsturs í kjölfar veðurviðvarana og vandamála með dreifingu. Landbúnaðarráðherrann Taku Eto tilkynnti um ákvörðunina í morgun. Stjórnvöld eru ekki vön að stunda inngrip vegna verðhækkana en hafa áður opnað birgðageymslur sínar í kjölfar náttúruhamfara og uppskerubrests. Eto sagði hinar miklu verðhækkanir hins vegar vera að hafa veruleg áhrif á líf fólks og þess vegna hefði verið ákveðið að grípa inn í. Uppskeran árið 2024 var töluvert meiri en árið á undan, sem munaði 180.000 tonnum, en vangaveltur eru uppi um að bændur og heildsalar liggi enn á nokkru magni til að geta selt þegar verðið hækkar enn frekar. Neyðarbirgðirnar verða seldar til heildsala og ættu að skila sér í verslanir í apríl. Þá munu stjórnvöld hefja endurkaup innan árs til að koma í veg fyrir verðhrun. Talið er að neyðarbirgðir Japan af hrísgrjónum nemi allt að milljón tonnum. Þær eru sagðar geymdar á um 300 stöðum um allt land en staðsetningunum er haldið leyndum af öryggisástæðum. Guardian sagði frá.
Japan Matvælaframleiðsla Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Innlent Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Innlent Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Erlent Fleiri fréttir Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Heathrow aftur starfandi eftir brunann Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andesfjöllum Forsetahöllin í höndum hersins eftir tveggja ára átök Sjá meira