Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 16. febrúar 2025 23:47 Heiðar Smith, formaður Fangavarðafélagsins, segir stöðu geðheilbrigðismála í sveltu fangelsiskerfi mjög slæma. Vísir/Ívar Fannar Fangaverðir eru uggandi yfir stöðu geðheilbrigðisþjónustu innan fangelsisveggjanna. Formaður félagsins segir úrræðaleysi margoft hafa komið fangavörðum sem og föngum sjálfum í stórhættulegar aðstæður. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, greindi frá því í síðustu viku að hún sé með í smíðum frumvarp til að skerpa á heimildum í lögum um öryggisráðstafanir, meðal annars fyrir menn sem hafa lokið afplánun í fangelsi en eru áfram metnir hættulegir. Eins er vinna í gangi til að efla geðheilbrigðisþjónustu innan veggja fangelsisins. Frá þessu greindi Þorbjörg eftir að upp kom að Alfreð Erling Þórðarson, sem er ákærður fyrir að hafa banað hjónum á áttræðisaldri í Neskaupstað síðasta sumar, hefði átt að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. Hann hafði í þrígang verið úrskurðaður í nauðungarvistun á einu ári. Engum til góðs að þeir sitji inni Formaður Fangavarðafélagsins segir stöðuna grafalvarlega og grípa þurfi hratt til aðgerða. „Við erum náttúrulega bara uggandi yfir stöðunni því að hjá okkur eru þónokkrir einstaklingar sem hafa að okkar mati ekkert erindi inn í fangelsiskerfið. Ættu í raun að vera vistaðir inni á annarri stofnun en í fangelsi því að það er hvorki þeim, samföngum þeirra né okkur til góðs að þeir séu þarna inni,“ segir Heiðar Smith, formaður Fangavarðafélags Íslands Oft hafi verið fátt um svör þegar leitað hafi verið með veika menn á geðdeild og eins hafi í sumum tilvikum verið gerð krafa um að þeim fylgi fangavörður. „Á meðan það er ekki hægt að manna fangelsin vegna fjárskorts getum við ekki mikið sinnt öðrum stofnunum í leiðinni,“ segir Heiðar. Erfitt að eiga að vera geðlæknar ofan á að vera fangaverðir Fangaverðir komist oft í mjög erfiðar aðstæður vegna úrræðaleysis. „Það er ítrekað búið að ráðast á starfsfólk fangelsanna og töluvert magn af starfandi fangavörðum sem hafa orðið fyrir árásum af hendi fanga,“ segir hann. „Við erum ekki með menntun eða þekkingu á miklum andlegum veikindum. Það er rosalega erfitt að setja okkur í aðstæður þar sem við þurfum að vera sálfræðingar og geðlæknar líka ofan á það að vera fangaverðir.“ Heiðar hefur óskað eftir fundi með bæði dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem hann mun fara fram á að gripið verði til aðgerða. „Þetta er ekki gott fyrir hvorki þá né aðra sem koma að þessu kerfi að hafa þá þarna. Þeir bara daga uppi í kerfinu hjá okkur þar til þeir losna einhvers staðar annars staðar út í samfélagið þar sem þeir gera jafnvel verri hluti en þeir hafa nú þegar gert.“ Fangelsismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Verslunareigandi í Neskaupstað segir Alfreð Erling Þórðarson sem ákærður er fyrir að ráða hjónum í bænum bana hafa verið svakalega duglegan, greindan og færan í höndunum. Undanfarin ár hafi greinilega farið að halla á ógæfuhliðina sem sjá mátti á arki hans um bæinn. 10. febrúar 2025 11:42 „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Karlmaður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað síðasta sumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. Heilbrigðisráðherra segir atvikið endurspegla langvinnan vanda kerfisins. Núverandi húsnæði undir geðþjónustu sé barn síns tíma. 6. febrúar 2025 19:10 „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Varaformaður Geðhjálpar segir að setja þurfi meira púður í fyrirbyggjandi aðgerðir í geðheilbrigðismálum. Maður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. 6. febrúar 2025 13:28 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, greindi frá því í síðustu viku að hún sé með í smíðum frumvarp til að skerpa á heimildum í lögum um öryggisráðstafanir, meðal annars fyrir menn sem hafa lokið afplánun í fangelsi en eru áfram metnir hættulegir. Eins er vinna í gangi til að efla geðheilbrigðisþjónustu innan veggja fangelsisins. Frá þessu greindi Þorbjörg eftir að upp kom að Alfreð Erling Þórðarson, sem er ákærður fyrir að hafa banað hjónum á áttræðisaldri í Neskaupstað síðasta sumar, hefði átt að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. Hann hafði í þrígang verið úrskurðaður í nauðungarvistun á einu ári. Engum til góðs að þeir sitji inni Formaður Fangavarðafélagsins segir stöðuna grafalvarlega og grípa þurfi hratt til aðgerða. „Við erum náttúrulega bara uggandi yfir stöðunni því að hjá okkur eru þónokkrir einstaklingar sem hafa að okkar mati ekkert erindi inn í fangelsiskerfið. Ættu í raun að vera vistaðir inni á annarri stofnun en í fangelsi því að það er hvorki þeim, samföngum þeirra né okkur til góðs að þeir séu þarna inni,“ segir Heiðar Smith, formaður Fangavarðafélags Íslands Oft hafi verið fátt um svör þegar leitað hafi verið með veika menn á geðdeild og eins hafi í sumum tilvikum verið gerð krafa um að þeim fylgi fangavörður. „Á meðan það er ekki hægt að manna fangelsin vegna fjárskorts getum við ekki mikið sinnt öðrum stofnunum í leiðinni,“ segir Heiðar. Erfitt að eiga að vera geðlæknar ofan á að vera fangaverðir Fangaverðir komist oft í mjög erfiðar aðstæður vegna úrræðaleysis. „Það er ítrekað búið að ráðast á starfsfólk fangelsanna og töluvert magn af starfandi fangavörðum sem hafa orðið fyrir árásum af hendi fanga,“ segir hann. „Við erum ekki með menntun eða þekkingu á miklum andlegum veikindum. Það er rosalega erfitt að setja okkur í aðstæður þar sem við þurfum að vera sálfræðingar og geðlæknar líka ofan á það að vera fangaverðir.“ Heiðar hefur óskað eftir fundi með bæði dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem hann mun fara fram á að gripið verði til aðgerða. „Þetta er ekki gott fyrir hvorki þá né aðra sem koma að þessu kerfi að hafa þá þarna. Þeir bara daga uppi í kerfinu hjá okkur þar til þeir losna einhvers staðar annars staðar út í samfélagið þar sem þeir gera jafnvel verri hluti en þeir hafa nú þegar gert.“
Fangelsismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Verslunareigandi í Neskaupstað segir Alfreð Erling Þórðarson sem ákærður er fyrir að ráða hjónum í bænum bana hafa verið svakalega duglegan, greindan og færan í höndunum. Undanfarin ár hafi greinilega farið að halla á ógæfuhliðina sem sjá mátti á arki hans um bæinn. 10. febrúar 2025 11:42 „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Karlmaður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað síðasta sumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. Heilbrigðisráðherra segir atvikið endurspegla langvinnan vanda kerfisins. Núverandi húsnæði undir geðþjónustu sé barn síns tíma. 6. febrúar 2025 19:10 „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Varaformaður Geðhjálpar segir að setja þurfi meira púður í fyrirbyggjandi aðgerðir í geðheilbrigðismálum. Maður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. 6. febrúar 2025 13:28 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Verslunareigandi í Neskaupstað segir Alfreð Erling Þórðarson sem ákærður er fyrir að ráða hjónum í bænum bana hafa verið svakalega duglegan, greindan og færan í höndunum. Undanfarin ár hafi greinilega farið að halla á ógæfuhliðina sem sjá mátti á arki hans um bæinn. 10. febrúar 2025 11:42
„Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Karlmaður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað síðasta sumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. Heilbrigðisráðherra segir atvikið endurspegla langvinnan vanda kerfisins. Núverandi húsnæði undir geðþjónustu sé barn síns tíma. 6. febrúar 2025 19:10
„Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Varaformaður Geðhjálpar segir að setja þurfi meira púður í fyrirbyggjandi aðgerðir í geðheilbrigðismálum. Maður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. 6. febrúar 2025 13:28