Um er að ræða franska söngvamynd sem leikin er á spænsku og er henni spáð mikilli velgengni á Óskarsverðlaunahátíðinni.
Brady Corbet hlaut verðlaunin fyrir bestu leikstjórn fyrir myndina The Brutalist.
Mikey Madison var valin besta leikkonan fyrir frammistöðu sína í myndinni Anora og Zoe Zaldana besta leikkonan í aukahlutverki fyrir Emiliu Perez. Besti karlleikarinn þótti Adrien Brody í Brutalist og Kieran Culkin var valinn besti aukaleikarinn fyrir A Real Pain.