Innlent

Eldur í mathöllinni í Hvera­gerði

Lovísa Arnardóttir skrifar
Tilkynnt var um brunann um klukkan 11.25.
Tilkynnt var um brunann um klukkan 11.25. Facebook

Eldur kviknaði í morgun í djúpsteikingarpotti á veitingastað í Gróðurhúsinu, mathöllinni í Hveragerði. Slökkvilið vinnur nú að því að tryggja vettvanginn og reykræsta. Útkallið barst um klukkan 11.25 til slökkviliðsins.Mathöllin er lokuð eins og liggur ekki fyrir hvort hægt verði að opna aftur í dag.

„Þetta fór betur en á horfðist,“ segir Halldór Ásgeirsson aðalvarðstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu í samtali við fréttastofu.

„Þetta virðist ætla að sleppa vel. Það kviknaði í djúpsteikingarpotti á veitingastað. Við erum að klára að slökkva núna,“ segir Halldór.

Hann telur að tjónið á mathöllinni sé óverulegt og segir engan hafa slasast þegar kviknaði í.

„Við erum að reykræsta og tryggja vettvanginn,“ segir Halldór að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×