Innlent

Eldur í mathöllinni í Hvera­gerði

Lovísa Arnardóttir skrifar
Tilkynnt var um brunann um klukkan 11.25.
Tilkynnt var um brunann um klukkan 11.25. Facebook

Eldur kviknaði í morgun í djúpsteikingarpotti á veitingastað Yuzu í Gróðurhúsinu, mathöllinni í Hveragerði. Slökkvilið vinnur nú að því að tryggja vettvanginn og reykræsta. Útkallið barst um klukkan 11.25 til slökkviliðsins.Mathöllin er lokuð en opnar aftur seinnipartinn. 

„Þetta fór betur en á horfðist,“ segir Halldór Ásgeirsson aðalvarðstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu í samtali við fréttastofu.

„Þetta virðist ætla að sleppa vel. Það kviknaði í djúpsteikingarpotti á veitingastað. Við erum að klára að slökkva núna,“ segir Halldór.

Hann telur að tjónið á mathöllinni sé óverulegt og segir engan hafa slasast þegar kviknaði í.

„Við erum að reykræsta og tryggja vettvanginn,“ segir Halldór að lokum.

Opna aftur seinnipartinn

„Það verður opnað seinnipartinn í dag,“ segir Valgarð Sörensen einn eigenda mathallarinnar í samtali við fréttastofu.

Hann segir tjónið óverulegt. Það eina sem hafi skemmst sé djúpsteikingarspotturinn sjálfur og það megi þakka skjótum viðbrögðum bæði starfsmanna og slökkviliðs að ekki fór verr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×