Innlent

Pall­borðið: Fjórir berjast um for­manns­sætið í VR

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Fjórir eru í framboði til formanns VR.
Fjórir eru í framboði til formanns VR.

Fjórir eru í framboði í formannskjöri VR, sem fer fram dagana 6. til 13. mars næstkomandi. Formannsefnin verða gestir Pallborðsins klukkan 14, þar sem þau deila með okkur stefnumálum sínum og framtíðarsýn.

Í framboði eru Bjarni Þór Sigurðsson, stjórnarmaður í VR, Flosi Eiríksson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands og núverandi ráðgjafi hjá Aton, Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, og Þorsteinn Skúli Sveinsson, sérfræðingur á mannauðs- og stefnusviði BYKO.

Horfa má á Pallborðið í spilaranum hér fyrir neðan.

Ragnar Þór Ingólfsson, fyrrverandi formaður VR, hefur tekið sæti á þingi en fyrir kosningar sagði hann nauðsynlegt að verkalýðshreyfingin kæmist út úr kjarasamningunum sem fyrst, „með góðu eða illu“.

Formaðurinn fyrrverandi sakaði Seðlabanka Íslands meðal annars um að „kúga“ vinnumarkaðinn og verkalýðshreyfinguna með háu vaxtastigi. Síðan hafa stýrivextir lækkað en flestir eru sammála um að stór verkefni bíði nýs formanns.

Hver er staðan á kjarasamningunum í dag? Hvernig horfir ástandið við formannsefnunum og hvernig hyggjast þau beita sér í þágu vinnandi fólks?

Þetta og fleira í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14 í dag.

Stjórnandi Pallborðsins er Hólmfríður Gísladóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×