Það er ekki nýtt af nálinni að samfélagsmiðlar geti haft áhrif á kauphegðun Íslendinga og er umrætt súkklaði gott dæmi um það. Eftirspurnin hefur verið gríðarleg og færri en viljað hafa fengið tækifæri til að smakka á góðgætinu þar sem það hefur selst upp á nokkrum klukkustundum þegar það sést í hillum íslenskra matvöruverslana.
Súkkulaðið er þekkt fyrir ríkulega grænlita fyllingu með sérstaktri áferð sem er búin til úr pistasíukremi og svokölluðu kadayif deigi. Kadayif er eins konar smjördeig sem er notað í bakstur í Miðaustur löndum.
Hér að neðan má finna uppskrift af dúbaí-súkkulaðinu sem er einföld í framkvæmd.
Uppskriftin er fengin úr danska veftímaritinu Woman.
Dubaí-súkkulaði - uppskrift
Innihald (ein súkkulaðiplata)
250 g ljóst súkkulaði
2 msk tahini
180 g pistasíukrem ( tilbúið eða sjá uppskrift hér að neðan)
75 g kadayif-deig
Gyllt matarduft, eða annað til skrauts
Aðferð
Bræddu helminginn af súkkulaðinu (ekki fara yfir 45 gráður ef þú notar mjólkursúkkulaði).
Helltu súkkulaðinu í mótin og settu þau inn í frysti.
Settu kadayif-degið á pönnu þar og hitaðu þar til það verður stökkt.
Blandaðu kadayif-deginu saman við pistasíukremið og tahini-ið.
Dreifðu blöndunni jafnt yfir súkkulaðið.
Bræddu restina af súkkulaðinu og helltu því yfir blönduna.
Settu súkkulaðið aftur inn í frysti þar til það er orðið alveg stökkt.
Pistasíukrem
Pistasíukremið er fullkomið sem fylling í súkkulaði og bakstur, en það er líka dásamlegt sem smyrja á brauð eða kex.
Hráefni:
150 g ósaltaður pistasíuhnetur
1 msk. tahíni
1 msk. bragðlítil olía
Hnífsoddur salt
100 g bráðið hvítt súkkulaði
Aðferð:
Dreifðu pistasíuhnetunum á bökunarplötu og ristaðu þær í ofni við 200°C á blæstri í um það bil fimm mínútur. Leyfðu þeim að kólna áður en þú heldur áfram.
Settu hneturnar í matvinnsluvél og maukaðu vel.
Bættu tahini, olíu og salti úti í blönduna og haltu áfram að blanda þar til massinn verður sléttur og kremkenndur.
Hrærðu að lokum bræddu hvíta súkkulaðinu við blönduna.
Helltu kreminu í krukku og settu það í ísskáp og látið að kólna.