CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2025 15:34 MQ-9 Reaper drónar geta borið ýmsar sprengjur og vopn. Þjóðvarðlið Bandaríkjanna/Joseph Pagan Leyniþjónusta Bandaríkjanna (CIA) hefur að skipan Donalds Trump, forseta, notað dróna sem eru að mestu notaðir við hernað til að vakta öflug glæpasamtök í Mexíkó. Líklegt þykir að Trump ætli sér að skilgreina þessi samtök, sem flytja gífurlegt magn fíkniefna til Bandaríkjanna sem hryðjuverkasamtök. Samkvæmt heimildum CNN hefur CIA notast við MQ-9 Reaper dróna, en þeir geta borið eldflaugar og sprengjur og hafa til að mynda ítrekað verið notaðar til árása gegn hryðjuverkasamtökum í Mið-Austurlöndum og Afríku. Drónarnir sem flogið hafa yfir Mexíkó hafa ekki verið vopnaðir en hafa þess í stað verið notaðir til eftirlits og mögulega til undirbúnings fyrir árásir á glæpasamtökin og fíkniefnaverksmiðjur þeirra í framtíðinni. Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn sem drónum sem þessum hefur verið flogið yfir Mexíkó en þá hefur það verið gert með samþykki yfirvalda þar. Að þessu sinni er óljóst hvort slíkt samþykki liggur fyrir en í frétt CNN segir að það hvernig aðgerðin var kynnt fyrir þingmönnum bendi til að svo sé ekki. Undanfarnar vikur hafa ráðamenn í Mexíkó krafist svara um það af hverju njósnaflugvélum hefur ítrekað verið flogið nærri lofthelgi landsins en samskipti ríkjanna hafa beðið hnekki í kjölfar þess að Trump varð forseti á nýjan leik. Hefur hann meðal annars hótað því að beita Mexíkó umfangsmiklum tollum. Ríkisstjórn Mexíkó hefur ekki svarað fyrirspurnum CNN um málið. Vilja skilgreina glæpasamtök sem hryðjuverkasamtök Ríkisstjórn Trumps vinnur að því að draga úr áherslu á baráttu gegn hefðbundinni hryðjuverkastarfsemi, þó hún virðist á uppsveiflu nánast hvert sem litið er, og nota auðlindir stofnana eins og CIA frekar gegn glæpasamtökum Mexíkó. Meðal annars hefur verið lagt til að flytja mannafla og búnað milli heimshluta í þessum tilgangi. Trump hefur talað fyrir árásum bandaríska hersins í Mexíkó. Á fyrsta kjörtímabili hans sagði hann til að mynda að Bandaríkin væru tilbúin í stríð við glæpasamtökin. Þá sagði hann í síðasta mánuði að til greina kæmi að senda sérsveitarmenn til Mexíkó. Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, lagði fram frumvarp árið 2023 um að heimila hernum að gera árásir gegn glæpasamtökum í Mexíkó. Mark Esper, fyrrverandi varnarmálaráðherra Trumps, skrifaði þar að auki í bók að Trump hefði stungið upp á því að þurrka út fíkniefnaverksmiðjur í Mexíkó með stýriflaugum. Esper segist hafa mótmælt þessu og að þá hafi Trump sagt að þetta væri ekkert mál og enginn myndi vita að eldflaugunum hefði verið skotið frá Bandaríkjunum. Ráðherrann fyrrverandi skrifar í bók sína að hefði hann ekki verið að horfa framan í Trump hefði hann verið sannfærður um að þetta væri brandari. Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Hernaður Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Erlent Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Erlent Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Innlent Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Innlent Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Innlent Fleiri fréttir Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Sjá meira
Samkvæmt heimildum CNN hefur CIA notast við MQ-9 Reaper dróna, en þeir geta borið eldflaugar og sprengjur og hafa til að mynda ítrekað verið notaðar til árása gegn hryðjuverkasamtökum í Mið-Austurlöndum og Afríku. Drónarnir sem flogið hafa yfir Mexíkó hafa ekki verið vopnaðir en hafa þess í stað verið notaðir til eftirlits og mögulega til undirbúnings fyrir árásir á glæpasamtökin og fíkniefnaverksmiðjur þeirra í framtíðinni. Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn sem drónum sem þessum hefur verið flogið yfir Mexíkó en þá hefur það verið gert með samþykki yfirvalda þar. Að þessu sinni er óljóst hvort slíkt samþykki liggur fyrir en í frétt CNN segir að það hvernig aðgerðin var kynnt fyrir þingmönnum bendi til að svo sé ekki. Undanfarnar vikur hafa ráðamenn í Mexíkó krafist svara um það af hverju njósnaflugvélum hefur ítrekað verið flogið nærri lofthelgi landsins en samskipti ríkjanna hafa beðið hnekki í kjölfar þess að Trump varð forseti á nýjan leik. Hefur hann meðal annars hótað því að beita Mexíkó umfangsmiklum tollum. Ríkisstjórn Mexíkó hefur ekki svarað fyrirspurnum CNN um málið. Vilja skilgreina glæpasamtök sem hryðjuverkasamtök Ríkisstjórn Trumps vinnur að því að draga úr áherslu á baráttu gegn hefðbundinni hryðjuverkastarfsemi, þó hún virðist á uppsveiflu nánast hvert sem litið er, og nota auðlindir stofnana eins og CIA frekar gegn glæpasamtökum Mexíkó. Meðal annars hefur verið lagt til að flytja mannafla og búnað milli heimshluta í þessum tilgangi. Trump hefur talað fyrir árásum bandaríska hersins í Mexíkó. Á fyrsta kjörtímabili hans sagði hann til að mynda að Bandaríkin væru tilbúin í stríð við glæpasamtökin. Þá sagði hann í síðasta mánuði að til greina kæmi að senda sérsveitarmenn til Mexíkó. Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, lagði fram frumvarp árið 2023 um að heimila hernum að gera árásir gegn glæpasamtökum í Mexíkó. Mark Esper, fyrrverandi varnarmálaráðherra Trumps, skrifaði þar að auki í bók að Trump hefði stungið upp á því að þurrka út fíkniefnaverksmiðjur í Mexíkó með stýriflaugum. Esper segist hafa mótmælt þessu og að þá hafi Trump sagt að þetta væri ekkert mál og enginn myndi vita að eldflaugunum hefði verið skotið frá Bandaríkjunum. Ráðherrann fyrrverandi skrifar í bók sína að hefði hann ekki verið að horfa framan í Trump hefði hann verið sannfærður um að þetta væri brandari.
Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Hernaður Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Erlent Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Erlent Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Innlent Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Innlent Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Innlent Fleiri fréttir Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Sjá meira