Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar 19. febrúar 2025 12:02 Silja Bára Ómarsdóttir býður sig fram sem rektor Háskóla Íslands. Háskóli Íslands er hryggjarstykkið í æðri menntun og rannsóknum á Íslandi og er ein þeirra stofnana sem Íslendingar bera mest traust til. Háskólasamfélagið er ómissandi undirstaða efnahagslífs okkar, enda stuðlar það að uppbyggingu hæfni og þekkingar sem knýja vinnumarkaðinn áfram, auk ómissandi akademískra rannsókna. Fyrir utan þetta efnahagslega undirstöðuhlutverk, gegnir Háskólinn mikilvægu hlutverki í samfélaginu sem felst í því að halda uppi almennri umræðu um mikilvæg samfélagsmál, sem og að skapa grundvöll fyrir samtalið um gildi og stefnu samfélagsins á heimspekilegum og siðferðislegum grundvelli. Því er mikið í húfi að til starfsins veljist einstaklingur sem er kraftmikill og ráðagóður og sem getur reynst öflugur sporfari. Velferð Íslands er nátengd styrk háskólasamfélagsins og það er mikilvægt þjóðarhagsmunum að eiga öfluga háskóla á Íslandi - þar er Háskóli Íslands lykilstofnun. Vel þekkt er að háskólinn hefur lengi búið við þröngan kost, og það hefur verið markmið stjórnvalda að efla háskólastarf og fjármögnun háskólastigsins. Erfiður rekstrargrundvöllur háskóla minnkar samkeppnisfærni okkar og er að mínu viti eitt lykilverkefna nýs rektors að vinna með stjórnvöldum að því að færa rekstrarforsendur Háskólans til betri vegar, enda þjóðarhagur að svo verði. Þetta er eitt af lykiláherslumálum Silju Báru. Ég þekki Silju Báru aðeins af góðum verkum og er hún bæði kraftmikil og hugmyndarík. Hún hefur langa og víðtæka reynslu innan Háskólans, sem og að hafa komið að alþjóðlegu starfi skólans og þekkja mjög vel erlenda afburðaháskóla - sem ættu að vera fyrirmynd Háskóla Íslands. Hún hefur starfað í hinum ýmsu nefndum Háskóla Íslands, veitt stofnunum forystu og situr nú í háskólaráði og hefur því góða þekkingu á þeim verkefnum sem bíða rektors. Ég sótti mitt háskóla- og framhaldsnám erlendis og horfi því mjög á Háskóla Íslands með þeim augum og ber saman við bestu háskóla heims. Eins sinnti ég stundakennslu við skólann í haust. Margt hefur áunnist í því að efla rannsóknir og kennslu innan háskólans og færa skólann í átt til þess að vera samanburðarhæfur við bestu skóla erlendis, en þó er í því enn mikið verk óunnið. Íslendingar ættu að setja sér það markmið að Háskólinn væri meðal þeirra fremstu í Evrópu, og fjárfesta í þessari lykilstofnun til að svo verði. Ég er sannfærður um að Silja Bára yrði farsæll rektor og að hennar starf yrði mikil lyftistöng fyrir háskólann og þessa stærri hagsmuni Íslands. Hún hefur lag á því að fá fólk í lið með sér til þess að takast á við verkefni og hefur því nauðsynlega hógværð leiðtoga sem er dýrmætur og sjaldgæfur eiginleiki. Ég hvet þá sem koma að kjöri rektors að veita henni sitt atkvæði. Höfundur er hernaðarsagnfræðingur og sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Erlingur Erlingsson Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Sjá meira
Silja Bára Ómarsdóttir býður sig fram sem rektor Háskóla Íslands. Háskóli Íslands er hryggjarstykkið í æðri menntun og rannsóknum á Íslandi og er ein þeirra stofnana sem Íslendingar bera mest traust til. Háskólasamfélagið er ómissandi undirstaða efnahagslífs okkar, enda stuðlar það að uppbyggingu hæfni og þekkingar sem knýja vinnumarkaðinn áfram, auk ómissandi akademískra rannsókna. Fyrir utan þetta efnahagslega undirstöðuhlutverk, gegnir Háskólinn mikilvægu hlutverki í samfélaginu sem felst í því að halda uppi almennri umræðu um mikilvæg samfélagsmál, sem og að skapa grundvöll fyrir samtalið um gildi og stefnu samfélagsins á heimspekilegum og siðferðislegum grundvelli. Því er mikið í húfi að til starfsins veljist einstaklingur sem er kraftmikill og ráðagóður og sem getur reynst öflugur sporfari. Velferð Íslands er nátengd styrk háskólasamfélagsins og það er mikilvægt þjóðarhagsmunum að eiga öfluga háskóla á Íslandi - þar er Háskóli Íslands lykilstofnun. Vel þekkt er að háskólinn hefur lengi búið við þröngan kost, og það hefur verið markmið stjórnvalda að efla háskólastarf og fjármögnun háskólastigsins. Erfiður rekstrargrundvöllur háskóla minnkar samkeppnisfærni okkar og er að mínu viti eitt lykilverkefna nýs rektors að vinna með stjórnvöldum að því að færa rekstrarforsendur Háskólans til betri vegar, enda þjóðarhagur að svo verði. Þetta er eitt af lykiláherslumálum Silju Báru. Ég þekki Silju Báru aðeins af góðum verkum og er hún bæði kraftmikil og hugmyndarík. Hún hefur langa og víðtæka reynslu innan Háskólans, sem og að hafa komið að alþjóðlegu starfi skólans og þekkja mjög vel erlenda afburðaháskóla - sem ættu að vera fyrirmynd Háskóla Íslands. Hún hefur starfað í hinum ýmsu nefndum Háskóla Íslands, veitt stofnunum forystu og situr nú í háskólaráði og hefur því góða þekkingu á þeim verkefnum sem bíða rektors. Ég sótti mitt háskóla- og framhaldsnám erlendis og horfi því mjög á Háskóla Íslands með þeim augum og ber saman við bestu háskóla heims. Eins sinnti ég stundakennslu við skólann í haust. Margt hefur áunnist í því að efla rannsóknir og kennslu innan háskólans og færa skólann í átt til þess að vera samanburðarhæfur við bestu skóla erlendis, en þó er í því enn mikið verk óunnið. Íslendingar ættu að setja sér það markmið að Háskólinn væri meðal þeirra fremstu í Evrópu, og fjárfesta í þessari lykilstofnun til að svo verði. Ég er sannfærður um að Silja Bára yrði farsæll rektor og að hennar starf yrði mikil lyftistöng fyrir háskólann og þessa stærri hagsmuni Íslands. Hún hefur lag á því að fá fólk í lið með sér til þess að takast á við verkefni og hefur því nauðsynlega hógværð leiðtoga sem er dýrmætur og sjaldgæfur eiginleiki. Ég hvet þá sem koma að kjöri rektors að veita henni sitt atkvæði. Höfundur er hernaðarsagnfræðingur og sjálfstætt starfandi ráðgjafi.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun