Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 19. febrúar 2025 13:00 Við búum í hnattrænum heimi þar sem þjóðir takast á við flóknar sameiginlegar áskoranir, átök og stríð ríkja of víða, efnahags- og félagsauð er misskipt, og umhverfis- og náttúrumál kalla á aðgerðir og breytta lífshætti. Sýnt hefur verið fram að lykillinn að árangri og farsæld þjóða er að efla og styrkja menntun og byggja upp sterkt og aðgengilegt menntakerfi. Auk þess að kenna ungmennum að þekkja og skilja hugtök, efla læsi og getu þeirra til að nýta tæknina, ættu menntakerfi heims að styðja markvisst við félags- og samskiptahæfni nemenda og hlúa að líkamlegri og andlegri heilsu þeirra. Við þurfum einnig að þroska með ungu fólki ábyrgðartilfinningu og gera þeim kleift að ígrunda siðferðilega vídd samfélagsins. Þetta eru þær áherslur sem alþjóðastofnanir hafa sameinast um að einkenna skóla- og frístundastarf og áherslur þjóða í menntamálum. Ég hvet lesendur til að hafa í huga þessi heildstæðu markmið menntunar í allri umræðu um gæði og starfshætti í skólum landsins. Við getum ekki leyft okkur „annað hvort- eða“ hugsunarhátt þar sem skólum sé annað hvort ætlað að sinna grunnhæfni, s.s. lestri og stærðfræði – eða að efla heildstæða og skapandi hæfni ungmenna. Menntaverkefnið er umfangsmikið og flókið, og verður ekki leyst innan skólanna eingöngu. Menntavísindasvið Háskóla Íslands blés til alþjóðlegrar fyrirlestraraðar um menntamál sem hófst í október á síðasta ári. Leiðandi sérfræðingum er boðið til landsins til að fjalla um ólík viðfangsefni tengd hlutverki skóla og menntastefnum, skapandi skólastarfi, námsmati og gagnsæi, og heilbrigði í skólum. Nú er komið að þriðja erindinu sem verður haldið í hátíðarsal Háskóla Íslands fimmtudaginn 20. febrúar kl. 15.00. Dr. Karen Hammerness mun fjalla um alþjóðlega stefnur og strauma á sviði kennaramenntunar. Hún segir frá nýlegu alþjóðlegu rannsóknarverkefni „Valdeflum kennara“ og mun taka dæmi um aðferðir, stefnur og starfshætti frá ýmsum löndum, þar á meðal Ástralíu, Kanada, Finnlandi, Noregi, Singapúr og Bandaríkjunum. Verið öll velkomin! Höfundur er forseti Menntavísindasviðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Við búum í hnattrænum heimi þar sem þjóðir takast á við flóknar sameiginlegar áskoranir, átök og stríð ríkja of víða, efnahags- og félagsauð er misskipt, og umhverfis- og náttúrumál kalla á aðgerðir og breytta lífshætti. Sýnt hefur verið fram að lykillinn að árangri og farsæld þjóða er að efla og styrkja menntun og byggja upp sterkt og aðgengilegt menntakerfi. Auk þess að kenna ungmennum að þekkja og skilja hugtök, efla læsi og getu þeirra til að nýta tæknina, ættu menntakerfi heims að styðja markvisst við félags- og samskiptahæfni nemenda og hlúa að líkamlegri og andlegri heilsu þeirra. Við þurfum einnig að þroska með ungu fólki ábyrgðartilfinningu og gera þeim kleift að ígrunda siðferðilega vídd samfélagsins. Þetta eru þær áherslur sem alþjóðastofnanir hafa sameinast um að einkenna skóla- og frístundastarf og áherslur þjóða í menntamálum. Ég hvet lesendur til að hafa í huga þessi heildstæðu markmið menntunar í allri umræðu um gæði og starfshætti í skólum landsins. Við getum ekki leyft okkur „annað hvort- eða“ hugsunarhátt þar sem skólum sé annað hvort ætlað að sinna grunnhæfni, s.s. lestri og stærðfræði – eða að efla heildstæða og skapandi hæfni ungmenna. Menntaverkefnið er umfangsmikið og flókið, og verður ekki leyst innan skólanna eingöngu. Menntavísindasvið Háskóla Íslands blés til alþjóðlegrar fyrirlestraraðar um menntamál sem hófst í október á síðasta ári. Leiðandi sérfræðingum er boðið til landsins til að fjalla um ólík viðfangsefni tengd hlutverki skóla og menntastefnum, skapandi skólastarfi, námsmati og gagnsæi, og heilbrigði í skólum. Nú er komið að þriðja erindinu sem verður haldið í hátíðarsal Háskóla Íslands fimmtudaginn 20. febrúar kl. 15.00. Dr. Karen Hammerness mun fjalla um alþjóðlega stefnur og strauma á sviði kennaramenntunar. Hún segir frá nýlegu alþjóðlegu rannsóknarverkefni „Valdeflum kennara“ og mun taka dæmi um aðferðir, stefnur og starfshætti frá ýmsum löndum, þar á meðal Ástralíu, Kanada, Finnlandi, Noregi, Singapúr og Bandaríkjunum. Verið öll velkomin! Höfundur er forseti Menntavísindasviðs.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar