Lífið

Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Elísbet Ormslev heiðrari minningu systur sinnar á 32 ára afmælisdaginn sinn.
Elísbet Ormslev heiðrari minningu systur sinnar á 32 ára afmælisdaginn sinn. Skjáskot/Elísbet Ormslev

Tónlistarkonan Elísabet Ormslev fagnaði 32 ára afmæli sínu í vikunni. Í tilefni dagsins heiðraði hún minningu systur sinnar, Maggýar Helgu sem lést langt fyrir aldur fram, og lét húðflúra á sig sól. Elísabet greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni.

„Gaf sjálfri mér afmælisgjöf og fékk mér tattú af sól í minningu um Maggý systur sem sagði alltaf „elska þig meira en sólina” og sólin skein svo sannarlega í gær,“ skrifar Elísabet við færsluna. 

Einstök og umhyggjusöm

Maggý Helga varð bráðkvödd í maí í fyrra, aðeins 44 ára gömul. Samband þeirra systra virðist hafa verið einstakt og náið. Elísabet skrifaði falleg minningarorð um hana og lýsti henni sem stóru systur sem vildi henni allt það besta í lífinu.

„Ég mun aldrei geta lýst því almennilega hversu einstök þú varst; fluggáfuð, með sterkustu réttlætiskennd sem sögur fara af, umhyggjusöm, fyndin, þrjósk, óhrædd við áskoranir og vildir litlu systur allt það besta í þessum heimi.

Það var bókstaflega engin eins og þú. Það var ekkert sem þú gast ekki lært og masterað, hvort sem það var akademískt eða listrænt. Svo mikil var gáfan og þrautseigjan í þér sem ég dáðist svo af.“

Elísabet var gestur Einkalífsins í júní árið 2023. Í þættinum sagði hún meðal annars frá æskuárunum, einelti sem hún varð fyrir, tónlistarástríðunni og móðurhlutverkinu.

Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.