Um er að ræða rútu með kínverskum ferðamönnum en ökumaðurinn er óreyndur, ung stúlka að sögn Ásmundar Einarssonar, eiganda ME Travel.
Fréttastofu hafa borist myndir frá sömu rútu við Austurvöll í hádeginu í dag. Þar sést hvernig rútunni hefur verið ekið utan í steyptan staur á horni Pósturhússtrætis og Kirkjustrætis.
Rútan er raunar á bannsvæði en rútur lengri en átta metrar mega ekki vera á þessu svæði í miðborginni samkvæmt reglum sem Reykjavíkurborg setti árið 2017.
Unnið er að því að ná rútunni úr blautu grasinu við Höfða og er fylgst með gangi mála í fréttinni að neðan.
Uppfært klukkan 14:45
Búið er að koma rútunni út af grasflötinni með frekari skemmdum á grasinu auk þess sem stuðari aftan á rútunni gaf sig.